Fer Ferrari frá Ítalíu? Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 14:54 Höfuðstöðvar Ferrari í Maranello á Ítalíu. Hjá ítalska sportbílaframleiðandanum Ferrari er verið að velta því fyrir sér að flytja höfuðstöðvar sínar frá Ítalíu og fylgja með því í fótspor fyrrum eiganda síns, Fiat sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar til London. Yrði þetta gert af skattalegum forsendum, eins og hjá Fiat. Fyrirtækjaskattur á Ítalíu er 31,4%, en 20% í Bretlandi. Ef af flutningi yrði myndi það ekki breyta neinu um að bæði þróun og framleiðsla Ferrari bíla færi fram í Maranello, suður af Mílanó á Ítalíu. Lokaákvörðun um flutning höfuðstöðva Ferrari verður tekin á fyrstu mánuðum næsta árs. Ef Ferrari færi frá Ítalíu yrði það enn eitt áfallið fyrir þjóðina, sem er að berjast við að komast í gegnum efnahagslægðina frá 2008, en tekst það illa. Hagkerfi Ítalíu hefur verið í mikilli lægð síðustu 14 ár og samdráttur hefur orðið í 10 ársfjórðungum af síðustu 11. Atvinnuleysi er nærri því hæsta sem þar hefur orðið frá upphafi og margir Ítalir hafa flúið þetta ástand til annarra landa og voru þeir 126.000 á síðasta ári. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent
Hjá ítalska sportbílaframleiðandanum Ferrari er verið að velta því fyrir sér að flytja höfuðstöðvar sínar frá Ítalíu og fylgja með því í fótspor fyrrum eiganda síns, Fiat sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar til London. Yrði þetta gert af skattalegum forsendum, eins og hjá Fiat. Fyrirtækjaskattur á Ítalíu er 31,4%, en 20% í Bretlandi. Ef af flutningi yrði myndi það ekki breyta neinu um að bæði þróun og framleiðsla Ferrari bíla færi fram í Maranello, suður af Mílanó á Ítalíu. Lokaákvörðun um flutning höfuðstöðva Ferrari verður tekin á fyrstu mánuðum næsta árs. Ef Ferrari færi frá Ítalíu yrði það enn eitt áfallið fyrir þjóðina, sem er að berjast við að komast í gegnum efnahagslægðina frá 2008, en tekst það illa. Hagkerfi Ítalíu hefur verið í mikilli lægð síðustu 14 ár og samdráttur hefur orðið í 10 ársfjórðungum af síðustu 11. Atvinnuleysi er nærri því hæsta sem þar hefur orðið frá upphafi og margir Ítalir hafa flúið þetta ástand til annarra landa og voru þeir 126.000 á síðasta ári.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent