Tesla Roadster aftur í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2014 11:36 Tesla Roadster. Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla lét hafa eftir sér í gær að fyrirtækið ætli aftur að setja á markað Roadster bíl sinn og verður þar á ferð uppfærð gerð hans. Frekari upplýsinga um bílinn lofaði Musk á næstu dögum og kemur þá í ljós hver drægni bílsins verður. Musk hafði áður ýjað að því að Tesla ætlaði sér að gera eitthvað afar áhugavert við Roadster bílinn og í viðtali við Auto Express í Bretlandi fyrr á árinu var haft eftir honum að Roadster myndi fá rafhlöður sem dygði til meira en 600 km aksturs. Ef svo yrði væri þar kominn sá rafmagnsbíll sem lengst kemst á einni hleðslu. Óljóst er hvaða aðrar breytingar verða gerðar á bílnum, hvort hann verður öflugri en fyrr eða fær fjórhjóladrif, en talið er víst að ytra útlit bílsins breytist ekki. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla lét hafa eftir sér í gær að fyrirtækið ætli aftur að setja á markað Roadster bíl sinn og verður þar á ferð uppfærð gerð hans. Frekari upplýsinga um bílinn lofaði Musk á næstu dögum og kemur þá í ljós hver drægni bílsins verður. Musk hafði áður ýjað að því að Tesla ætlaði sér að gera eitthvað afar áhugavert við Roadster bílinn og í viðtali við Auto Express í Bretlandi fyrr á árinu var haft eftir honum að Roadster myndi fá rafhlöður sem dygði til meira en 600 km aksturs. Ef svo yrði væri þar kominn sá rafmagnsbíll sem lengst kemst á einni hleðslu. Óljóst er hvaða aðrar breytingar verða gerðar á bílnum, hvort hann verður öflugri en fyrr eða fær fjórhjóladrif, en talið er víst að ytra útlit bílsins breytist ekki.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent