Gott ár Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2014 11:05 Nissan Leaf má leigja fyrir 26.200 á mánuði í Frakklandi. Mest seldi rafmagnsbíll í heimi er Nissan Leaf og sala hans vex stöðugt. Við lok október hafði sala Nissan Leaf í Evrópu vaxið um 40% á árinu og er hann söluhæsti rafmagnsbíll álfunnar, sem og á Íslandi. Ekki hefur skemmt fyrir sölu á Leaf að hann hefur stöðugt lækkað í verði frá því hann kom fyrst á markað í Evrópu árið 2010. Nissan hefur tekist að lækka framleiðslukostnað bílsins og það hafði mikið að segja að flytja framleiðslu hans fyrir Evrópumarkað frá Japan til Bretlands. Nissan Leaf er vinsæll bíll í rekstarleigu í Evrópu og hefur meðalleigukostnaður fallið frá 400 evrum í 250, eða frá 62.000 kr. í 39.000 kr. Í Frakklandi má reyndar leigja Nissan Leaf fyrir 26.200 kr. á mánuði. Þar í landi eru um helmingur nýrra Nissan Leaf bíla leigðir. Meðaltalið í Evrópu er um 25%, en aðeins 10% leigja hann í Bretlandi og enginn í Noregi. Þar selst hann samt gríðarlega vel. Einnig hefur hjálpað mjög við sölu Nissan Leaf í Evrópu að í flestum löndum álfunnar eru lítil eða engin gjöld á bílnum og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl. Þá hafa afslættir hjá söluaðilum bílsins verið vænir og sem dæmi má fá Nissan Leaf í Bretlandi á 18.290 pund, eða 3,6 milljónir króna. Er það sambærilegt við nýjan Volkswagen Golf eða Ford Focus. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Mest seldi rafmagnsbíll í heimi er Nissan Leaf og sala hans vex stöðugt. Við lok október hafði sala Nissan Leaf í Evrópu vaxið um 40% á árinu og er hann söluhæsti rafmagnsbíll álfunnar, sem og á Íslandi. Ekki hefur skemmt fyrir sölu á Leaf að hann hefur stöðugt lækkað í verði frá því hann kom fyrst á markað í Evrópu árið 2010. Nissan hefur tekist að lækka framleiðslukostnað bílsins og það hafði mikið að segja að flytja framleiðslu hans fyrir Evrópumarkað frá Japan til Bretlands. Nissan Leaf er vinsæll bíll í rekstarleigu í Evrópu og hefur meðalleigukostnaður fallið frá 400 evrum í 250, eða frá 62.000 kr. í 39.000 kr. Í Frakklandi má reyndar leigja Nissan Leaf fyrir 26.200 kr. á mánuði. Þar í landi eru um helmingur nýrra Nissan Leaf bíla leigðir. Meðaltalið í Evrópu er um 25%, en aðeins 10% leigja hann í Bretlandi og enginn í Noregi. Þar selst hann samt gríðarlega vel. Einnig hefur hjálpað mjög við sölu Nissan Leaf í Evrópu að í flestum löndum álfunnar eru lítil eða engin gjöld á bílnum og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl. Þá hafa afslættir hjá söluaðilum bílsins verið vænir og sem dæmi má fá Nissan Leaf í Bretlandi á 18.290 pund, eða 3,6 milljónir króna. Er það sambærilegt við nýjan Volkswagen Golf eða Ford Focus.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent