Brúðkaup ársins: Þessi gengu í það heilaga árið 2014 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2014 11:30 Margir þjóðþekktir Íslendingar innsigluðu ástina á árinu sem er að líða og voru brúðkaupin hvert öðru glæsilegra. Lífið á Vísi kíkti á nokkur stjörnubrúðkaup sem tekið var eftir á árinu 2014.Tvö hundruð manna brúðkaupLeikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga Harry Koppel í Kólumbíu þarsíðustu helgi. Um tvö hundruð manns mættu í brúðkaupið og klæddist Halla kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin. Þá bar hún prjónað sjal úr smiðju móður sinnar en Harry klæddist kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla gaf Harry tónlist í brúðargjöf og samdi til hans þrjú lög. Eftir brúðkaupið flugu brúðhjónin til Cartagena, ásamt sextíu manna hópi, í brúðkaupsferð.Hamingja í HallgrímskirkjuSöngvarinn Jógvan Hansen kvæntist stærfræðingnum Hrafnhildi Jóhannesdóttur í Hallgrímskirkju þann 12. júlí. Eftir athöfnina var boðið til veislu á Hilton hótelinu þar sem gestir fengu meðal annars að smakka skerpukjöt frá heimalandi Jógvans, Færeyjum, og hákarl og súra punga frá Íslandi.Giftu sig í skotapilsumGuðbergur Garðarsson og Inácio Pacas da Silva Filho, sem oftast eru kallaðir Beggi og Pacas, gengu í það heilaga þann 15. ágúst. Beggi og Pacas klæddust skotapilsum á þessum stóra degi og var mikil gleði í brúðkapinu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, gaf turtildúfurnar saman.Brúðarkjóllinn keyptur í Kaliforníu Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir sagði já við listamanninn Elli Egilsson þann 14. júlí. Brúðkaupið fór fram undir berum himni í Grímsnesinu en aðeins nánustu ættingjar og vinir parsins voru viðstaddir. María og Elli byrjuðu saman í október árið 2013 og í febrúar á þessu ári keypti María Birta brúðarkjólinn í Kaliforníu.Brúðkaup eftir langt samband Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson létu pússa sig saman á Höfðatorgi þann 28. júní. Þá höfðu þau verið saman í meira en áratug og eiga saman fimm börn. Veislan var einnig haldin á Höfðatorgi og var það mál manna að hún hafi verið einstaklega skemmtileg og lífleg.Á eftir barni kemur brúðkaup Árið var gjöfult hjá dansparinu Hönnu Rún Óladóttur og Nikita. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, lítinn snáða, þann 13. júní síðastliðinn. Skömmu eftir fæðingu frumburðarins lét þau séra Gunnar Sigurjónsson, sem oftast hefur verið kallaður sterkasti prestur landsins, gefa sig saman í Digraneskirkju.Giftu sig á 17. júníRithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir giftist Atla Ragnari Ólafssyni á Búðum á Snæfellsnesi á sjálfan 17. júní. Sólveig klæddist dökkbláum „vintage“-kjól en ekki hvítum eins og algengt er meðal brúða. Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Margir þjóðþekktir Íslendingar innsigluðu ástina á árinu sem er að líða og voru brúðkaupin hvert öðru glæsilegra. Lífið á Vísi kíkti á nokkur stjörnubrúðkaup sem tekið var eftir á árinu 2014.Tvö hundruð manna brúðkaupLeikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga Harry Koppel í Kólumbíu þarsíðustu helgi. Um tvö hundruð manns mættu í brúðkaupið og klæddist Halla kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin. Þá bar hún prjónað sjal úr smiðju móður sinnar en Harry klæddist kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla gaf Harry tónlist í brúðargjöf og samdi til hans þrjú lög. Eftir brúðkaupið flugu brúðhjónin til Cartagena, ásamt sextíu manna hópi, í brúðkaupsferð.Hamingja í HallgrímskirkjuSöngvarinn Jógvan Hansen kvæntist stærfræðingnum Hrafnhildi Jóhannesdóttur í Hallgrímskirkju þann 12. júlí. Eftir athöfnina var boðið til veislu á Hilton hótelinu þar sem gestir fengu meðal annars að smakka skerpukjöt frá heimalandi Jógvans, Færeyjum, og hákarl og súra punga frá Íslandi.Giftu sig í skotapilsumGuðbergur Garðarsson og Inácio Pacas da Silva Filho, sem oftast eru kallaðir Beggi og Pacas, gengu í það heilaga þann 15. ágúst. Beggi og Pacas klæddust skotapilsum á þessum stóra degi og var mikil gleði í brúðkapinu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, gaf turtildúfurnar saman.Brúðarkjóllinn keyptur í Kaliforníu Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir sagði já við listamanninn Elli Egilsson þann 14. júlí. Brúðkaupið fór fram undir berum himni í Grímsnesinu en aðeins nánustu ættingjar og vinir parsins voru viðstaddir. María og Elli byrjuðu saman í október árið 2013 og í febrúar á þessu ári keypti María Birta brúðarkjólinn í Kaliforníu.Brúðkaup eftir langt samband Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson létu pússa sig saman á Höfðatorgi þann 28. júní. Þá höfðu þau verið saman í meira en áratug og eiga saman fimm börn. Veislan var einnig haldin á Höfðatorgi og var það mál manna að hún hafi verið einstaklega skemmtileg og lífleg.Á eftir barni kemur brúðkaup Árið var gjöfult hjá dansparinu Hönnu Rún Óladóttur og Nikita. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, lítinn snáða, þann 13. júní síðastliðinn. Skömmu eftir fæðingu frumburðarins lét þau séra Gunnar Sigurjónsson, sem oftast hefur verið kallaður sterkasti prestur landsins, gefa sig saman í Digraneskirkju.Giftu sig á 17. júníRithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir giftist Atla Ragnari Ólafssyni á Búðum á Snæfellsnesi á sjálfan 17. júní. Sólveig klæddist dökkbláum „vintage“-kjól en ekki hvítum eins og algengt er meðal brúða.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira