Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Karl Lúðvíksson skrifar 20. desember 2014 19:44 Mynd: www.svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur sett umsóknarvefinn í loftið og geta félagsmenn nú sótt um leyfi hjá félaginu. Það er nokkuð öruggt að sum svæði og sum tímabil njóta alltaf meiri vinsælda en önnur og má þá t.d. nefna Hítará, fyrstu dagana í Langá, opnun Laxá í Mývatnssveit og Elliðaárnar en annars reikna menn með heldur færri sæki um leyfi í ár miðað við árið í fyrra og er það mjög eðlilegur fylgifiskur ára þar sem veiðin er róleg. Það á þó ekki við um Elliðaárnar en mikill umsóknarþungi hefur gjarnan verið um ánna nema helst þá viðbótardagana í september sem er eiginlega alveg óskiljanlegt því það er mjög góður tími í ánni. Fáksrúð í Dölum á væntanlega eftir að njóta mikilla vinsælda enda hefur hún ekki verið hjá SVFR áður og eftir að Laxá í Dölum fór frá félaginu vantaði aðra á til að fylla upp í það tómarúm og Fáskrúð því kærkomin viðbót fyrir félagsmenn SVFR. Önnur ársvæði sem þarf yfirleitt A leyfi, og þá hóp til að fylla holl sé ætlun að tryggja sér umbeðna daga, eru til að mynda Bíldsfell í Soginu en það svæði nýtur gífurlegra vinsælda. Farið verður í að vinna úr umsóknum á nýju ári. Þú getur sótt umsóknina þína um veiðileyfi hjá SVFR hér. Stangveiði Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur sett umsóknarvefinn í loftið og geta félagsmenn nú sótt um leyfi hjá félaginu. Það er nokkuð öruggt að sum svæði og sum tímabil njóta alltaf meiri vinsælda en önnur og má þá t.d. nefna Hítará, fyrstu dagana í Langá, opnun Laxá í Mývatnssveit og Elliðaárnar en annars reikna menn með heldur færri sæki um leyfi í ár miðað við árið í fyrra og er það mjög eðlilegur fylgifiskur ára þar sem veiðin er róleg. Það á þó ekki við um Elliðaárnar en mikill umsóknarþungi hefur gjarnan verið um ánna nema helst þá viðbótardagana í september sem er eiginlega alveg óskiljanlegt því það er mjög góður tími í ánni. Fáksrúð í Dölum á væntanlega eftir að njóta mikilla vinsælda enda hefur hún ekki verið hjá SVFR áður og eftir að Laxá í Dölum fór frá félaginu vantaði aðra á til að fylla upp í það tómarúm og Fáskrúð því kærkomin viðbót fyrir félagsmenn SVFR. Önnur ársvæði sem þarf yfirleitt A leyfi, og þá hóp til að fylla holl sé ætlun að tryggja sér umbeðna daga, eru til að mynda Bíldsfell í Soginu en það svæði nýtur gífurlegra vinsælda. Farið verður í að vinna úr umsóknum á nýju ári. Þú getur sótt umsóknina þína um veiðileyfi hjá SVFR hér.
Stangveiði Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði