Með mannbrodda til taks í bílnum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. janúar 2014 09:00 Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda og hafa til taks til að tryggja öryggi farþega minna, segir Ómar Djermoun. Frettablaðið/Ómar „Við höfum ákveðið að láta sandbera göngustíga við Gullfoss annað er ekki forsvaranlegt“? segir Ólafur Arnar Jónsson sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Gríðarleg hálka hefur verið á neðra bílaplaninu og á göngustígum í grennd við fossinn síðustu vikur. Fjöldi ferðamanna hefur dottið í hálkunni og nokkrir slasast. Ólafur Arnar segir að Umhverfisstofnun og sveitafélagið Bláskógabyggð ætli að hafa samvinnu um hálkuvarnirnar. Sveitarfélagið ætli að leggja sitt af mörkum svo vegir verði mokaðir. Umhverfisstofnun ætli að sjá um að láta sandbera göngustíga. „Það verður farið í að hálkuverja á næstu dögum,“ segir Ólafur Arnar. Hann segir að ekki sé ljóst hvað hálkuvarnirnar komi til með að kosta en segir að þetta séu ekki aðstæður sem hægt sé að bjóða upp á lengur. Landeigendafélagið við Geysi sér um að hálkuverja stíga á hverasvæðinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir að innan þjóðgarðsins hafi stígar verið sandbornir. ?Um leið og við fengum ábendingar um að stígarnir væru orðnir hálir, ákváðum við að bregðast við og sandbera þá. Við erum að sandbera mun meira en við höfum gert undanfarin ár,“ segir Ólafur. „Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda til að hafa til taks í bílunum hjá mér. Þetta er eitt af því sem ég geri til að tryggja öryggi farþega minna,“ segir Ómar Djermoun framkvæmdastjóri Icelimo Luxury Travel. það hefur verið mikil hálka í vetur og mannbroddarnir hafa komið að góðum notum. „Margir þeirra sem ferðast með okkur hafa aldrei stigið á svell í lífinu áður, því skiptir miklu máli að hafa svona búnað,“ segir Ómar. Hann segist oft vera spurður af því af öðrum hvers vegna hann sé að eyða peningum í mannbrodda. „Ég svara alltaf að ég sé að eyða í öryggi,“ segir hann. „Maður græðir á því að fólki líði vel,“ bætir hann við. Hann segir að það sé oft gaman að sjá svipinn á hans farþegum þegar þeir ganga hála stíga styrkum fótum á meðan aðrir séu stöðugt að renna til. Ómar segir að mannbroddar kosti sitt, góðir broddar kosti 16 þúsund parið en það sé hægt að fá afslátt ef maður kaupir þá í einhverju magni. Veður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Við höfum ákveðið að láta sandbera göngustíga við Gullfoss annað er ekki forsvaranlegt“? segir Ólafur Arnar Jónsson sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Gríðarleg hálka hefur verið á neðra bílaplaninu og á göngustígum í grennd við fossinn síðustu vikur. Fjöldi ferðamanna hefur dottið í hálkunni og nokkrir slasast. Ólafur Arnar segir að Umhverfisstofnun og sveitafélagið Bláskógabyggð ætli að hafa samvinnu um hálkuvarnirnar. Sveitarfélagið ætli að leggja sitt af mörkum svo vegir verði mokaðir. Umhverfisstofnun ætli að sjá um að láta sandbera göngustíga. „Það verður farið í að hálkuverja á næstu dögum,“ segir Ólafur Arnar. Hann segir að ekki sé ljóst hvað hálkuvarnirnar komi til með að kosta en segir að þetta séu ekki aðstæður sem hægt sé að bjóða upp á lengur. Landeigendafélagið við Geysi sér um að hálkuverja stíga á hverasvæðinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir að innan þjóðgarðsins hafi stígar verið sandbornir. ?Um leið og við fengum ábendingar um að stígarnir væru orðnir hálir, ákváðum við að bregðast við og sandbera þá. Við erum að sandbera mun meira en við höfum gert undanfarin ár,“ segir Ólafur. „Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda til að hafa til taks í bílunum hjá mér. Þetta er eitt af því sem ég geri til að tryggja öryggi farþega minna,“ segir Ómar Djermoun framkvæmdastjóri Icelimo Luxury Travel. það hefur verið mikil hálka í vetur og mannbroddarnir hafa komið að góðum notum. „Margir þeirra sem ferðast með okkur hafa aldrei stigið á svell í lífinu áður, því skiptir miklu máli að hafa svona búnað,“ segir Ómar. Hann segist oft vera spurður af því af öðrum hvers vegna hann sé að eyða peningum í mannbrodda. „Ég svara alltaf að ég sé að eyða í öryggi,“ segir hann. „Maður græðir á því að fólki líði vel,“ bætir hann við. Hann segir að það sé oft gaman að sjá svipinn á hans farþegum þegar þeir ganga hála stíga styrkum fótum á meðan aðrir séu stöðugt að renna til. Ómar segir að mannbroddar kosti sitt, góðir broddar kosti 16 þúsund parið en það sé hægt að fá afslátt ef maður kaupir þá í einhverju magni.
Veður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira