Tekur þátt í hönnunarkeppninni Elle Style Awards Marín Manda skrifar 10. janúar 2014 12:00 Hulda Fríða Björnsdóttir, fatahönnuður „Maður veit aldrei hvernig þetta fer en ég fékk mjög góða dóma eftir Copenhagen Fashion Week og erlendir fjölmiðlar höfðu samband. Muuse.com skrifaði dóma um mig sem mér þótti einna vænst um og í framhaldi af því buðu þau mér að taka þátt í þessari keppni,“ segir Hulda Fríða Björnsdóttir fatahönnuður. Hulda Fríða útskrifaðist sem fatahönnuður úr Margrete-Skolen í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar og frumsýndi fatalínuna sína, Ocean Bugeisha, á Copenhagen Fashion Week í kjölfarið. Stuttu síðar stofnaði hún eigið merki sem heitir Frida og tekur nú þátt í norrænni fatahönnunarkeppni, Elle Style Awards, New Nordic talent of the year 2014. Keppnin er haldin á vegum danska tískutímaritsins Elle og hönnunarteymisins Muuse.com. Fimm aðrir íslenskir fatahönnuðir taka þátt en það eru þau Björg Skarphéðinsdóttir, Guðrún Sturludóttir, Magnea Einarsdóttir, Ólafur H. Ólafsson og Tanja Levý Guðmundsdóttir. Yfir hundrað hönnuðir taka þátt í keppninni að þessu sinni svo það er mikill heiður að hafa verið boðið að taka þátt. Hægt að skoða alla keppendurna hér.Fatalínan er litrík og spennandi.Almenningur getur kosið sinn uppáhaldshönnuð á vefsíðunni elle.muuse.com en einungis má kjósa hvern hönnuð einu sinni. Hins vegar má kjósa fleiri en einn. Kosningunni lýkur þann 24. janúar og munu 25 hönnuðir komast áfram í undanúrslit. Ritstjórar hins skandinavíska Elle velja sigurvegara sem tilkynntur verður í vor. Þeir sem kjósa eiga möguleika á að vinna miða á Elle Style Awards og gjafakort í netverslun Muuse.com. Hulda Fríða segist hafa verið undir japönskum áhrifum þegar hún vann að fatalínunni sinni, Ocean Bugeisha. „Innblásturinn var sambland af hlutum úr hafinu og bardaga-geishu sem barðist með samurai-mönnunum forðum daga. Línan er því undir japönskum áhrifum í sambland við mjúkar línur úr hafinu en ég reyndi að finna jafnvægi á milli þessara andstæðna og fann sameiginlega hluti í þessu mjúka og harða.“ Hægt er að kjósa Huldu Fríðu hér. RFF Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Maður veit aldrei hvernig þetta fer en ég fékk mjög góða dóma eftir Copenhagen Fashion Week og erlendir fjölmiðlar höfðu samband. Muuse.com skrifaði dóma um mig sem mér þótti einna vænst um og í framhaldi af því buðu þau mér að taka þátt í þessari keppni,“ segir Hulda Fríða Björnsdóttir fatahönnuður. Hulda Fríða útskrifaðist sem fatahönnuður úr Margrete-Skolen í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar og frumsýndi fatalínuna sína, Ocean Bugeisha, á Copenhagen Fashion Week í kjölfarið. Stuttu síðar stofnaði hún eigið merki sem heitir Frida og tekur nú þátt í norrænni fatahönnunarkeppni, Elle Style Awards, New Nordic talent of the year 2014. Keppnin er haldin á vegum danska tískutímaritsins Elle og hönnunarteymisins Muuse.com. Fimm aðrir íslenskir fatahönnuðir taka þátt en það eru þau Björg Skarphéðinsdóttir, Guðrún Sturludóttir, Magnea Einarsdóttir, Ólafur H. Ólafsson og Tanja Levý Guðmundsdóttir. Yfir hundrað hönnuðir taka þátt í keppninni að þessu sinni svo það er mikill heiður að hafa verið boðið að taka þátt. Hægt að skoða alla keppendurna hér.Fatalínan er litrík og spennandi.Almenningur getur kosið sinn uppáhaldshönnuð á vefsíðunni elle.muuse.com en einungis má kjósa hvern hönnuð einu sinni. Hins vegar má kjósa fleiri en einn. Kosningunni lýkur þann 24. janúar og munu 25 hönnuðir komast áfram í undanúrslit. Ritstjórar hins skandinavíska Elle velja sigurvegara sem tilkynntur verður í vor. Þeir sem kjósa eiga möguleika á að vinna miða á Elle Style Awards og gjafakort í netverslun Muuse.com. Hulda Fríða segist hafa verið undir japönskum áhrifum þegar hún vann að fatalínunni sinni, Ocean Bugeisha. „Innblásturinn var sambland af hlutum úr hafinu og bardaga-geishu sem barðist með samurai-mönnunum forðum daga. Línan er því undir japönskum áhrifum í sambland við mjúkar línur úr hafinu en ég reyndi að finna jafnvægi á milli þessara andstæðna og fann sameiginlega hluti í þessu mjúka og harða.“ Hægt er að kjósa Huldu Fríðu hér.
RFF Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira