Tvær bækur á sex mánuðum Ugla Egilsdóttir skrifar 11. janúar 2014 15:00 Björk Þorgrímsdóttir vinnur á Mokka og er í meistaranámi í ritlist. 365/Vilhelm Björk Þorgrímsdóttir er að fara að gefa út ljóðabókina Neindarkennd í byrjun febrúar hjá forlaginu Meðgönguljóðum. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún sendi frá sér bókina Bananasól hjá útgáfunni Tunglinu. Hún segir það ekki með ráðum gert að gefa út bækurnar með svo stuttu millibili. „Það stendur ekkert til að gefa út bók á hverju ári hér eftir, þetta lenti einhvern veginn svona fyrir tilviljun,“ segir Björk. „Ég sendi inn handrit að ljóðabók til bókaforlagsins Meðgönguljóða fyrir löngu og bókin er búin að vera í ferli í svolítinn tíma. Síðan kom þessi útgáfa Tunglsins til í sumar og ég sló til. Hjá Tunglinu gaf ég út bókina Bananasól, sem ég hafði verið að vinna að meðfram því að vera í meistaranámi í ritlist, en ég útskrifast í febrúar. Það var ef til vill aðeins styttri meðgöngutími að Bananasól en að Neindarkennd, sem var búin að vera að gerjast í mér í lengri tíma.“ Björk hefur verið að skrifa lengi. „Ég var í grunnnámi í heimspeki með bókmenntafræði sem aukagrein, og bókmenntafræðinemarnir voru duglegir að skipuleggja upplestrarkvöld sem ég tók þátt í. Ég var samt ekkert að spekúlera í því að verða skáld fyrr en í seinni tíð.“ Bananasól samanstendur af stuttum prósatextum sem mynda eina heild. „Bókin er ástarsaga um eftirköst ástarinnar, þegar ástarbálið er slokknað og maður horfir yfir öskuna og virðir hana fyrir sér.“ Titill Bananasólar var valinn versti bókartitillinn af Fréttablaðinu. „Ég var bara mjög ánægð með það. Þetta var auðvitað fínasta auglýsing fyrir bókina. Mér fannst reyndar að í verðlaun fyrir þennan heiður hefði ég átt að fá gagnrýni birta um bókina í Fréttablaðinu. Auðvitað finnst mér titillinn samt flottur, og þeir sem kunna að meta ljóðrænu kunna að meta bókina.“ Bókin er uppseld. „Hún var einungis gefin út í 69 eintökum, en er til á bókasafninu.“ Að sögn Bjarkar fjallar ljóðabókin Neindarkennd um ofbeldi. „Í bakgrunninum eru hugleiðingar um tungumálið,“ segir Björk. „Bókin er eins konar textaofbeldi. Mér finnst tungumálið rosalega aggressíft. Maður vill hins vegar ekki segja of mikið um bækur og sköpun því hver og einn gengur svakalega ólíkt að bókum. Þú skilur ekkert endilega það sem ég segi eins og ég meina það,“ segir Björk. Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira
Björk Þorgrímsdóttir er að fara að gefa út ljóðabókina Neindarkennd í byrjun febrúar hjá forlaginu Meðgönguljóðum. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún sendi frá sér bókina Bananasól hjá útgáfunni Tunglinu. Hún segir það ekki með ráðum gert að gefa út bækurnar með svo stuttu millibili. „Það stendur ekkert til að gefa út bók á hverju ári hér eftir, þetta lenti einhvern veginn svona fyrir tilviljun,“ segir Björk. „Ég sendi inn handrit að ljóðabók til bókaforlagsins Meðgönguljóða fyrir löngu og bókin er búin að vera í ferli í svolítinn tíma. Síðan kom þessi útgáfa Tunglsins til í sumar og ég sló til. Hjá Tunglinu gaf ég út bókina Bananasól, sem ég hafði verið að vinna að meðfram því að vera í meistaranámi í ritlist, en ég útskrifast í febrúar. Það var ef til vill aðeins styttri meðgöngutími að Bananasól en að Neindarkennd, sem var búin að vera að gerjast í mér í lengri tíma.“ Björk hefur verið að skrifa lengi. „Ég var í grunnnámi í heimspeki með bókmenntafræði sem aukagrein, og bókmenntafræðinemarnir voru duglegir að skipuleggja upplestrarkvöld sem ég tók þátt í. Ég var samt ekkert að spekúlera í því að verða skáld fyrr en í seinni tíð.“ Bananasól samanstendur af stuttum prósatextum sem mynda eina heild. „Bókin er ástarsaga um eftirköst ástarinnar, þegar ástarbálið er slokknað og maður horfir yfir öskuna og virðir hana fyrir sér.“ Titill Bananasólar var valinn versti bókartitillinn af Fréttablaðinu. „Ég var bara mjög ánægð með það. Þetta var auðvitað fínasta auglýsing fyrir bókina. Mér fannst reyndar að í verðlaun fyrir þennan heiður hefði ég átt að fá gagnrýni birta um bókina í Fréttablaðinu. Auðvitað finnst mér titillinn samt flottur, og þeir sem kunna að meta ljóðrænu kunna að meta bókina.“ Bókin er uppseld. „Hún var einungis gefin út í 69 eintökum, en er til á bókasafninu.“ Að sögn Bjarkar fjallar ljóðabókin Neindarkennd um ofbeldi. „Í bakgrunninum eru hugleiðingar um tungumálið,“ segir Björk. „Bókin er eins konar textaofbeldi. Mér finnst tungumálið rosalega aggressíft. Maður vill hins vegar ekki segja of mikið um bækur og sköpun því hver og einn gengur svakalega ólíkt að bókum. Þú skilur ekkert endilega það sem ég segi eins og ég meina það,“ segir Björk.
Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira