Tvær bækur á sex mánuðum Ugla Egilsdóttir skrifar 11. janúar 2014 15:00 Björk Þorgrímsdóttir vinnur á Mokka og er í meistaranámi í ritlist. 365/Vilhelm Björk Þorgrímsdóttir er að fara að gefa út ljóðabókina Neindarkennd í byrjun febrúar hjá forlaginu Meðgönguljóðum. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún sendi frá sér bókina Bananasól hjá útgáfunni Tunglinu. Hún segir það ekki með ráðum gert að gefa út bækurnar með svo stuttu millibili. „Það stendur ekkert til að gefa út bók á hverju ári hér eftir, þetta lenti einhvern veginn svona fyrir tilviljun,“ segir Björk. „Ég sendi inn handrit að ljóðabók til bókaforlagsins Meðgönguljóða fyrir löngu og bókin er búin að vera í ferli í svolítinn tíma. Síðan kom þessi útgáfa Tunglsins til í sumar og ég sló til. Hjá Tunglinu gaf ég út bókina Bananasól, sem ég hafði verið að vinna að meðfram því að vera í meistaranámi í ritlist, en ég útskrifast í febrúar. Það var ef til vill aðeins styttri meðgöngutími að Bananasól en að Neindarkennd, sem var búin að vera að gerjast í mér í lengri tíma.“ Björk hefur verið að skrifa lengi. „Ég var í grunnnámi í heimspeki með bókmenntafræði sem aukagrein, og bókmenntafræðinemarnir voru duglegir að skipuleggja upplestrarkvöld sem ég tók þátt í. Ég var samt ekkert að spekúlera í því að verða skáld fyrr en í seinni tíð.“ Bananasól samanstendur af stuttum prósatextum sem mynda eina heild. „Bókin er ástarsaga um eftirköst ástarinnar, þegar ástarbálið er slokknað og maður horfir yfir öskuna og virðir hana fyrir sér.“ Titill Bananasólar var valinn versti bókartitillinn af Fréttablaðinu. „Ég var bara mjög ánægð með það. Þetta var auðvitað fínasta auglýsing fyrir bókina. Mér fannst reyndar að í verðlaun fyrir þennan heiður hefði ég átt að fá gagnrýni birta um bókina í Fréttablaðinu. Auðvitað finnst mér titillinn samt flottur, og þeir sem kunna að meta ljóðrænu kunna að meta bókina.“ Bókin er uppseld. „Hún var einungis gefin út í 69 eintökum, en er til á bókasafninu.“ Að sögn Bjarkar fjallar ljóðabókin Neindarkennd um ofbeldi. „Í bakgrunninum eru hugleiðingar um tungumálið,“ segir Björk. „Bókin er eins konar textaofbeldi. Mér finnst tungumálið rosalega aggressíft. Maður vill hins vegar ekki segja of mikið um bækur og sköpun því hver og einn gengur svakalega ólíkt að bókum. Þú skilur ekkert endilega það sem ég segi eins og ég meina það,“ segir Björk. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Björk Þorgrímsdóttir er að fara að gefa út ljóðabókina Neindarkennd í byrjun febrúar hjá forlaginu Meðgönguljóðum. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún sendi frá sér bókina Bananasól hjá útgáfunni Tunglinu. Hún segir það ekki með ráðum gert að gefa út bækurnar með svo stuttu millibili. „Það stendur ekkert til að gefa út bók á hverju ári hér eftir, þetta lenti einhvern veginn svona fyrir tilviljun,“ segir Björk. „Ég sendi inn handrit að ljóðabók til bókaforlagsins Meðgönguljóða fyrir löngu og bókin er búin að vera í ferli í svolítinn tíma. Síðan kom þessi útgáfa Tunglsins til í sumar og ég sló til. Hjá Tunglinu gaf ég út bókina Bananasól, sem ég hafði verið að vinna að meðfram því að vera í meistaranámi í ritlist, en ég útskrifast í febrúar. Það var ef til vill aðeins styttri meðgöngutími að Bananasól en að Neindarkennd, sem var búin að vera að gerjast í mér í lengri tíma.“ Björk hefur verið að skrifa lengi. „Ég var í grunnnámi í heimspeki með bókmenntafræði sem aukagrein, og bókmenntafræðinemarnir voru duglegir að skipuleggja upplestrarkvöld sem ég tók þátt í. Ég var samt ekkert að spekúlera í því að verða skáld fyrr en í seinni tíð.“ Bananasól samanstendur af stuttum prósatextum sem mynda eina heild. „Bókin er ástarsaga um eftirköst ástarinnar, þegar ástarbálið er slokknað og maður horfir yfir öskuna og virðir hana fyrir sér.“ Titill Bananasólar var valinn versti bókartitillinn af Fréttablaðinu. „Ég var bara mjög ánægð með það. Þetta var auðvitað fínasta auglýsing fyrir bókina. Mér fannst reyndar að í verðlaun fyrir þennan heiður hefði ég átt að fá gagnrýni birta um bókina í Fréttablaðinu. Auðvitað finnst mér titillinn samt flottur, og þeir sem kunna að meta ljóðrænu kunna að meta bókina.“ Bókin er uppseld. „Hún var einungis gefin út í 69 eintökum, en er til á bókasafninu.“ Að sögn Bjarkar fjallar ljóðabókin Neindarkennd um ofbeldi. „Í bakgrunninum eru hugleiðingar um tungumálið,“ segir Björk. „Bókin er eins konar textaofbeldi. Mér finnst tungumálið rosalega aggressíft. Maður vill hins vegar ekki segja of mikið um bækur og sköpun því hver og einn gengur svakalega ólíkt að bókum. Þú skilur ekkert endilega það sem ég segi eins og ég meina það,“ segir Björk.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira