Ástríða að koma á og viðhalda samtalinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. janúar 2014 16:00 Jón Páll segist ekki vera leikstjóri sem geri ein-hverja ákveðna tegund af sýningum, aðferðir hans séu í stöðugri þróun. Fréttablaðið/GVA Þegar Hamlet var velt upp í umræðunni um verkefnaval Borgarleikhússins stóðst ég ekki freistinguna að takast á við það verkefni,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri spurður hvort uppsetningin á Hamlet hafi verið hans hugmynd. „Íslenski leikhúsheimurinn er lítill og það líður oft langur tími milli þess sem þessi klassísku verk eru sett upp hér. Þannig að þegar slíkt tækifæri gafst þá var það kall sem mér var ófært að svara ekki.“Er uppfærslan mjög ólík því sem áður hefur verið gert hér?„Ja, við erum ekki að leika okkur með neina óra um Hamlet. Þetta er þekktasta verk Shakespeares og mest leikna leikverk allra tíma sem þýðir að fólk hefur fyrirfram gefnar hugmyndir um verkið. Það hafa nánast allir séð eða upplifað Hamlet á einhvern hátt, jafnvel þeir sem aldrei hafa séð hann á leiksviði. Sá sem segir söguna hverju sinni notar ákveðnar myndir eða vísanir í sinn samtíma þannig að úr verður einhvers konar klippimynd. Nálgunin hjá okkur var að losna undan þessari óraplágu. Við búum í þannig samfélagi að ég sem listamaður get ekki vísað í sameiginlegan menningarheim eins og hægt var að gera fyrir tíu árum. Ég get ekki reitt mig á að öll þjóðin hafi séð sama sjónvarpsþátt eða sömu kvikmynd, það er úr sögunni. Þannig að með sumar tilvísanir getur þú lent í því að níutíu prósent af áhorfendum skilji ekkert hvað þú ert að fara. Við settum því dæmið þannig upp að við skulduðum áhorfendum það að taka ekki eitthvert vegið meðaltal af Hamlet og segja að svona ætti hann að vera heldur tókum þeirri áskorun að rannsaka verkið upp á nýtt. Fórum í grunninn á verkinu, sem er náttúrulega frumtexti Shakespeares og Helga Hálfdanarsonar, og skerptum á meiningunni án þess að fara í lægsta mögulega samnefnarann. Við höfum þann skýra ásetning að áhorfendur komi á sýningu, skilji verkið, finni til með persónunum og taki afstöðu í þeirri baráttu sem þær eiga í sín á milli.“Það hefur vakið töluverða athygli og umræðu að velja Ólaf Darra í hlutverk Hamlets, hvað hefurðu um það að segja?„Það er fyrsti áreksturinn við órana um Hamlet. Það er engin neðanmálslýsing í frumtexta Shakespeares um það hvernig Hamlet lítur út. Ég bara blæs á þessa umræðu. Við getum ekki birt þann heim sem áhorfandinn býst við, það er dautt leikhús. Ef fólk vill fá óra sína um eitthvað ákveðið staðfesta þá ætti það sennilega að gera eitthvað annað en mæta á þessa sýningu. Leikhús á að vera hugvíkkandi og gefa fólki færi á að rannsaka nýjar hliðar á mannlegu eðli.“Jón Páll hefur gert ýmsar ögrandi sýningar með mikilli þjóðfélagsgagnrýni með Mindgroup en einnig leikstýrt klassískum stykkjum eins og Músum og mönnum og nú Hamlet, hvernig fer það saman?„Það er sami ásetningurinn með þessu öllu; að eiga samtal við fólk. Ég er svo heppinn að vera í þeirri stöðu að geta með list minni átt samtal við áhorfendur. Þú vilt væntanlega ekki að sá sem á samtal við þig segi þér alltaf sömu söguna á sama hátt. Ég er ekki leikstjóri sem gerir „svona“ sýningar, með ákveðna fagurfræði og ákveðna aðferðafræði, ég er stöðugt að þróa hana. Í þessari sýningu settum við það skilyrði að skilnings áhorfenda væri krafist og þeir fengju að upplifa þessa frásögn og þetta verk Shakespeares þegar búið er að ýta í burtu því sem hefur fallið á það í aldanna rás. Eftir stendur kjarni verksins, án þess að við sem leikhópur höfum ákveðið það fyrirfram hver sá kjarni er. Við höfum skrælt utan af verkinu og leyft því að birtast sem hefur komið fram við þá skrælingu. Síðan verðum við að leggja það í dóm áhorfandans hver sá kjarni er. Við erum ekkert að segja þeim að verkið sé um þetta eða hitt.“Þú ert menntaður leikari, hvernig lá leiðin í leikstjórnina?„Ég lærði úti í London og lék um tíma hjá leikhúsum hér heima áður en ég fór að leikstýra. En ég hef alltaf haft þörf fyrir að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og hafa áhrif á þær breytingar sem verða á þjóðfélaginu. Var í pólitík þegar ég var yngri, bauð mig fram bæði í bæjarstjórnar- og alþingiskosningum. Við náum ekki árangri nema með samvinnu og samvinna næst ekki nema við tölum saman. Það er mín ástríða að koma á og viðhalda samtalinu.“ Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þegar Hamlet var velt upp í umræðunni um verkefnaval Borgarleikhússins stóðst ég ekki freistinguna að takast á við það verkefni,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri spurður hvort uppsetningin á Hamlet hafi verið hans hugmynd. „Íslenski leikhúsheimurinn er lítill og það líður oft langur tími milli þess sem þessi klassísku verk eru sett upp hér. Þannig að þegar slíkt tækifæri gafst þá var það kall sem mér var ófært að svara ekki.“Er uppfærslan mjög ólík því sem áður hefur verið gert hér?„Ja, við erum ekki að leika okkur með neina óra um Hamlet. Þetta er þekktasta verk Shakespeares og mest leikna leikverk allra tíma sem þýðir að fólk hefur fyrirfram gefnar hugmyndir um verkið. Það hafa nánast allir séð eða upplifað Hamlet á einhvern hátt, jafnvel þeir sem aldrei hafa séð hann á leiksviði. Sá sem segir söguna hverju sinni notar ákveðnar myndir eða vísanir í sinn samtíma þannig að úr verður einhvers konar klippimynd. Nálgunin hjá okkur var að losna undan þessari óraplágu. Við búum í þannig samfélagi að ég sem listamaður get ekki vísað í sameiginlegan menningarheim eins og hægt var að gera fyrir tíu árum. Ég get ekki reitt mig á að öll þjóðin hafi séð sama sjónvarpsþátt eða sömu kvikmynd, það er úr sögunni. Þannig að með sumar tilvísanir getur þú lent í því að níutíu prósent af áhorfendum skilji ekkert hvað þú ert að fara. Við settum því dæmið þannig upp að við skulduðum áhorfendum það að taka ekki eitthvert vegið meðaltal af Hamlet og segja að svona ætti hann að vera heldur tókum þeirri áskorun að rannsaka verkið upp á nýtt. Fórum í grunninn á verkinu, sem er náttúrulega frumtexti Shakespeares og Helga Hálfdanarsonar, og skerptum á meiningunni án þess að fara í lægsta mögulega samnefnarann. Við höfum þann skýra ásetning að áhorfendur komi á sýningu, skilji verkið, finni til með persónunum og taki afstöðu í þeirri baráttu sem þær eiga í sín á milli.“Það hefur vakið töluverða athygli og umræðu að velja Ólaf Darra í hlutverk Hamlets, hvað hefurðu um það að segja?„Það er fyrsti áreksturinn við órana um Hamlet. Það er engin neðanmálslýsing í frumtexta Shakespeares um það hvernig Hamlet lítur út. Ég bara blæs á þessa umræðu. Við getum ekki birt þann heim sem áhorfandinn býst við, það er dautt leikhús. Ef fólk vill fá óra sína um eitthvað ákveðið staðfesta þá ætti það sennilega að gera eitthvað annað en mæta á þessa sýningu. Leikhús á að vera hugvíkkandi og gefa fólki færi á að rannsaka nýjar hliðar á mannlegu eðli.“Jón Páll hefur gert ýmsar ögrandi sýningar með mikilli þjóðfélagsgagnrýni með Mindgroup en einnig leikstýrt klassískum stykkjum eins og Músum og mönnum og nú Hamlet, hvernig fer það saman?„Það er sami ásetningurinn með þessu öllu; að eiga samtal við fólk. Ég er svo heppinn að vera í þeirri stöðu að geta með list minni átt samtal við áhorfendur. Þú vilt væntanlega ekki að sá sem á samtal við þig segi þér alltaf sömu söguna á sama hátt. Ég er ekki leikstjóri sem gerir „svona“ sýningar, með ákveðna fagurfræði og ákveðna aðferðafræði, ég er stöðugt að þróa hana. Í þessari sýningu settum við það skilyrði að skilnings áhorfenda væri krafist og þeir fengju að upplifa þessa frásögn og þetta verk Shakespeares þegar búið er að ýta í burtu því sem hefur fallið á það í aldanna rás. Eftir stendur kjarni verksins, án þess að við sem leikhópur höfum ákveðið það fyrirfram hver sá kjarni er. Við höfum skrælt utan af verkinu og leyft því að birtast sem hefur komið fram við þá skrælingu. Síðan verðum við að leggja það í dóm áhorfandans hver sá kjarni er. Við erum ekkert að segja þeim að verkið sé um þetta eða hitt.“Þú ert menntaður leikari, hvernig lá leiðin í leikstjórnina?„Ég lærði úti í London og lék um tíma hjá leikhúsum hér heima áður en ég fór að leikstýra. En ég hef alltaf haft þörf fyrir að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og hafa áhrif á þær breytingar sem verða á þjóðfélaginu. Var í pólitík þegar ég var yngri, bauð mig fram bæði í bæjarstjórnar- og alþingiskosningum. Við náum ekki árangri nema með samvinnu og samvinna næst ekki nema við tölum saman. Það er mín ástríða að koma á og viðhalda samtalinu.“
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp