Ung, gröð og rík Teitur Guðmundsson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Ég ætla að taka félaga minn Gulla Helga á Bylgjunni á orðinu og fjalla um greddu í þessum pistli. Hann kastaði þessari laglínu fram í fyrirsögn síðasta viðtals, en laglínan er úr laginu „Ung og Rík“ eftir Pjetur Stefánsson. Lagið var býsna vinsælt árið 1985 þegar það kom út. Hægt er að hafa margar skoðanir á bæði texta lagsins og boðskap þess og ég ætla ekki að fara sérstaklega yfir það hér. Þó er ljóst að þegar rætt er um kynlíf, kynfæri og kenndir er þar augljóslega ennþá um ákveðið feimnismál að ræða fyrir flesta, enda líklega það sem við myndum túlka sem hvað mest „prívat“ í okkar lífi og við berum yfirleitt ekki á torg opinberlega. Þetta eru þó allt eðlilegir hlutir í sjálfu sér og mikilvægt að við getum talað um þá án þess að roðna eða blikna, sérstaklega þegar kemur að fræðslu barna okkar og því að leiðbeina án þess að bæla tilfinningar í leiðinni. Kynfræðslu er ábótavant hérlendis, bæði fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref sem og þá sem fullorðnir eru. Við þurfum að bæta okkur þar og víðar reyndar. Það hefur sýnt sig ítrekað undanfarin ár að við eigum mörg neikvæð met hvað kynlíf og kynhegðun snertir. Við byrjum einna yngst, eigum marga bólfélaga, notum smokkinn ekki markvisst og af því leiðir líklega líka að við erum með eina hæstu tíðni ákveðinna kynsjúkdóma í heiminum. Sennilega erum við bara heppin, miðað við hegðun okkar, að sumir kynsjúkdómar séu ekki algengari þrátt fyrir allt. Ef við setjum staðreyndir íslensku þjóðarinnar í samhengi við texta lagsins þá eru Íslendingar sannarlega ein yngsta þjóð í heimi sé horft til aldurssamsetningar. Við virðumst vera graðari, ef taka á mark á fjölda bólfélaga, getinna barna og kynsjúkdómatíðni, og því erum við ein ríkasta þjóð í heimi í nánast öllum samanburði sem okkur getur dottið í hug. Heppin við?!Margar birtingarmyndir Í slangri er orðið gredda oft notað í jákvæðri eða neikvæðri merkingu. Orðið er sennilega náskylt orðinu gráðugur eða græðgi, sem var það sem kom okkur að einhverju leyti í koll fyrir nokkrum árum, ekki satt? Við ofmátum getu okkar og möguleika á að fullnægja öllum þeim sem við sænguðum með, þar með talið erlendum lánadrottnum. Kannski er dramb pínulítið samofið við slettu af minnimáttarkennd í þjóðarsálinni. En að öllu gamni slepptu eru birtingarmyndir greddunnar býsna margar, og fer þar svolítið eftir því hvort kynið um ræðir, og hvaða aldur. Ljóst er að allir hafa þessar kenndir og við stjórnumst að einhverju leyti af hvötum okkar. Hvötin til að stunda kynlíf er sterk og sumir segja að hún sé alltaf í huga okkar, allt frá kynþroska til elliára. Siðferðisleg lögmál samfélags þess sem við lifum í hafa þó yfirhöndina og stýra því hvernig hún birtist. Okkur er kennt að fá útrás þessara hvata, með eða án annarra og vitaskuld með samþykki þeirra, og þá helst ekki mjög opinberlega. Þá er munur á samfélögum manna og dýra. Hugsið ykkur daglegt líf ef enginn myndi bæla og stýra kynhvöt sinni og hömlulaus girnd fengi að ráða för hvar og hvenær sem er, eða samfélag þar sem væri ákveðinn fengitími og þess á milli væri ekki stundað kynlíf. Það er stöðugt verið að skrifa bækur og gera kvikmyndir um slíkan veruleika, eða afbrigði hans, sem sýnir glöggt áhuga okkar á málefninu og viljann til að ganga lengra og lengra. Kynhvötin er notuð miskunnarlaust í auglýsingum, samanber það að auglýsa bíla eða slíkan varning með léttklæddum konum, eða vöðvastælta sveitta karlmenn drekka gos bera að ofan, að ekki sé minnst á tónlistarmyndböndin. Allt er þetta gert til að ýta undir hinar kynferðislegu hvatir, því þær eru svo sterkar að við látum plata okkur til neyslu. Sagði Gordon Gekko ekki „græðgi er góð!“, en spilaði svo rækilega rassinn úr buxunum? Með sama hætti má segja að gredda sé góð og eðlileg, svo lengi sem við njótum hennar og hún er ekki misnotuð í markaðslegu eða öðru tilliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég ætla að taka félaga minn Gulla Helga á Bylgjunni á orðinu og fjalla um greddu í þessum pistli. Hann kastaði þessari laglínu fram í fyrirsögn síðasta viðtals, en laglínan er úr laginu „Ung og Rík“ eftir Pjetur Stefánsson. Lagið var býsna vinsælt árið 1985 þegar það kom út. Hægt er að hafa margar skoðanir á bæði texta lagsins og boðskap þess og ég ætla ekki að fara sérstaklega yfir það hér. Þó er ljóst að þegar rætt er um kynlíf, kynfæri og kenndir er þar augljóslega ennþá um ákveðið feimnismál að ræða fyrir flesta, enda líklega það sem við myndum túlka sem hvað mest „prívat“ í okkar lífi og við berum yfirleitt ekki á torg opinberlega. Þetta eru þó allt eðlilegir hlutir í sjálfu sér og mikilvægt að við getum talað um þá án þess að roðna eða blikna, sérstaklega þegar kemur að fræðslu barna okkar og því að leiðbeina án þess að bæla tilfinningar í leiðinni. Kynfræðslu er ábótavant hérlendis, bæði fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref sem og þá sem fullorðnir eru. Við þurfum að bæta okkur þar og víðar reyndar. Það hefur sýnt sig ítrekað undanfarin ár að við eigum mörg neikvæð met hvað kynlíf og kynhegðun snertir. Við byrjum einna yngst, eigum marga bólfélaga, notum smokkinn ekki markvisst og af því leiðir líklega líka að við erum með eina hæstu tíðni ákveðinna kynsjúkdóma í heiminum. Sennilega erum við bara heppin, miðað við hegðun okkar, að sumir kynsjúkdómar séu ekki algengari þrátt fyrir allt. Ef við setjum staðreyndir íslensku þjóðarinnar í samhengi við texta lagsins þá eru Íslendingar sannarlega ein yngsta þjóð í heimi sé horft til aldurssamsetningar. Við virðumst vera graðari, ef taka á mark á fjölda bólfélaga, getinna barna og kynsjúkdómatíðni, og því erum við ein ríkasta þjóð í heimi í nánast öllum samanburði sem okkur getur dottið í hug. Heppin við?!Margar birtingarmyndir Í slangri er orðið gredda oft notað í jákvæðri eða neikvæðri merkingu. Orðið er sennilega náskylt orðinu gráðugur eða græðgi, sem var það sem kom okkur að einhverju leyti í koll fyrir nokkrum árum, ekki satt? Við ofmátum getu okkar og möguleika á að fullnægja öllum þeim sem við sænguðum með, þar með talið erlendum lánadrottnum. Kannski er dramb pínulítið samofið við slettu af minnimáttarkennd í þjóðarsálinni. En að öllu gamni slepptu eru birtingarmyndir greddunnar býsna margar, og fer þar svolítið eftir því hvort kynið um ræðir, og hvaða aldur. Ljóst er að allir hafa þessar kenndir og við stjórnumst að einhverju leyti af hvötum okkar. Hvötin til að stunda kynlíf er sterk og sumir segja að hún sé alltaf í huga okkar, allt frá kynþroska til elliára. Siðferðisleg lögmál samfélags þess sem við lifum í hafa þó yfirhöndina og stýra því hvernig hún birtist. Okkur er kennt að fá útrás þessara hvata, með eða án annarra og vitaskuld með samþykki þeirra, og þá helst ekki mjög opinberlega. Þá er munur á samfélögum manna og dýra. Hugsið ykkur daglegt líf ef enginn myndi bæla og stýra kynhvöt sinni og hömlulaus girnd fengi að ráða för hvar og hvenær sem er, eða samfélag þar sem væri ákveðinn fengitími og þess á milli væri ekki stundað kynlíf. Það er stöðugt verið að skrifa bækur og gera kvikmyndir um slíkan veruleika, eða afbrigði hans, sem sýnir glöggt áhuga okkar á málefninu og viljann til að ganga lengra og lengra. Kynhvötin er notuð miskunnarlaust í auglýsingum, samanber það að auglýsa bíla eða slíkan varning með léttklæddum konum, eða vöðvastælta sveitta karlmenn drekka gos bera að ofan, að ekki sé minnst á tónlistarmyndböndin. Allt er þetta gert til að ýta undir hinar kynferðislegu hvatir, því þær eru svo sterkar að við látum plata okkur til neyslu. Sagði Gordon Gekko ekki „græðgi er góð!“, en spilaði svo rækilega rassinn úr buxunum? Með sama hætti má segja að gredda sé góð og eðlileg, svo lengi sem við njótum hennar og hún er ekki misnotuð í markaðslegu eða öðru tilliti.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun