Átta á hausinn á korteri við Gullfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. janúar 2014 09:00 Ferðamenn standa naumlega í fæturnar við Gullfoss nái þeir þangað klakklaust í hálkunni á annað borð. Mynd/JónKBS „Ég er að biðla til allra aðila að setjast niður og finna lausnir,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, sem kveður ferðafólki stafa mikil hætta af hálku og ófærð á svæðinu. Ásborg bendir á að ferðafólki hérlendis hafa fjölgað um 40 prósent í desember miðað við í desember 2012. Flestir skoði þeir Þingvelli og Gullfoss og Geysi. Sumir séu í rútum en margir á bílaleigubílum, jafnvel alls óvanir að aka í snjó og hálku.Ekki mokað alla daga „Við höfum verulegar áhyggjur af bæði hálku á vegum og fyrir gangandi fólk og ekki síður snjómokstri. Hér er aðeins mokað fimm daga vikunnar en laugardagar og þriðjudagar eru ekki mokstursdagar,“ segir Ásborg sem sent hefur sveitarstjórnarfólki í Bláskógabyggð ákall. „Mannslíf og heilsa eru í húfi,“ skrifar hún í bréfinu sem tekið var fyrir í sveitarstjórn fyrir helgi. „Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aðstæðum sem nú hafa skapast þar sem mikil hálka er viðvarandi sem skapar mikla hættu fyrir ferðamenn,“ segir sveitarstjórnin sem kveður Drífu Kristjánsdóttur oddvita hafa fundað með Umhverfisstofnun um ástand göngustíga við Gullfoss og að Vegagerðin hafi fundað með oddvitanum, sveitarstjóranum og ferðamálafulltrúanum um öryggi ferðamanna.Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu.Mynd/JónKBSEkki benda hver á annan „Aðalatriðið er að menn ræði málin af alvöru og finni lausnir og framkvæmi í framhaldi af því,“ segir Ásborg við Fréttablaðið. Allir sýni málinu skilning en enginn segist hafa fjármagn. „Við megum ekki kveina og benda hver á annan heldur verðum við að finna saman lausnir og gera,“ undirstrikar hún. Í bréfi sínu til Bláaskógabyggðar vitnar Ásborg til ummæla af netinu. Þótt þau sé ekki alltaf málefnaleg þurfi að taka á þeim mark. „Taldi átta manns sem runnu á hausinn og einn sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur,“ segir í einum slíkum ummælum. Í Fréttablaðinu fyrir viku var haft eftir Gunnari Inga Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Sterna Travel, að fimm erlendir ferðamenn hefðu beinbrotnað í hálku frá því í byrjun desember. Einhver þyrfti að bera ábyrgð á að þessi mál væru í lagi.Ummæli af netinu„Ég fór gullhring 30. og 31.12.2013 og var frekar hissa á því að engar hálkuvarnir voru á ís sem þakti alla gangstíga og bílastæðin við Gullfoss. Taldi átta manns sem runnu á hausinn ásamt einum sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur.“„Ég veit til að mynda um einn mann sem lærbrotnaði í dag eftir að hafa runnið til á svellinu. Það er gjörsamlega fáránlegt að verið sé hvetja fólk til að koma á þessa staði en á sama tíma lítið sem ekkert gert fyrir það. Það hefur ekki verið saltað né komið fyrir sand á svellinu við Gullfoss og hefur fólk verið í miklum vandræðum með að fóta sig.“ Veður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Sjá meira
„Ég er að biðla til allra aðila að setjast niður og finna lausnir,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, sem kveður ferðafólki stafa mikil hætta af hálku og ófærð á svæðinu. Ásborg bendir á að ferðafólki hérlendis hafa fjölgað um 40 prósent í desember miðað við í desember 2012. Flestir skoði þeir Þingvelli og Gullfoss og Geysi. Sumir séu í rútum en margir á bílaleigubílum, jafnvel alls óvanir að aka í snjó og hálku.Ekki mokað alla daga „Við höfum verulegar áhyggjur af bæði hálku á vegum og fyrir gangandi fólk og ekki síður snjómokstri. Hér er aðeins mokað fimm daga vikunnar en laugardagar og þriðjudagar eru ekki mokstursdagar,“ segir Ásborg sem sent hefur sveitarstjórnarfólki í Bláskógabyggð ákall. „Mannslíf og heilsa eru í húfi,“ skrifar hún í bréfinu sem tekið var fyrir í sveitarstjórn fyrir helgi. „Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aðstæðum sem nú hafa skapast þar sem mikil hálka er viðvarandi sem skapar mikla hættu fyrir ferðamenn,“ segir sveitarstjórnin sem kveður Drífu Kristjánsdóttur oddvita hafa fundað með Umhverfisstofnun um ástand göngustíga við Gullfoss og að Vegagerðin hafi fundað með oddvitanum, sveitarstjóranum og ferðamálafulltrúanum um öryggi ferðamanna.Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu.Mynd/JónKBSEkki benda hver á annan „Aðalatriðið er að menn ræði málin af alvöru og finni lausnir og framkvæmi í framhaldi af því,“ segir Ásborg við Fréttablaðið. Allir sýni málinu skilning en enginn segist hafa fjármagn. „Við megum ekki kveina og benda hver á annan heldur verðum við að finna saman lausnir og gera,“ undirstrikar hún. Í bréfi sínu til Bláaskógabyggðar vitnar Ásborg til ummæla af netinu. Þótt þau sé ekki alltaf málefnaleg þurfi að taka á þeim mark. „Taldi átta manns sem runnu á hausinn og einn sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur,“ segir í einum slíkum ummælum. Í Fréttablaðinu fyrir viku var haft eftir Gunnari Inga Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Sterna Travel, að fimm erlendir ferðamenn hefðu beinbrotnað í hálku frá því í byrjun desember. Einhver þyrfti að bera ábyrgð á að þessi mál væru í lagi.Ummæli af netinu„Ég fór gullhring 30. og 31.12.2013 og var frekar hissa á því að engar hálkuvarnir voru á ís sem þakti alla gangstíga og bílastæðin við Gullfoss. Taldi átta manns sem runnu á hausinn ásamt einum sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur.“„Ég veit til að mynda um einn mann sem lærbrotnaði í dag eftir að hafa runnið til á svellinu. Það er gjörsamlega fáránlegt að verið sé hvetja fólk til að koma á þessa staði en á sama tíma lítið sem ekkert gert fyrir það. Það hefur ekki verið saltað né komið fyrir sand á svellinu við Gullfoss og hefur fólk verið í miklum vandræðum með að fóta sig.“
Veður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Sjá meira