Samstarf við íslenska hönnuði Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. janúar 2014 11:00 Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir stofnuðu Textílprentun Íslands síðastliðið haust. fréttablaðið/gva Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir standa á bak við Textílprentun Íslands. Þær settu fyrirtækið á laggirnar síðastliðið haust en eru þegar komnar í samstarf við nokkra aðila, enda vantaði þennan prentmöguleika sárlega á markaðinn hér á landi að þeirra sögn. „Það vantaði sérstaklega stafræna prentun á náttúruleg efni, en við eigum í kringum 18 tegundir af efnum; silki, bómullarefni, bómullarjersey og ullarefni,“ segir Margrét. „Við höfum haft nóg að gera síðan við opnuðum en við byrjuðum að prenta að einhverju ráði í október á síðasta ári. Við erum nú komnar í samstarf, meðal annars við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og Aurum. Kenndur verður sérstakur kúrs í Myndlistaskólanum, samstarf nemenda og iðnaðarins, og verður afraksturinn kynntur í Aurum Bankastræti á HönnunarMars 2014."Rétt fyrir jólin hófst einnig samstarf Textílprentunar Íslands við Spark Design Space. Hugmyndin er að prenta efni samhliða sýningunum sem settar verða upp í Spark með munstrum eftir listamennina. Fyrsta efnið er munstur eftir Sigga Eggerts. Efnin verða svo seld í metravís í Spark og er verkefnið styrkt af Hönnunarsjóði Auroru. Þær Guðrún og Margrét þróuðu hugmyndina að fyrirtækinu á námskeiðinu Brautargengi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands enda sáu þær mikla möguleika fyrir þessa þjónustu hér á landi. „Fyrir minni framleiðslu eins og prótótýpugerð í fatahönnunargeiranum er frábært fyrir íslenska fatahönnuði að geta sótt þjónustuna innanlands. Bæði tekur það styttri tíma að fá prufurnar og eins getur hönnuðurinn tekið þátt í ferlinu og þarf ekki að senda út í óvissuna og bíða svo eftir póstinum,“ segir Margrét.Textílprentun Íslands og Harpa Einars fatahönnuður klæddu Agnesi Björt Andradóttur, söngkonu í hljómsveitinni Sykur, á Airwaves 2013. mynd/textílprentun íslandsmynd/floriantrykowski.com„Fatahönnuðir hafa mikið heimsótt okkur eftir að við byrjuðum og fengið hjá okkur prufur og eins textílhönnuðir sem eru að vinna tísku- og heimilisvörur. Við unnum til dæmis með Hörpu Einars fatahönnuði og klæddum Agnesi, söngkonu í Sykri, á Airwaves 2013. Það er ýmislegt spennandi að gerast.“ Er von á eigin textíllínu frá Textílprentun Íslands? „Það er vel mögulegt þegar fram líða stundir.“ Nánar má forvitnast um Textílprentun Íslands á facebook HönnunarMars Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Sjá meira
Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir standa á bak við Textílprentun Íslands. Þær settu fyrirtækið á laggirnar síðastliðið haust en eru þegar komnar í samstarf við nokkra aðila, enda vantaði þennan prentmöguleika sárlega á markaðinn hér á landi að þeirra sögn. „Það vantaði sérstaklega stafræna prentun á náttúruleg efni, en við eigum í kringum 18 tegundir af efnum; silki, bómullarefni, bómullarjersey og ullarefni,“ segir Margrét. „Við höfum haft nóg að gera síðan við opnuðum en við byrjuðum að prenta að einhverju ráði í október á síðasta ári. Við erum nú komnar í samstarf, meðal annars við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og Aurum. Kenndur verður sérstakur kúrs í Myndlistaskólanum, samstarf nemenda og iðnaðarins, og verður afraksturinn kynntur í Aurum Bankastræti á HönnunarMars 2014."Rétt fyrir jólin hófst einnig samstarf Textílprentunar Íslands við Spark Design Space. Hugmyndin er að prenta efni samhliða sýningunum sem settar verða upp í Spark með munstrum eftir listamennina. Fyrsta efnið er munstur eftir Sigga Eggerts. Efnin verða svo seld í metravís í Spark og er verkefnið styrkt af Hönnunarsjóði Auroru. Þær Guðrún og Margrét þróuðu hugmyndina að fyrirtækinu á námskeiðinu Brautargengi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands enda sáu þær mikla möguleika fyrir þessa þjónustu hér á landi. „Fyrir minni framleiðslu eins og prótótýpugerð í fatahönnunargeiranum er frábært fyrir íslenska fatahönnuði að geta sótt þjónustuna innanlands. Bæði tekur það styttri tíma að fá prufurnar og eins getur hönnuðurinn tekið þátt í ferlinu og þarf ekki að senda út í óvissuna og bíða svo eftir póstinum,“ segir Margrét.Textílprentun Íslands og Harpa Einars fatahönnuður klæddu Agnesi Björt Andradóttur, söngkonu í hljómsveitinni Sykur, á Airwaves 2013. mynd/textílprentun íslandsmynd/floriantrykowski.com„Fatahönnuðir hafa mikið heimsótt okkur eftir að við byrjuðum og fengið hjá okkur prufur og eins textílhönnuðir sem eru að vinna tísku- og heimilisvörur. Við unnum til dæmis með Hörpu Einars fatahönnuði og klæddum Agnesi, söngkonu í Sykri, á Airwaves 2013. Það er ýmislegt spennandi að gerast.“ Er von á eigin textíllínu frá Textílprentun Íslands? „Það er vel mögulegt þegar fram líða stundir.“ Nánar má forvitnast um Textílprentun Íslands á facebook
HönnunarMars Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Sjá meira