Er mannlífið slysagildra? Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 14:00 Þær Steinunn og Hlín skapa dularfullan heim í Útvarpsleikhúsinu á morgun. „Þetta er saga um mann sem óverðskuldað fer illa út úr skilnaði. Hann er örvæntingarfullur og sýn hans á lífið er orðin svo dökk að honum finnst mannlífið vera ein samfelld slysagildra,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um efni leikritsins Slysagildran, sem Útvarpsleikhúsið flytur á morgun klukkan 13. Síðan kemur aðeins lengri útgáfa: „Ungi maðurinn kemur að torkennilegum stað. Þar er dyravörðurinn Petra sem reynir að ráðskast með hann og gera upp gamlar syndir, segir hann meðal annars hafa yfirgefið börnin sín. Hann bregst ókvæða við því hans hlið á málinu er sú að konan hans fyrrverandi hafi gert honum ókleift að umgangast börnin.“ Steinunn kveðst ekki hafa séð það fyrir að rétt fyrir flutning leikritsins í útvarpi kæmi fram sönn frétt í fjölmiðlum um að margir feður á Íslandi byggju í iðnaðarhúsnæði og gætu ekki hitt börnin sín. „Ég þekki engin persónuleg dæmi um þetta en það er auðvelt að ímynda sér að fólk geti farið illa út úr skilnaði. Samt verður að halda því til haga að leikritið er sambland af raunsæi þar sem talað er um tilfinningar, ástand og aðstæður og undarlegri tilveru, þannig að það liggur á vissum mörkum.“ Með aðalhlutverk í Slysagildrunni fara Ólafur Sveinn Gunnarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Mér finnst það tíðindi að Steinunn Ólína skyldi láta hafa sig í þetta verkefni því hún er hætt að leika fyrir áratug. Þarna leikur hún skrítna persónu sem er kannski ekki að öllu leyti mennsk en henni tekst að laða fram bæði hörku skrifræðisins og mannlega hlýju með röddinni einni,“ segir Steinunn. Verkið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og frumgerð þess var leiklesin af sömu flytjendum á síðustu Listahátíð. Menning Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er saga um mann sem óverðskuldað fer illa út úr skilnaði. Hann er örvæntingarfullur og sýn hans á lífið er orðin svo dökk að honum finnst mannlífið vera ein samfelld slysagildra,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um efni leikritsins Slysagildran, sem Útvarpsleikhúsið flytur á morgun klukkan 13. Síðan kemur aðeins lengri útgáfa: „Ungi maðurinn kemur að torkennilegum stað. Þar er dyravörðurinn Petra sem reynir að ráðskast með hann og gera upp gamlar syndir, segir hann meðal annars hafa yfirgefið börnin sín. Hann bregst ókvæða við því hans hlið á málinu er sú að konan hans fyrrverandi hafi gert honum ókleift að umgangast börnin.“ Steinunn kveðst ekki hafa séð það fyrir að rétt fyrir flutning leikritsins í útvarpi kæmi fram sönn frétt í fjölmiðlum um að margir feður á Íslandi byggju í iðnaðarhúsnæði og gætu ekki hitt börnin sín. „Ég þekki engin persónuleg dæmi um þetta en það er auðvelt að ímynda sér að fólk geti farið illa út úr skilnaði. Samt verður að halda því til haga að leikritið er sambland af raunsæi þar sem talað er um tilfinningar, ástand og aðstæður og undarlegri tilveru, þannig að það liggur á vissum mörkum.“ Með aðalhlutverk í Slysagildrunni fara Ólafur Sveinn Gunnarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Mér finnst það tíðindi að Steinunn Ólína skyldi láta hafa sig í þetta verkefni því hún er hætt að leika fyrir áratug. Þarna leikur hún skrítna persónu sem er kannski ekki að öllu leyti mennsk en henni tekst að laða fram bæði hörku skrifræðisins og mannlega hlýju með röddinni einni,“ segir Steinunn. Verkið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og frumgerð þess var leiklesin af sömu flytjendum á síðustu Listahátíð.
Menning Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira