Bubba barst hótunarbréf Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 09:00 Bubbi fékk ónot þegar honum barst bréfið. Vísir/Andri Marinó „Ég er alls ekkert fúll yfir þessu en ég fékk smá ónot þegar ég fékk bréfið. Þá velti ég fyrir mér hvort þessi kona ætlaði að láta bloggherinn ræna af mér ærunni,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann er einn fjögurra dómara í hæfileikaþáttunum Ísland Got Talent sem fer í loftið á Stöð 2 seinna í mánuðinum. Bubba barst miður skemmtilegt bréf á dögunum frá keppanda sem var ósáttur við það að komast ekki áfram í þáttunum. „Málið var það að kona, sem ég vil ekki nafngreina, söng lag eftir Bob Dylan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Hún komst ekki áfram og skrifaði mér bréf sem var uppfullt af gríðarlegum vonbrigðum. Hún kallaði mig hrokagikk og sjálfhverfan og ég veit ekki hvað og hvað. Hún sagði að hún hefði einu sinni haft álit á mér en nú væri það farið út um gluggann. Þetta bréf var gríðarlega langt og hún sagðist hafa sungið þetta lag í tuttugu ár og aldrei nokkurn tímann fengið höfnun á flutninginn,“ segir Bubbi „Það eina sem ég sagði við hana þegar hún lauk flutningi sínum, ef ég man rétt, var: Nei, þetta er ekki fyrir mig. Hún hótaði að birta bréfið í fjölmiðlum og á heimasíðu sinni. Í einu orði sagt geta vonbrigði, höfnun og reiði fólks orðið svo rosaleg að það blindar það,“ bætir Bubbi við. Hann ber engan kala til þessarar konu. „Ég skrifaði henni til baka og hvatti hana til að syngja áfram en að ég stæði við það að mér þætti hún ekki nógu góð. Mig minnir að ég hafi lokið svari mínu á orðunum ást og friður. Málið var samt sem áður að þetta var ósmekklegt bréf en ég fyrirgaf henni því ég vissi að þetta var skrifað í hita leiksins.“ Bubbi er ekki ókunnugur hæfileikakeppnum á borð við Ísland Got Talent því hann var einnig dómari í Idol-Stjörnuleit í denn. „Þetta er ekkert einsdæmi í svona þáttum. Í Idolinu hringdi fólk í mig, sérstaklega þegar það var komið í glas og hafði kjarkinn. Maður getur alltaf búist við því að keppendur missi sig í brjálæði og maður verður bara að taka því,“ segir Bubbi. Hann segist alls ekki vera illkvittinn dómari. „Ég er harður en sanngjarn.“ Ísland Got Talent Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
„Ég er alls ekkert fúll yfir þessu en ég fékk smá ónot þegar ég fékk bréfið. Þá velti ég fyrir mér hvort þessi kona ætlaði að láta bloggherinn ræna af mér ærunni,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann er einn fjögurra dómara í hæfileikaþáttunum Ísland Got Talent sem fer í loftið á Stöð 2 seinna í mánuðinum. Bubba barst miður skemmtilegt bréf á dögunum frá keppanda sem var ósáttur við það að komast ekki áfram í þáttunum. „Málið var það að kona, sem ég vil ekki nafngreina, söng lag eftir Bob Dylan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Hún komst ekki áfram og skrifaði mér bréf sem var uppfullt af gríðarlegum vonbrigðum. Hún kallaði mig hrokagikk og sjálfhverfan og ég veit ekki hvað og hvað. Hún sagði að hún hefði einu sinni haft álit á mér en nú væri það farið út um gluggann. Þetta bréf var gríðarlega langt og hún sagðist hafa sungið þetta lag í tuttugu ár og aldrei nokkurn tímann fengið höfnun á flutninginn,“ segir Bubbi „Það eina sem ég sagði við hana þegar hún lauk flutningi sínum, ef ég man rétt, var: Nei, þetta er ekki fyrir mig. Hún hótaði að birta bréfið í fjölmiðlum og á heimasíðu sinni. Í einu orði sagt geta vonbrigði, höfnun og reiði fólks orðið svo rosaleg að það blindar það,“ bætir Bubbi við. Hann ber engan kala til þessarar konu. „Ég skrifaði henni til baka og hvatti hana til að syngja áfram en að ég stæði við það að mér þætti hún ekki nógu góð. Mig minnir að ég hafi lokið svari mínu á orðunum ást og friður. Málið var samt sem áður að þetta var ósmekklegt bréf en ég fyrirgaf henni því ég vissi að þetta var skrifað í hita leiksins.“ Bubbi er ekki ókunnugur hæfileikakeppnum á borð við Ísland Got Talent því hann var einnig dómari í Idol-Stjörnuleit í denn. „Þetta er ekkert einsdæmi í svona þáttum. Í Idolinu hringdi fólk í mig, sérstaklega þegar það var komið í glas og hafði kjarkinn. Maður getur alltaf búist við því að keppendur missi sig í brjálæði og maður verður bara að taka því,“ segir Bubbi. Hann segist alls ekki vera illkvittinn dómari. „Ég er harður en sanngjarn.“
Ísland Got Talent Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira