Kunnáttan kom frá Danmörku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Guðjón ætlar að miðla fróðleik um þá sögu sem rakin er í tveimur bindum um Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Ég ætla að taka fyrir tvö atriði sem segja má að séu nýjungar í söguskoðun,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um erindi sitt á fræðslufundi Minja og sögu klukkan 17 á morgun þar sem hann fjallar um tilurð og efni bókanna Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, eftir hann og Jón Þ. Þór sagnfræðing. Dönsku kaupmennirnir og einokunarverslunin verður fyrra umræðuefni Guðjóns. Hann segir ítök hollenskra og þýskra kaupmanna hafa verið mun meiri hér en áður hafi fram komið. „Danakonungur var svo háður lánardrottnum, sérstaklega í Amsterdam og Hamborg, útaf alls konar stríðsrekstri, að hann neyddist til að láta þá hafa meiri ítök í Íslandsversluninni en hann hefði kosið. Oft voru því dönsku kaupmennirnir hér bara leppar hollenskra og þýskra aðila, sérstaklega á það við um 17. öldina þegar þessi Íslandsverslun stóð með hvað mestum blóma,“ segir hann. Hann segir til dæmis markaðinn fyrir íslenska skreið, sem var aðalútflutningsvara Íslendinga, hafa verið mestan í Hamborg. „Þar var skreiðinni skipað upp og þaðan var hún flutt suður í Evrópu,“ upplýsir hann. Guðjón segir ýmsa hópa Íslendinga hafa verið í Kaupmannahöfn fyrr á öldum, umfram þá stúdenta sem alltaf er talað um, til dæmis konur sem fóru þangað til að mennta sig í ýmsum greinum og einnig handverksmenn við nám og störf. „Við vitum um Hallgrím Pétursson sem fór til Danmerkur að læra járnsmíði en þeir voru miklu, miklu fleiri. Í rauninni kemur öll handverkskunnátta okkar frá Danmörku, trésmíði og allt mögulegt,“ segir hann. „Ég leitaði heimilda um iðnaðarmenn sem fóru ýmist í framhaldsnám í Danmörku eða lærðu þar alveg frá upphafi og fann 270 trésmiði á tímabilinu frá 1814 til 1918. Þeir eru örugglega ekki nærri allir upp taldir. Þannig að öll þessi danskættuðu gömlu timburhús hér byggjast á handverki sem er lært í Danmörku.“Að loknum fyrirlestrinum í Þjóðminjasafninu mun Guðjón svara fyrirspurnum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég ætla að taka fyrir tvö atriði sem segja má að séu nýjungar í söguskoðun,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um erindi sitt á fræðslufundi Minja og sögu klukkan 17 á morgun þar sem hann fjallar um tilurð og efni bókanna Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, eftir hann og Jón Þ. Þór sagnfræðing. Dönsku kaupmennirnir og einokunarverslunin verður fyrra umræðuefni Guðjóns. Hann segir ítök hollenskra og þýskra kaupmanna hafa verið mun meiri hér en áður hafi fram komið. „Danakonungur var svo háður lánardrottnum, sérstaklega í Amsterdam og Hamborg, útaf alls konar stríðsrekstri, að hann neyddist til að láta þá hafa meiri ítök í Íslandsversluninni en hann hefði kosið. Oft voru því dönsku kaupmennirnir hér bara leppar hollenskra og þýskra aðila, sérstaklega á það við um 17. öldina þegar þessi Íslandsverslun stóð með hvað mestum blóma,“ segir hann. Hann segir til dæmis markaðinn fyrir íslenska skreið, sem var aðalútflutningsvara Íslendinga, hafa verið mestan í Hamborg. „Þar var skreiðinni skipað upp og þaðan var hún flutt suður í Evrópu,“ upplýsir hann. Guðjón segir ýmsa hópa Íslendinga hafa verið í Kaupmannahöfn fyrr á öldum, umfram þá stúdenta sem alltaf er talað um, til dæmis konur sem fóru þangað til að mennta sig í ýmsum greinum og einnig handverksmenn við nám og störf. „Við vitum um Hallgrím Pétursson sem fór til Danmerkur að læra járnsmíði en þeir voru miklu, miklu fleiri. Í rauninni kemur öll handverkskunnátta okkar frá Danmörku, trésmíði og allt mögulegt,“ segir hann. „Ég leitaði heimilda um iðnaðarmenn sem fóru ýmist í framhaldsnám í Danmörku eða lærðu þar alveg frá upphafi og fann 270 trésmiði á tímabilinu frá 1814 til 1918. Þeir eru örugglega ekki nærri allir upp taldir. Þannig að öll þessi danskættuðu gömlu timburhús hér byggjast á handverki sem er lært í Danmörku.“Að loknum fyrirlestrinum í Þjóðminjasafninu mun Guðjón svara fyrirspurnum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira