Nálgast Mozart sem vin Ugla Egilsdóttir skrifar 25. janúar 2014 11:00 Domenico Codispoti hefur komið margoft til Íslands. Mynd/Gettyimages Ítalski píanistinn Domenico Codispoti spilar á minningartónleikum í tilefni af afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart á Kjarvalsstöðum á mánudaginn klukkan 18, ásamt strengjakvartett. „Ég reyni að nálgast verk Mozarts eins og hann sé vinur minn,“ segir Domenico. „Oft er sagt að aðeins börn og gamalmenni geti spilað lög eftir Mozart og ég er hvorugt,“ segir hann. „Ég er mitt á milli.“ Domenico segist reyna að draga fram það vinalega í tónlist Mozarts í sinni túlkun, sem hann vill meina að sé eins konar millivegur á milli þungans sem einkenndi síðustu tónverk Mozarts og léttleikans í tónlistinni sem Mozart samdi snemma á ferlinum. „Þannig upplifi ég tónlist hans um þessar mundir, sem vinalega,“ segir Domenico. Spilaðir verða tveir píanókonsertar eftir Mozart á tónleikunum, kv-414 og 415. „Mozart samdi þessa konserta snemma á ferlinum og þeir einkennast af léttleika og galsa,“ segir Domenico. „Undantekningin á því eru miðjukaflarnir.“ Þetta er sjöunda eða áttunda heimsókn Domenico til Íslands. „Ég vonast til að sjá norðurljósin í þetta skiptið, en ég veit ekki hvort heppnin verður með mér,“ segir hann. Eftir Íslandsheimsóknina flýgur Domenico heim til Rómar. „Þaðan held ég rakleiðis í heimabæinn minn til að hitta systur mína. Hún var að eignast barn og verður í vikuheimsókn á Ítalíu, en hún býr í Burkina Faso. Þið losnið samt ekki við mig svo auðveldlega,“ segir Domenico. „Ég kem aftur til Íslands í lok júlí til að spila á Reykholtshátíðinni. Það verður í fyrsta sinn sem ég kem yfir sumartímann.“ Með Domenico á Kjarvalsstöðum spila Laufey Sigurðardóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir á strengjahljóðfæri. Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Ítalski píanistinn Domenico Codispoti spilar á minningartónleikum í tilefni af afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart á Kjarvalsstöðum á mánudaginn klukkan 18, ásamt strengjakvartett. „Ég reyni að nálgast verk Mozarts eins og hann sé vinur minn,“ segir Domenico. „Oft er sagt að aðeins börn og gamalmenni geti spilað lög eftir Mozart og ég er hvorugt,“ segir hann. „Ég er mitt á milli.“ Domenico segist reyna að draga fram það vinalega í tónlist Mozarts í sinni túlkun, sem hann vill meina að sé eins konar millivegur á milli þungans sem einkenndi síðustu tónverk Mozarts og léttleikans í tónlistinni sem Mozart samdi snemma á ferlinum. „Þannig upplifi ég tónlist hans um þessar mundir, sem vinalega,“ segir Domenico. Spilaðir verða tveir píanókonsertar eftir Mozart á tónleikunum, kv-414 og 415. „Mozart samdi þessa konserta snemma á ferlinum og þeir einkennast af léttleika og galsa,“ segir Domenico. „Undantekningin á því eru miðjukaflarnir.“ Þetta er sjöunda eða áttunda heimsókn Domenico til Íslands. „Ég vonast til að sjá norðurljósin í þetta skiptið, en ég veit ekki hvort heppnin verður með mér,“ segir hann. Eftir Íslandsheimsóknina flýgur Domenico heim til Rómar. „Þaðan held ég rakleiðis í heimabæinn minn til að hitta systur mína. Hún var að eignast barn og verður í vikuheimsókn á Ítalíu, en hún býr í Burkina Faso. Þið losnið samt ekki við mig svo auðveldlega,“ segir Domenico. „Ég kem aftur til Íslands í lok júlí til að spila á Reykholtshátíðinni. Það verður í fyrsta sinn sem ég kem yfir sumartímann.“ Með Domenico á Kjarvalsstöðum spila Laufey Sigurðardóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir á strengjahljóðfæri.
Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira