Börnin breyttu öllu á núll einni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2014 08:30 "Núna skrollar maður niður Facebook, sér barnamynd og smellir læk-i á hana. Það liggur við að það sé hjá fólki sem maður þekkir ekki neitt,“ segir Jón um breytinguna sem varð þegar drengurinn hans fæddist. Fréttablaðið/Vilhelm Bræðurnir Jón Ragnar og Friðrik Dór Jónssynir eru afar samrýndir. Þeir gengu saman menntaveginn í Setbergsskóla í Hafnarfirði og Verzlunarskóla Íslands, hafa báðir gert garðinn frægan í músík, eru báðir komnir í sjónvarpið og urðu feður í fyrsta sinn með stuttu millibili á síðasta ári þegar þeir eignuðust stelpu og strák. Þeir reyna báðir að eyða eins miklum tíma með fjölskyldunni og þeir geta. „Ég er fæddur 1985 en Friðrik 1988 þannig að við náðum einu ári saman í Verzlunarskólanum. Fyrir það gengum við í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Við bjuggum um það bil 150 metrum frá innganginum þar sem unglingadeildin var og gátum næstum því vaknað við bjölluna þegar hún hringdi klukkan átta og farið í skólann,“ segir Jón. Aðspurður hvort hann hafi verið þessi típíski eldri bróðir og verndað Friðrik segja þeir bræður það að hluta til hafa verið raunin.„Ég peppa hann alltaf áfram,“ segir Jón og Friðrik tekur í sama streng. „Í grunnskóla höfðum við mest lítil samskipti í skólanum. Það voru reyndar seldir snúðar í mötuneytinu í unglingadeildinni og stundum voru systkini mín búin að kaupa handa mér snúð. Það var það helsta.“ Þeir bræður eiga tvær systur, þær Hönnu Borg og Maríu Mjöll, en sú fyrrnefnda er tvíburasystir Jóns.„Við vorum alin upp með það mottó að við værum öll saman í liði. Ég man þegar ég var á Laugarvatni að horfa á Friðrik keppa í sjötta flokki á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þá sagði pabbi við mig: „Jón, farðu að hvetja bróður þinn áfram.“ Sú setning er dæmigerð fyrir uppeldið sem við fengum. Ég plantaði mér á hliðarlínunni og öskraði: „Áfram Friðrik! Koma svo!“ Sú minning lifir af því að það er auðvitað mikilvægt að standa saman,“ segir Jón með bros á vör. „Já, þegar Jón keppti á Íslandsmótinu á Laugarvatni samdi hann sitt fyrsta lag sem var stuðningslag fyrir FH sem þá lék í búningum frá Adidas með auglýsingu frá Íslandsbanka. Textinn var einfaldur: „Adidas, Íslandsbanki, svartur, hvítur, FH!“ segir Friðrik og þeir bræður raula lagið eins og það hefði gerst í gær.„Það er gaman að segja frá því að þetta lag náði ágætis flugi á þessum árum á meðan við spiluðum í þessum búningum. Hin liðin sömdu meira að segja eins lög sem var mjög fyndið. Ég var rosalega stoltur,“ segir Jón um þessi fyrstu skref sín í tónlistarbransanum. „Já, ég gortaði mig af því að Jón bróðir hefði samið þetta lag en ég held að það sé að mestu horfið núna,“ segir Friðrik og Jón bætir við: „Já, það eru komnar svo margar auglýsingar á búningana núna. Lagið yrði ansi langt.“Stóri bróðir vildi Versló Bræðurnir hafa fylgst að alla tíð. Báðir gengu þeir í Setbergsskóla og síðar í Verzlunarskóla Íslands. Þeir æfðu báðir knattspyrnu með FH, sem Jón gerir enn og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2012. Þá hafa þeir báðir fagnað mikilli velgengni í músíkbransanum og eru báðir komnir í sjónvarpið, Friðrik með þáttinn Þriðjudagskvöld með Frikka Dór á Stöð 3 og Jón sem dómari í Ísland Got Talent sem hefst á Stöð 2 á annað kvöld. Þeir segja það helgast af því að áhugasvið þeirra séu afar svipuð. „Þó að við séum ólíkir í útliti erum við ekki ólíkir karakterar og við erum með svipuð áhugasvið,“ segir Jón. „Ég veit allavega af hverju ég fór í Versló. Ég ætlaði í Flensborgarskólann en Jón breytti umsókninni minni í Versló. Hann sótti það hart að ég færi ekki í Flensborgarskólann og fannst ég vera að missa af einhverju ef ég færi ekki í Versló. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Friðrik. „Ég hafði ákveðna upplifun af skólanum og taldi að þetta myndi víkka sjóndeildarhringinn hans,“ segir stóri bróðir og Friðrik sér aldeilis ekki eftir þessu inngripi. „Þetta var mikið heillaskref sem ég get þakkað bróður mínum fyrir. Ég var mjög upptekinn af því á þessum árum að ég þyrfti að gera allt öðruvísi en Jón en það kom á daginn að það var algjörlega skaðlaust fyrir mig að fara í Versló.“Bræðurnir eyddu áramótunum saman í New York með sínum heittelskuðu og börnunum.Fréttablaðið/vilhelmGlímur í forstofunniVarðandi knattspyrnuna segja þeir bræður að órjúfanleg ást við knattspyrnuliðið FH umlyki bernskuheimilið. „Ef það væri löglegt að giftast félagsliði þá væri pabbi búinn að giftast FH. Við vorum alltaf mikið í Kaplakrika og fótbolti varð fyrir valinu. Þegar við vorum pínulitlir pollar vorum við teknir inn í klefa eftir leik til að fagna með meistaraflokki og þá fengum við strax fyrirmyndir. Svo fórum við öll systkinin í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og þaðan kemur tónlistin,“ segir Jón.„Við erum í grunninn frekar einfaldir gæjar. Við gerðum það sem okkur var sagt að gera. Við fórum bara í tónlistarskólann og á æfingu og fannst það fínt. Og hér erum við – enn í sama pakka,“ bætir Friðrik við. Aðspurðir hvort foreldrar þeirra séu mjög músíkalskir segja þeir bræður það vera að vissu leyti. „Ég held að þau hafi ekki sent okkur í tónlistarskóla vegna þess að þau séu fáránlega músíkölsk heldur meira út af því að þau langar að vera músíkalskari,“ segir Friðrik.„Pabbi var söngvari í hljómsveitinni Frostmark þegar hann var á Laugarvatni og hann er ágætissöngvari. Hann var í kórnum Þröstunum og söng annan bassa. Við getum ekki farið svo lágt,“ segir Jón og þeir bræður byrja að apa eftir föður sínum með misgóðum árangri. Þeir segja þó enga fjölskylduplötu í bígerð þó að fjölskyldan hafi slegið í gegn í fjöldasöng í brúðkaupi Hönnu systur þeirra síðasta sumar þegar hún giftist Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, landsliðsmanni í handbolta. „Pabbi var geggjaður í brúðkaupinu. Hann hélt frábæra ræðu og svo brast hann út í söng á hárréttum tímapunkti og söng Ég er kominn heim. Ég var á gítarnum og allir stóðu upp fyrir pabba og klöppuðu. Þetta var eins og í bíómynd. Fáránlega fyndið,“ segir Jón og Friðrik bætir við að systir þeirra María, sem er fædd 1978, sé líka með tónlist í blóðinu. „Hún kláraði söngskólann í Reykjavík og syngur í áhugamannaóperum í New York. Hún er búin að búa þar í tíu ár og vinnur fyrir fastanefnd Sameinuðu þjóðanna. Hún er líka með algjöra hlaupadellu og er besti maraþonhlaupari Íslandi. Ókei, ég segi kannski ekki að hún sé sá besti á Íslandi en ef ég hætti að ýkja myndi ég setja hana í topp sjö yfir bestu kvenkyns maraþonhlaupara á Íslandi.“„Við höfum alltaf verið stoltir af Maríu. Þegar hún var til dæmis sautján ára kunni hún fimm tungumál. Mér fannst það kúl,“ segir Jón og viðurkenna þeir bræður að þeir hafi stundum verið óbærilegir yngri bræður. „Fyrsti kærastinn hennar hét Hallur og við kölluðum hann alltaf Hall halló þótt við hefðum aldrei séð hann,“ segir Jón og hlær. „Það var út af því að við kíktum einu sinni inn um rifu á svefnherbergishurðinni áður en henni var skellt á okkur. Þá lá hann uppí rúmi í útvíðum buxum og eftir það kölluðum við hann Hall halló. Þau voru líka bara saman í viku,“ segir Friðrik og bætir við að Jón hafi verið duglegur að slást við Maríu. „Ég gæti unnið hana í slag núna en á tímabili vorum við mjög jöfn. Hún hélt mér oft niðri og við minntum á Gunnar Nelson - bæði mjög góð í gólfinu. Í forstofunni var stór motta og þar fórum við mest í slag. Þeir voru aldrei blóðugir samt. Bara svona glímur. Við Friðrik slógumst líka stundum,“ segir Jón. „Ég náði aldrei að vera jafn Jóni. En ég varð oft mjög æstur. Ég braut einu sinni hurð með belti. Ég ætlaði að slá Jón með beltissylgju en þá náði hann að loka baðherbergishurðinni og sylgjan fór í gegn.“Kvíðir því að hafna fólkiFriðrik stjórnar þáttunum Þriðjudagskvöld með Frikka Dór á Stöð 3 og nýtur sín í þáttarstjórnendahlutverkinu. „Mér finnst þátturinn snúast um að leyfa skemmtilegu fólki að vera skemmtilegt. Það þarf ekki að segja mér frá börnunum sínum eða misheppnuðum tilraunum til einhvers. Ef það vill það, má það alveg. En ef það vill tala um hunda og ketti og það er skemmtilegt er ég til í það. Þetta er tilraunastarfsemi og gengur vel,” segir Friðrik en stóri bróðir fylgist vel með því hvernig hann stendur sig.„Það er fallegt við Stöð 3 pælinguna að þar fær Friðrik að vaxa og fær frjálsar hendur. Mér finnst skemmtilegt að ég sé stíganda í þáttunum og það er mjög gaman að horfa á hann,” segir Jón. Hann sest í dómarasætið í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem hefst annað kvöld á Stöð 2 og fílar sig vel í því. „Ég held að ég sé nokkuð trúr sjálfum mér. Ég reyni að gefa góð ráð og forðast að hljóma eins og ég sé búinn að vera í sjötíu ár í bransanum. Ég veit hvernig fólki líður. Það er ótrúlegt skref að koma á svið fyrir framan fjögur hundruð manns og dómnefnd. Ég ber mikla virðingu fyrir því. Það er mikið til af hæfileikaríku fólki og gaman að sjá fólk reyna að láta drauma sína rætast. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli en ég kvíði mest dómaravalsþættinum. Þá veljum við dómararnir endanlega hverjir fara í beina útsendingu. Þá þurfum við að hafna fólki. Ég held að líffærin eigi eftir að byrja að éta hvert annað á meðan á því stendur.”Með gullin sín tvö.Fréttablaðið/VilhelmPoppstjarna á einni nóttu Jón lauk hagfræðinámi í Boston í Bandaríkjunum árið 2009 en hefur lítið unnið við fagið. „Eina sem ég hef gert er að halda námskeið um fjármál fyrir ungt fólk hjá Arion banka. Það var mjög gaman en ég vil ekkert endilega vinna við þetta. Eins og staðan er núna sé ég það ekki gerast á næstu árum en þetta er engu að síður mjög praktísk gráða að hafa.“ Friðrik er á svipaðri leið og stóri bróðir og er á öðru ári í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Hann byrjaði í stjórnmálafræði en þegar hann var búinn með eitt ár í því námi má segja að hann hafi orðið poppstjarna á einni nóttu haustið 2009 þegar lagið Hlið við hlið gerði allt vitlaust. „Friðrik varð óvænt poppstjarna. Allt í einu stoppaði ekki síminn hjá honum. Skólinn var ekki að fara neitt og mér finnst hann hafa valið rétt því hann er enn að starfa við tónlist,“ segir Jón og Friðrik kinkar kolli til samþykkis. „Ég sé ekki eftir þessu. Dagarnir voru ekki mjög pródúktívir þegar ég var bara í músíkinni árin 2009 til 2012. Ég hefði geta tekið nokkra áfanga með. En upprunalega hætti ég í náminu því ég var að klára fyrstu plötuna mína, Allt sem þú átt. Hún var unnin á mjög stuttum tíma og kom út árið 2010. En það að lifa af tónlistinni flokkast undir forréttindi að mínu mati.“ Önnur plata Friðriks, Vélrænn kom út árið 2012 og hafa báðar hlotið góða dóma. Jón fékk ekki síðri dóma fyrir sína fyrstu plötu, Wait For Fate sem kom út árið 2011. Þá gerði Jón útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid árið 2012. Jón segir það ferli vera í góðum farvegi og verður spennandi að sjá hvort hann nái að heilla Bandaríkjamenn í framtíðinni líkt og hann hefur heillað Íslendinga.Grét þegar sonurinn kom í heiminn Talið berst að föðurhlutverkinu en Jón eignaðist dreng 9. júní í fyrra með kærustu sinni, Hafdísi Björk Jónsdóttur, og Friðrik eignaðist stúlku 13. september sama ár með sinni heittelskuðu, Lísu Hafliðadóttur. „Sonur minn heitir Jón Tryggvi Jónsson og stúlkan hans Friðriks heitir Ásthildur Friðriksdóttir, sem er fallegt því pabbi heitir Jón og mamma heitir Ásthildur,“ segir Jón en Friðrik var staðráðinn í því að gefa móður sinni nöfnu. „Ég ákvað að grípa tækifærið því Ásthildur er sjötta barnabarn foreldra okkar. Öll hin eru strákar og kannski kemur ekki stelpa aftur. Þess vegna smellti ég nafninu hennar á dóttur mína. Hún var mjög ánægð en samt týpískt mamma. Hún reyndi strax að sannfæra mig um að ég þyrfti ekki að gera þetta og að það væri allt í lagi ef ég vildi breyta,“ segir Friðrik. Hann segist eyða eins miklum tíma með fjölskyldunni og hann geti og sama er uppi á teningnum hjá stóra bróður hans. „Ég er svolítið bundinn yfir fótboltanum. Ég fer á æfingu nánast upp á hvern einasta dag og það er ekki vinsælt að sleppa æfingum. En ég er svo ógeðslega háður þessari fjölskyldu og stundum segist ég vera upptekinn þegar ég er beðinn um að koma eitthvað því mig langar bara að slappa af með þeim, panta pítsu og horfa á sjónvarpið. En auðvitað koma tímabil þar sem maður hefur lítinn tíma og þarf að keyra, keyra, keyra í vinnunni.” Friðrik segist finna mikinn mun með tilkomu barnsins og hefur kynnst nýrri, tilfinningalegri hlið á sér. „Ég er enn að venjast því að hugsa um annan en sjálfan mig. Helsta breytingin sem ég finn er að ég er orðinn voðalega meyr. Ég horfi kannski á bíómynd um mann sem ól upp ljónsunga og hittir hann aftur og fer að gráta. Ég þarf að berjast ötullega fyrir því að halda kúlinu.” „Það er samt gott að gráta,” skýtur Jón inní. „Ég grét svo mikið þegar sonur minn kom í heiminn. Þetta var löng og erfið fæðing og við vorum ekki viss um hvort allt væri í lagi þannig að það var mikið spennufall þegar ég fékk hann í hendurnar. En ég grenjaði svo rosalega að Hafdís hugsaði hvort það væri eitthvað að henni því hún grét ekki jafn mikið,” segir Jón. “Ég var í svo miklu móki í fæðingunni. Ég var geðveikt þreyttur og grét ekki fyrr en ég fékk hana einn til hliðar. Eða, ég segi ekki að ég hafi farið að gráta. Ég svona grét lauflétt. Ég fékk ekki ekka eins og Jón,” bætir Friðrik við. „Ég gerði mér samt ekki grein fyrir því hvað foreldrahlutverkið væri magnað. Þegar ég var spurðu að því hvort ég ætlaði að taka fæðingarorlof þegar Hafdís var ólétt hugsaði ég með mér að ég yrði kannski bara heima fyrstu vikuna. Svo fékk ég barnið í hendurnar og hugsaði: Ég ætla að gera allt fyrir þig. Forgangsröðunin breyttist á núll einni. Það er það sem er svo fallegt við þetta allt saman. Það er alls ekki sjálfsagður hlutur að eignast heilbrigt barn eða að eignast barn yfir höfuð. Þess vegna reyni ég að njóta þess í botn að vera með barninu mínu. Ég veit alveg að ég er ekki fyrstur til að verða pabbi á Íslandi en það kemur stundum svoleiðis út þegar ég er að monta mig af syni mínum. Ég er bara svo rosalega stoltur af honum,” segir Jón.Lausir við öfund Jón og Friðrik eru bersýnilega mjög samrýndir og það örlar ekki á systkinaríg á milli þeirra. Þeir eru líka duglegir við að styðja við bakið á hvor öðrum og skiptast á uppibyggilegum ráðum og gagnrýni. „Ég kannski spila fyrir Friðrik textabrot og hann segir að það sé drasl eða ekki nógu „catchy”. Eða við förum á rúntinn með demó og hann gefur mér sitt álit. Það er stór partur af þessu og byrjaði löngu áður en við gáfum út tónlist. Ég hringdi oft í hann á Skype þegar ég var í Boston og spilaði fyrir hann lög og öfugt,” segir Jón og Friðrik er þessu sammála. „Það er alltaf þannig að ég er yngri bróðir Jóns og hann passar sig að vera góður við litla bróður. Ég held að ég sé harðari gagnrýnandi en hann. Ég hef gefið honum góð ráð og hann mér góð ráð. Mér þykir alltaf vænst um þau lög sem við höfum unnið saman. Þeim man maður alltaf eftir.” Bræðrunum gengur allt í hag og hafa þeir notið gríðarlegrar velgengni á öllum sviðum lífsins. Það vill oft til á litla Íslandi að slúðrað er um fólk sem skarar fram úr en það er ekki raunin með þá bræður. Aldrei heyrir maður slæma sögu um þá Jón og Friðrik en af hverju ætli það sé? „Fyrst og fremst út af því að ég hef greitt gríðarlegar fjárhæðir í þöggun. Ég er skuldugur upp yfir haus út af því,” segir Friðrik í kaldhæðni og heldur áfram á alvarlegri nótum. „Ég held að umfram allt þá erum við vel uppaldir drengir. Við erum aldnir upp af fólki sem trúir á það að vera góður og standa við skuldbindingar.” „Þótt við værum oft dekraðir þá þurftum við að hafa fyrir hlutunum. Fljótlega áttaði ég mig á að ég hefði ekkert upp úr því að vera alltaf að skíta á mig í ýmsum málum. Annað sem ég held að sé mikilvægt er líka það að við erum blessunarlega lausir við öfund. Við getum samglaðst með öðrum og ég held að það sé lykillinn að velgengni. Nú segi ég ekki að við séum holdgervingar velgengni en það er miklu betra að geta samglaðst öðrum í staðinn fyrir að eyða orkunni í öfund og fýlu,” segir Jón. Ísland Got Talent Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Bræðurnir Jón Ragnar og Friðrik Dór Jónssynir eru afar samrýndir. Þeir gengu saman menntaveginn í Setbergsskóla í Hafnarfirði og Verzlunarskóla Íslands, hafa báðir gert garðinn frægan í músík, eru báðir komnir í sjónvarpið og urðu feður í fyrsta sinn með stuttu millibili á síðasta ári þegar þeir eignuðust stelpu og strák. Þeir reyna báðir að eyða eins miklum tíma með fjölskyldunni og þeir geta. „Ég er fæddur 1985 en Friðrik 1988 þannig að við náðum einu ári saman í Verzlunarskólanum. Fyrir það gengum við í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Við bjuggum um það bil 150 metrum frá innganginum þar sem unglingadeildin var og gátum næstum því vaknað við bjölluna þegar hún hringdi klukkan átta og farið í skólann,“ segir Jón. Aðspurður hvort hann hafi verið þessi típíski eldri bróðir og verndað Friðrik segja þeir bræður það að hluta til hafa verið raunin.„Ég peppa hann alltaf áfram,“ segir Jón og Friðrik tekur í sama streng. „Í grunnskóla höfðum við mest lítil samskipti í skólanum. Það voru reyndar seldir snúðar í mötuneytinu í unglingadeildinni og stundum voru systkini mín búin að kaupa handa mér snúð. Það var það helsta.“ Þeir bræður eiga tvær systur, þær Hönnu Borg og Maríu Mjöll, en sú fyrrnefnda er tvíburasystir Jóns.„Við vorum alin upp með það mottó að við værum öll saman í liði. Ég man þegar ég var á Laugarvatni að horfa á Friðrik keppa í sjötta flokki á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þá sagði pabbi við mig: „Jón, farðu að hvetja bróður þinn áfram.“ Sú setning er dæmigerð fyrir uppeldið sem við fengum. Ég plantaði mér á hliðarlínunni og öskraði: „Áfram Friðrik! Koma svo!“ Sú minning lifir af því að það er auðvitað mikilvægt að standa saman,“ segir Jón með bros á vör. „Já, þegar Jón keppti á Íslandsmótinu á Laugarvatni samdi hann sitt fyrsta lag sem var stuðningslag fyrir FH sem þá lék í búningum frá Adidas með auglýsingu frá Íslandsbanka. Textinn var einfaldur: „Adidas, Íslandsbanki, svartur, hvítur, FH!“ segir Friðrik og þeir bræður raula lagið eins og það hefði gerst í gær.„Það er gaman að segja frá því að þetta lag náði ágætis flugi á þessum árum á meðan við spiluðum í þessum búningum. Hin liðin sömdu meira að segja eins lög sem var mjög fyndið. Ég var rosalega stoltur,“ segir Jón um þessi fyrstu skref sín í tónlistarbransanum. „Já, ég gortaði mig af því að Jón bróðir hefði samið þetta lag en ég held að það sé að mestu horfið núna,“ segir Friðrik og Jón bætir við: „Já, það eru komnar svo margar auglýsingar á búningana núna. Lagið yrði ansi langt.“Stóri bróðir vildi Versló Bræðurnir hafa fylgst að alla tíð. Báðir gengu þeir í Setbergsskóla og síðar í Verzlunarskóla Íslands. Þeir æfðu báðir knattspyrnu með FH, sem Jón gerir enn og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2012. Þá hafa þeir báðir fagnað mikilli velgengni í músíkbransanum og eru báðir komnir í sjónvarpið, Friðrik með þáttinn Þriðjudagskvöld með Frikka Dór á Stöð 3 og Jón sem dómari í Ísland Got Talent sem hefst á Stöð 2 á annað kvöld. Þeir segja það helgast af því að áhugasvið þeirra séu afar svipuð. „Þó að við séum ólíkir í útliti erum við ekki ólíkir karakterar og við erum með svipuð áhugasvið,“ segir Jón. „Ég veit allavega af hverju ég fór í Versló. Ég ætlaði í Flensborgarskólann en Jón breytti umsókninni minni í Versló. Hann sótti það hart að ég færi ekki í Flensborgarskólann og fannst ég vera að missa af einhverju ef ég færi ekki í Versló. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Friðrik. „Ég hafði ákveðna upplifun af skólanum og taldi að þetta myndi víkka sjóndeildarhringinn hans,“ segir stóri bróðir og Friðrik sér aldeilis ekki eftir þessu inngripi. „Þetta var mikið heillaskref sem ég get þakkað bróður mínum fyrir. Ég var mjög upptekinn af því á þessum árum að ég þyrfti að gera allt öðruvísi en Jón en það kom á daginn að það var algjörlega skaðlaust fyrir mig að fara í Versló.“Bræðurnir eyddu áramótunum saman í New York með sínum heittelskuðu og börnunum.Fréttablaðið/vilhelmGlímur í forstofunniVarðandi knattspyrnuna segja þeir bræður að órjúfanleg ást við knattspyrnuliðið FH umlyki bernskuheimilið. „Ef það væri löglegt að giftast félagsliði þá væri pabbi búinn að giftast FH. Við vorum alltaf mikið í Kaplakrika og fótbolti varð fyrir valinu. Þegar við vorum pínulitlir pollar vorum við teknir inn í klefa eftir leik til að fagna með meistaraflokki og þá fengum við strax fyrirmyndir. Svo fórum við öll systkinin í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og þaðan kemur tónlistin,“ segir Jón.„Við erum í grunninn frekar einfaldir gæjar. Við gerðum það sem okkur var sagt að gera. Við fórum bara í tónlistarskólann og á æfingu og fannst það fínt. Og hér erum við – enn í sama pakka,“ bætir Friðrik við. Aðspurðir hvort foreldrar þeirra séu mjög músíkalskir segja þeir bræður það vera að vissu leyti. „Ég held að þau hafi ekki sent okkur í tónlistarskóla vegna þess að þau séu fáránlega músíkölsk heldur meira út af því að þau langar að vera músíkalskari,“ segir Friðrik.„Pabbi var söngvari í hljómsveitinni Frostmark þegar hann var á Laugarvatni og hann er ágætissöngvari. Hann var í kórnum Þröstunum og söng annan bassa. Við getum ekki farið svo lágt,“ segir Jón og þeir bræður byrja að apa eftir föður sínum með misgóðum árangri. Þeir segja þó enga fjölskylduplötu í bígerð þó að fjölskyldan hafi slegið í gegn í fjöldasöng í brúðkaupi Hönnu systur þeirra síðasta sumar þegar hún giftist Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, landsliðsmanni í handbolta. „Pabbi var geggjaður í brúðkaupinu. Hann hélt frábæra ræðu og svo brast hann út í söng á hárréttum tímapunkti og söng Ég er kominn heim. Ég var á gítarnum og allir stóðu upp fyrir pabba og klöppuðu. Þetta var eins og í bíómynd. Fáránlega fyndið,“ segir Jón og Friðrik bætir við að systir þeirra María, sem er fædd 1978, sé líka með tónlist í blóðinu. „Hún kláraði söngskólann í Reykjavík og syngur í áhugamannaóperum í New York. Hún er búin að búa þar í tíu ár og vinnur fyrir fastanefnd Sameinuðu þjóðanna. Hún er líka með algjöra hlaupadellu og er besti maraþonhlaupari Íslandi. Ókei, ég segi kannski ekki að hún sé sá besti á Íslandi en ef ég hætti að ýkja myndi ég setja hana í topp sjö yfir bestu kvenkyns maraþonhlaupara á Íslandi.“„Við höfum alltaf verið stoltir af Maríu. Þegar hún var til dæmis sautján ára kunni hún fimm tungumál. Mér fannst það kúl,“ segir Jón og viðurkenna þeir bræður að þeir hafi stundum verið óbærilegir yngri bræður. „Fyrsti kærastinn hennar hét Hallur og við kölluðum hann alltaf Hall halló þótt við hefðum aldrei séð hann,“ segir Jón og hlær. „Það var út af því að við kíktum einu sinni inn um rifu á svefnherbergishurðinni áður en henni var skellt á okkur. Þá lá hann uppí rúmi í útvíðum buxum og eftir það kölluðum við hann Hall halló. Þau voru líka bara saman í viku,“ segir Friðrik og bætir við að Jón hafi verið duglegur að slást við Maríu. „Ég gæti unnið hana í slag núna en á tímabili vorum við mjög jöfn. Hún hélt mér oft niðri og við minntum á Gunnar Nelson - bæði mjög góð í gólfinu. Í forstofunni var stór motta og þar fórum við mest í slag. Þeir voru aldrei blóðugir samt. Bara svona glímur. Við Friðrik slógumst líka stundum,“ segir Jón. „Ég náði aldrei að vera jafn Jóni. En ég varð oft mjög æstur. Ég braut einu sinni hurð með belti. Ég ætlaði að slá Jón með beltissylgju en þá náði hann að loka baðherbergishurðinni og sylgjan fór í gegn.“Kvíðir því að hafna fólkiFriðrik stjórnar þáttunum Þriðjudagskvöld með Frikka Dór á Stöð 3 og nýtur sín í þáttarstjórnendahlutverkinu. „Mér finnst þátturinn snúast um að leyfa skemmtilegu fólki að vera skemmtilegt. Það þarf ekki að segja mér frá börnunum sínum eða misheppnuðum tilraunum til einhvers. Ef það vill það, má það alveg. En ef það vill tala um hunda og ketti og það er skemmtilegt er ég til í það. Þetta er tilraunastarfsemi og gengur vel,” segir Friðrik en stóri bróðir fylgist vel með því hvernig hann stendur sig.„Það er fallegt við Stöð 3 pælinguna að þar fær Friðrik að vaxa og fær frjálsar hendur. Mér finnst skemmtilegt að ég sé stíganda í þáttunum og það er mjög gaman að horfa á hann,” segir Jón. Hann sest í dómarasætið í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem hefst annað kvöld á Stöð 2 og fílar sig vel í því. „Ég held að ég sé nokkuð trúr sjálfum mér. Ég reyni að gefa góð ráð og forðast að hljóma eins og ég sé búinn að vera í sjötíu ár í bransanum. Ég veit hvernig fólki líður. Það er ótrúlegt skref að koma á svið fyrir framan fjögur hundruð manns og dómnefnd. Ég ber mikla virðingu fyrir því. Það er mikið til af hæfileikaríku fólki og gaman að sjá fólk reyna að láta drauma sína rætast. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli en ég kvíði mest dómaravalsþættinum. Þá veljum við dómararnir endanlega hverjir fara í beina útsendingu. Þá þurfum við að hafna fólki. Ég held að líffærin eigi eftir að byrja að éta hvert annað á meðan á því stendur.”Með gullin sín tvö.Fréttablaðið/VilhelmPoppstjarna á einni nóttu Jón lauk hagfræðinámi í Boston í Bandaríkjunum árið 2009 en hefur lítið unnið við fagið. „Eina sem ég hef gert er að halda námskeið um fjármál fyrir ungt fólk hjá Arion banka. Það var mjög gaman en ég vil ekkert endilega vinna við þetta. Eins og staðan er núna sé ég það ekki gerast á næstu árum en þetta er engu að síður mjög praktísk gráða að hafa.“ Friðrik er á svipaðri leið og stóri bróðir og er á öðru ári í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Hann byrjaði í stjórnmálafræði en þegar hann var búinn með eitt ár í því námi má segja að hann hafi orðið poppstjarna á einni nóttu haustið 2009 þegar lagið Hlið við hlið gerði allt vitlaust. „Friðrik varð óvænt poppstjarna. Allt í einu stoppaði ekki síminn hjá honum. Skólinn var ekki að fara neitt og mér finnst hann hafa valið rétt því hann er enn að starfa við tónlist,“ segir Jón og Friðrik kinkar kolli til samþykkis. „Ég sé ekki eftir þessu. Dagarnir voru ekki mjög pródúktívir þegar ég var bara í músíkinni árin 2009 til 2012. Ég hefði geta tekið nokkra áfanga með. En upprunalega hætti ég í náminu því ég var að klára fyrstu plötuna mína, Allt sem þú átt. Hún var unnin á mjög stuttum tíma og kom út árið 2010. En það að lifa af tónlistinni flokkast undir forréttindi að mínu mati.“ Önnur plata Friðriks, Vélrænn kom út árið 2012 og hafa báðar hlotið góða dóma. Jón fékk ekki síðri dóma fyrir sína fyrstu plötu, Wait For Fate sem kom út árið 2011. Þá gerði Jón útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid árið 2012. Jón segir það ferli vera í góðum farvegi og verður spennandi að sjá hvort hann nái að heilla Bandaríkjamenn í framtíðinni líkt og hann hefur heillað Íslendinga.Grét þegar sonurinn kom í heiminn Talið berst að föðurhlutverkinu en Jón eignaðist dreng 9. júní í fyrra með kærustu sinni, Hafdísi Björk Jónsdóttur, og Friðrik eignaðist stúlku 13. september sama ár með sinni heittelskuðu, Lísu Hafliðadóttur. „Sonur minn heitir Jón Tryggvi Jónsson og stúlkan hans Friðriks heitir Ásthildur Friðriksdóttir, sem er fallegt því pabbi heitir Jón og mamma heitir Ásthildur,“ segir Jón en Friðrik var staðráðinn í því að gefa móður sinni nöfnu. „Ég ákvað að grípa tækifærið því Ásthildur er sjötta barnabarn foreldra okkar. Öll hin eru strákar og kannski kemur ekki stelpa aftur. Þess vegna smellti ég nafninu hennar á dóttur mína. Hún var mjög ánægð en samt týpískt mamma. Hún reyndi strax að sannfæra mig um að ég þyrfti ekki að gera þetta og að það væri allt í lagi ef ég vildi breyta,“ segir Friðrik. Hann segist eyða eins miklum tíma með fjölskyldunni og hann geti og sama er uppi á teningnum hjá stóra bróður hans. „Ég er svolítið bundinn yfir fótboltanum. Ég fer á æfingu nánast upp á hvern einasta dag og það er ekki vinsælt að sleppa æfingum. En ég er svo ógeðslega háður þessari fjölskyldu og stundum segist ég vera upptekinn þegar ég er beðinn um að koma eitthvað því mig langar bara að slappa af með þeim, panta pítsu og horfa á sjónvarpið. En auðvitað koma tímabil þar sem maður hefur lítinn tíma og þarf að keyra, keyra, keyra í vinnunni.” Friðrik segist finna mikinn mun með tilkomu barnsins og hefur kynnst nýrri, tilfinningalegri hlið á sér. „Ég er enn að venjast því að hugsa um annan en sjálfan mig. Helsta breytingin sem ég finn er að ég er orðinn voðalega meyr. Ég horfi kannski á bíómynd um mann sem ól upp ljónsunga og hittir hann aftur og fer að gráta. Ég þarf að berjast ötullega fyrir því að halda kúlinu.” „Það er samt gott að gráta,” skýtur Jón inní. „Ég grét svo mikið þegar sonur minn kom í heiminn. Þetta var löng og erfið fæðing og við vorum ekki viss um hvort allt væri í lagi þannig að það var mikið spennufall þegar ég fékk hann í hendurnar. En ég grenjaði svo rosalega að Hafdís hugsaði hvort það væri eitthvað að henni því hún grét ekki jafn mikið,” segir Jón. “Ég var í svo miklu móki í fæðingunni. Ég var geðveikt þreyttur og grét ekki fyrr en ég fékk hana einn til hliðar. Eða, ég segi ekki að ég hafi farið að gráta. Ég svona grét lauflétt. Ég fékk ekki ekka eins og Jón,” bætir Friðrik við. „Ég gerði mér samt ekki grein fyrir því hvað foreldrahlutverkið væri magnað. Þegar ég var spurðu að því hvort ég ætlaði að taka fæðingarorlof þegar Hafdís var ólétt hugsaði ég með mér að ég yrði kannski bara heima fyrstu vikuna. Svo fékk ég barnið í hendurnar og hugsaði: Ég ætla að gera allt fyrir þig. Forgangsröðunin breyttist á núll einni. Það er það sem er svo fallegt við þetta allt saman. Það er alls ekki sjálfsagður hlutur að eignast heilbrigt barn eða að eignast barn yfir höfuð. Þess vegna reyni ég að njóta þess í botn að vera með barninu mínu. Ég veit alveg að ég er ekki fyrstur til að verða pabbi á Íslandi en það kemur stundum svoleiðis út þegar ég er að monta mig af syni mínum. Ég er bara svo rosalega stoltur af honum,” segir Jón.Lausir við öfund Jón og Friðrik eru bersýnilega mjög samrýndir og það örlar ekki á systkinaríg á milli þeirra. Þeir eru líka duglegir við að styðja við bakið á hvor öðrum og skiptast á uppibyggilegum ráðum og gagnrýni. „Ég kannski spila fyrir Friðrik textabrot og hann segir að það sé drasl eða ekki nógu „catchy”. Eða við förum á rúntinn með demó og hann gefur mér sitt álit. Það er stór partur af þessu og byrjaði löngu áður en við gáfum út tónlist. Ég hringdi oft í hann á Skype þegar ég var í Boston og spilaði fyrir hann lög og öfugt,” segir Jón og Friðrik er þessu sammála. „Það er alltaf þannig að ég er yngri bróðir Jóns og hann passar sig að vera góður við litla bróður. Ég held að ég sé harðari gagnrýnandi en hann. Ég hef gefið honum góð ráð og hann mér góð ráð. Mér þykir alltaf vænst um þau lög sem við höfum unnið saman. Þeim man maður alltaf eftir.” Bræðrunum gengur allt í hag og hafa þeir notið gríðarlegrar velgengni á öllum sviðum lífsins. Það vill oft til á litla Íslandi að slúðrað er um fólk sem skarar fram úr en það er ekki raunin með þá bræður. Aldrei heyrir maður slæma sögu um þá Jón og Friðrik en af hverju ætli það sé? „Fyrst og fremst út af því að ég hef greitt gríðarlegar fjárhæðir í þöggun. Ég er skuldugur upp yfir haus út af því,” segir Friðrik í kaldhæðni og heldur áfram á alvarlegri nótum. „Ég held að umfram allt þá erum við vel uppaldir drengir. Við erum aldnir upp af fólki sem trúir á það að vera góður og standa við skuldbindingar.” „Þótt við værum oft dekraðir þá þurftum við að hafa fyrir hlutunum. Fljótlega áttaði ég mig á að ég hefði ekkert upp úr því að vera alltaf að skíta á mig í ýmsum málum. Annað sem ég held að sé mikilvægt er líka það að við erum blessunarlega lausir við öfund. Við getum samglaðst með öðrum og ég held að það sé lykillinn að velgengni. Nú segi ég ekki að við séum holdgervingar velgengni en það er miklu betra að geta samglaðst öðrum í staðinn fyrir að eyða orkunni í öfund og fýlu,” segir Jón.
Ísland Got Talent Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira