Lærði að gera plötuumslag á YouTube Ugla Egilsdóttir skrifar 29. janúar 2014 09:30 Íris er framkvæmdastjóri listar án Landamæra. Mynd/Kristinn Magnússon. Íris Stefanía Skúladóttir hannar lógó fyrir keppanda í undankeppni Eurovision í Noregi. „Lagahöfundurinn, Josefin Winther, er æskuvinkona mín,“ segir Íris. Lógóið verður prentað á boli og derhúfur og það verður einnig notað í kynningarefni á netinu. „Josefin var svo hrifin af mynd sem ég málaði af henni fyrir nokkrum árum að hún bað mig um að hanna fyrir sig plötuumslag. Upp frá því hefur Josefin alltaf beðið mig um að sjá um alla grafík í kringum tónlistina sína, og ég hef líka leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir hana.“ Lagið eftir Josefin heitir Silent Storm og lenti í fimmtán laga úrslitum í undankeppni Eurovision í Noregi. Carl Espen syngur lagið. „Carl er frændi Josefin. Hann hefur algjöra englarödd, þessi drengur,“ segir Íris. Hún hefur mikla trú á því að Josefin gangi vel í keppninni. „Formaður Eurovision-klúbbsins í Noregi heldur með þessu lagi, samkvæmt frétt í Aftenposten.“ Íris leggur áherslu á að hún sé bara áhugahönnuður og máli einungis í frítíma sínum. „Ég hafði aldrei hannað neitt á ævi minni þegar ég hannaði umslagið, þannig að ég fór á námskeið í InDesign og Photoshop hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur til að læra það. Svo lá ég á YouTube og horfði á myndbönd sem hétu „How to Make a CD Cover.“ Ég var ánægð með afraksturinn. Ég notaði myndina sem ég málaði af Josefin sem fyrirmynd að umslaginu, með nýjum bakgrunni.“Lógó Írisar er byggt á ljósmynd af Carl Espen.Josefin bjó um tíma á Íslandi. „Þá reddaði ég henni leiguíbúð í kjallaranum hjá frænku minni,“ segir Íris. Hún kynnti vinkonu sína líka fyrir tónlistarmanninum John Grant. „Ég kynntist John Grant fyrir algjöra tilviljun á Laundromat,“ segir Íris. „Ég vissi ekkert hver hann var þegar ég byrjaði að spjalla við hann. Ég bauð honum heim til mín í mat til þess að hann þyrfti ekki að borða einn í ókunnugu landi. Hann þáði það, og bauð mér svo á tónleikana sína á Airwaves í Hörpu. Svo kynnti ég hann fyrir Josefin.“ John Grant og Josefin náðu vel saman að sögn Írisar. „Hann fékk hana til að hita upp fyrir sig á þrennum tónleikum í London með þúsundum áhorfenda, sem hefur hjálpað til við að koma henni á framfæri í London,“ segir Íris. Nú býr Josefin í London, en John Grant er fluttur í kjallaraíbúð frænku Írisar. „Það má segja að þessi íbúð hafi spilað svolitla rullu í íslensku tónlistarlífi, því bæði Josefin og John Grant hafa tekið upp tónlist í þessum kjallara,“ segir Íris. Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Íris Stefanía Skúladóttir hannar lógó fyrir keppanda í undankeppni Eurovision í Noregi. „Lagahöfundurinn, Josefin Winther, er æskuvinkona mín,“ segir Íris. Lógóið verður prentað á boli og derhúfur og það verður einnig notað í kynningarefni á netinu. „Josefin var svo hrifin af mynd sem ég málaði af henni fyrir nokkrum árum að hún bað mig um að hanna fyrir sig plötuumslag. Upp frá því hefur Josefin alltaf beðið mig um að sjá um alla grafík í kringum tónlistina sína, og ég hef líka leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir hana.“ Lagið eftir Josefin heitir Silent Storm og lenti í fimmtán laga úrslitum í undankeppni Eurovision í Noregi. Carl Espen syngur lagið. „Carl er frændi Josefin. Hann hefur algjöra englarödd, þessi drengur,“ segir Íris. Hún hefur mikla trú á því að Josefin gangi vel í keppninni. „Formaður Eurovision-klúbbsins í Noregi heldur með þessu lagi, samkvæmt frétt í Aftenposten.“ Íris leggur áherslu á að hún sé bara áhugahönnuður og máli einungis í frítíma sínum. „Ég hafði aldrei hannað neitt á ævi minni þegar ég hannaði umslagið, þannig að ég fór á námskeið í InDesign og Photoshop hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur til að læra það. Svo lá ég á YouTube og horfði á myndbönd sem hétu „How to Make a CD Cover.“ Ég var ánægð með afraksturinn. Ég notaði myndina sem ég málaði af Josefin sem fyrirmynd að umslaginu, með nýjum bakgrunni.“Lógó Írisar er byggt á ljósmynd af Carl Espen.Josefin bjó um tíma á Íslandi. „Þá reddaði ég henni leiguíbúð í kjallaranum hjá frænku minni,“ segir Íris. Hún kynnti vinkonu sína líka fyrir tónlistarmanninum John Grant. „Ég kynntist John Grant fyrir algjöra tilviljun á Laundromat,“ segir Íris. „Ég vissi ekkert hver hann var þegar ég byrjaði að spjalla við hann. Ég bauð honum heim til mín í mat til þess að hann þyrfti ekki að borða einn í ókunnugu landi. Hann þáði það, og bauð mér svo á tónleikana sína á Airwaves í Hörpu. Svo kynnti ég hann fyrir Josefin.“ John Grant og Josefin náðu vel saman að sögn Írisar. „Hann fékk hana til að hita upp fyrir sig á þrennum tónleikum í London með þúsundum áhorfenda, sem hefur hjálpað til við að koma henni á framfæri í London,“ segir Íris. Nú býr Josefin í London, en John Grant er fluttur í kjallaraíbúð frænku Írisar. „Það má segja að þessi íbúð hafi spilað svolitla rullu í íslensku tónlistarlífi, því bæði Josefin og John Grant hafa tekið upp tónlist í þessum kjallara,“ segir Íris.
Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira