Tíu tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2013 kynntar í gær Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. janúar 2014 11:00 Þessi fríði hópur var í gær tilnefndur til Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt verður eftir mánuð. Fréttablaðið/Valli Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna voru kynntar í gær og eftir mánuð verður athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hvaða höfundur hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2013. Tíu verk voru tilnefnd að þessu sinni, allt framúrskarandi rit að sögn Friðbjargar Ingimarsdóttur, framkvæmdastýru Hagþenkis, sem segir óvenjumörg rit hafa komið til álita að þessu sinni. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning geta hlotnast, að sögn Friðbjargar, og nemur verðlaunaupphæðin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf ráðið störf um miðjan október á síðasta ári. Það skipa þau Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.Þessi voru tilnefnd:Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. JPV. Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson: Ferðamál á Íslandi. Mál og menning. Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Crymogea. Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage: Listasaga - Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun. Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea. Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar): Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan. Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV. Þorleifur Friðriksson: Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna voru kynntar í gær og eftir mánuð verður athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hvaða höfundur hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2013. Tíu verk voru tilnefnd að þessu sinni, allt framúrskarandi rit að sögn Friðbjargar Ingimarsdóttur, framkvæmdastýru Hagþenkis, sem segir óvenjumörg rit hafa komið til álita að þessu sinni. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning geta hlotnast, að sögn Friðbjargar, og nemur verðlaunaupphæðin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf ráðið störf um miðjan október á síðasta ári. Það skipa þau Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.Þessi voru tilnefnd:Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. JPV. Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson: Ferðamál á Íslandi. Mál og menning. Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Crymogea. Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage: Listasaga - Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun. Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea. Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar): Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan. Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV. Þorleifur Friðriksson: Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira