Collective Kjarasamningar Agreements Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Það eru til orð í íslensku sem eru löngu hætt að hafa þýðingu fyrir mér. Kjarasamningar eru eitt þeirra orða. Jú. Ég veit svo sem hvað kjarasamningar eru en ég velti stundum fyrir mér hvers vegna flytja þarf fréttir af þeim í síbylju. Þegar orðið „kjarasamningar“ heyrist í útvarpinu gætu allt eins heyrst skruðningar fyrir mér. Ég er ágætur í ensku eins og flestir Íslendingar. Ég kann ótrúlegustu hugtök á ensku. Ég veit til dæmis að skiptilykill er „wrench“, örgjörvi er „microprocessor“ en ekki vissi ég hvernig maður segir „kjarasamningar“ á ensku. Ég þurfti að fletta því upp. Þýðingin kemur að vísu ekkert sérlega á óvart, hún er nánast niðurdrepandi fyrirsjáanleg: „collective wage agreement“ (stundum nefnt collective pay agreement eða aðeins collective agreement). En hvers vegna hef ég aldrei heyrt minnst á orðarununa „collective wage agreement“ þó ég hafi heyrt orðið „kjarasamningar“ að lágmarki tíu þúsund sinnum? Ekki er það vegna þess að ég er ekki nógu mikið inni í engilsaxnesku tungutaki. Það er ekki svo enda hef ég þekkt orð eins og „psychoanalysis“ og „bicentennial“ frá unga aldri – og það eru bara nokkuð flókin og sértæk orð. Ástæðan er sú að kjarasamningar hafa aldrei náð að ryðja sér inn í heim bíómynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja eða popptónlistar. Í öllu hugmyndamengi engilsaxneskra listamanna eru kannski 25-50 þúsund hugtök og kjarasamningar eru ekki meðal þeirra. Samt eru kjarasamningar gerðir bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir eru gerðir um gervalla veröld en hvergi eru þeir jafn ágengir og hér á landi. Ástæðan? Jú. Íslenskir launþegar þurfa reglulega að fá magasár af stressi þegar óstöðugur gjaldmiðillinn (og léleg efnahagsstefnan) hóta að taka af þeim lífsviðurværið nema „sögulegum“ kjarasamningum verði náð. Ef það væri svo í Bandaríkjunum þá myndi annað hvert rapplag fjalla um „collective wage agreements“. En þar fá menn bara sinn „ice cream cone“ og geta keypt sér strigaskó án þess að taka lán. Pælið í því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Það eru til orð í íslensku sem eru löngu hætt að hafa þýðingu fyrir mér. Kjarasamningar eru eitt þeirra orða. Jú. Ég veit svo sem hvað kjarasamningar eru en ég velti stundum fyrir mér hvers vegna flytja þarf fréttir af þeim í síbylju. Þegar orðið „kjarasamningar“ heyrist í útvarpinu gætu allt eins heyrst skruðningar fyrir mér. Ég er ágætur í ensku eins og flestir Íslendingar. Ég kann ótrúlegustu hugtök á ensku. Ég veit til dæmis að skiptilykill er „wrench“, örgjörvi er „microprocessor“ en ekki vissi ég hvernig maður segir „kjarasamningar“ á ensku. Ég þurfti að fletta því upp. Þýðingin kemur að vísu ekkert sérlega á óvart, hún er nánast niðurdrepandi fyrirsjáanleg: „collective wage agreement“ (stundum nefnt collective pay agreement eða aðeins collective agreement). En hvers vegna hef ég aldrei heyrt minnst á orðarununa „collective wage agreement“ þó ég hafi heyrt orðið „kjarasamningar“ að lágmarki tíu þúsund sinnum? Ekki er það vegna þess að ég er ekki nógu mikið inni í engilsaxnesku tungutaki. Það er ekki svo enda hef ég þekkt orð eins og „psychoanalysis“ og „bicentennial“ frá unga aldri – og það eru bara nokkuð flókin og sértæk orð. Ástæðan er sú að kjarasamningar hafa aldrei náð að ryðja sér inn í heim bíómynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja eða popptónlistar. Í öllu hugmyndamengi engilsaxneskra listamanna eru kannski 25-50 þúsund hugtök og kjarasamningar eru ekki meðal þeirra. Samt eru kjarasamningar gerðir bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir eru gerðir um gervalla veröld en hvergi eru þeir jafn ágengir og hér á landi. Ástæðan? Jú. Íslenskir launþegar þurfa reglulega að fá magasár af stressi þegar óstöðugur gjaldmiðillinn (og léleg efnahagsstefnan) hóta að taka af þeim lífsviðurværið nema „sögulegum“ kjarasamningum verði náð. Ef það væri svo í Bandaríkjunum þá myndi annað hvert rapplag fjalla um „collective wage agreements“. En þar fá menn bara sinn „ice cream cone“ og geta keypt sér strigaskó án þess að taka lán. Pælið í því!
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun