Tónleikar í bílageymslu RÚV Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. janúar 2014 11:00 Strengjasveitin Skark hefur áður spilað í bílakjallara Hörpu þar sem Suzuki-jeppar léku stórt hlutverk í tónleikunum. „Við förum örugglega bráðum að kalla okkur bílskúrsband,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, einn meðlima strengjasveitarinnar Skarks, sem í dag verður með tónleika í bílageymslu RÚV þaðan sem sent verður út beint bæði á Rás 1 og heimasíðu RÚV. „Þannig var að því miður var stúdíóið í Efstaleiti upptekið á þeim tíma sem tónleikarnir voru planaðir og bílageymslan var það sem þeir gátu boðið okkur upp á svo að einhvern veginn virðumst við og nútímatónlistin hafa fundið einhvern hljómgrunn í bílakjöllurum.“ Hér vísar Guðný í tónleika sem Skark hélt í bílastæðahúsi Hörpu síðastliðið sumar. Þar blönduðu hljómlistarmennirnir saman tónlist og gjörningi með fjóra Suzuki-jeppa og Guðný segir sveitina hafa verið að færast nær gjörningalist smátt og smátt, þótt auðvitað sé hún fyrst og fremst tónleikasveit. Skark er skipuð tólf tónlistarmönnum og stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason. Á tónleikunum í RÚV verða frumflutt verk eftir þrjú íslensk tónskáld; Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur, Óttar Sæmundsen og Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem öll sömdu verkin sérstaklega fyrir Skark. Auk þess verður flutt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson frá árinu 1982. „Við erum að vinna með ákveðið konsept á þessum tónleikum og skoða tengsl tónlistar og myndlistar,“ segir Guðný. „Við vísum í þekkt málverk, en ég ætla ekki að gefa meira upp um það til að svipta ekki væntanlega áhorfendur forvitninni.“Tónleikarnir og útsendingin hefjast klukkan 16 í dag og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Við förum örugglega bráðum að kalla okkur bílskúrsband,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, einn meðlima strengjasveitarinnar Skarks, sem í dag verður með tónleika í bílageymslu RÚV þaðan sem sent verður út beint bæði á Rás 1 og heimasíðu RÚV. „Þannig var að því miður var stúdíóið í Efstaleiti upptekið á þeim tíma sem tónleikarnir voru planaðir og bílageymslan var það sem þeir gátu boðið okkur upp á svo að einhvern veginn virðumst við og nútímatónlistin hafa fundið einhvern hljómgrunn í bílakjöllurum.“ Hér vísar Guðný í tónleika sem Skark hélt í bílastæðahúsi Hörpu síðastliðið sumar. Þar blönduðu hljómlistarmennirnir saman tónlist og gjörningi með fjóra Suzuki-jeppa og Guðný segir sveitina hafa verið að færast nær gjörningalist smátt og smátt, þótt auðvitað sé hún fyrst og fremst tónleikasveit. Skark er skipuð tólf tónlistarmönnum og stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason. Á tónleikunum í RÚV verða frumflutt verk eftir þrjú íslensk tónskáld; Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur, Óttar Sæmundsen og Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem öll sömdu verkin sérstaklega fyrir Skark. Auk þess verður flutt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson frá árinu 1982. „Við erum að vinna með ákveðið konsept á þessum tónleikum og skoða tengsl tónlistar og myndlistar,“ segir Guðný. „Við vísum í þekkt málverk, en ég ætla ekki að gefa meira upp um það til að svipta ekki væntanlega áhorfendur forvitninni.“Tónleikarnir og útsendingin hefjast klukkan 16 í dag og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum.
Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira