Forréttindi að fá að starfa við áhugamálið 31. janúar 2014 12:00 Jón Júlíus er með fimm í forgjöf og stefnir á að lækka hana enn frekar í sumar. MYND/DANÍEL Jón Júlíus Karlsson, fréttamaður á Stöð 2, er verkefnastjóri Golfstöðvarinnar. Hann mun koma að dagskrárstjórn ásamt því að lýsa beinum útsendingum. „Verkefnið er spennandi og ég nýt þeirra forréttinda að fá að vinna við mitt helsta áhugamál,“ segir Jón Júlíus en hann er að eigin sögn þokkalegur kylfingur, með fimm í forgjöf. Hann er félagi í Golfklúbbi Grindavíkur og hefur verið í stjórn klúbbsins síðastliðin þrjú ár. „Í haust var ég svo kjörinn í varastjórn Golfsambands Íslands þannig að ég þekki innviði golfsins á Íslandi nokkuð vel.“ Jón Júlíus er jafnframt næstyngsti stjórnarmaður GSÍ frá upphafi. Hann er 26 ára en Haukur Örn Birgisson, núverandi forseti GSÍ, var 25 ára þegar hann var kjörinn í stjórn. Jón Júlíus hefur starfað við áhugamálið frá árinu 2007. „Ég var í nokkur ár fréttastjóri á golffréttavefnum Kylfingur.is og hef skrifað greinar í tímarit Golfsambandsins, Golf á Íslandi. Síðastliðið sumar fékk ég svo tækifæri til að spreyta mig í sjónvarpi og stýrði þættinum Golfið ásamt Gunnari Hanssyni á RÚV. Það var ákaflega skemmtilegt verkefni og fékk ég tækifæri til að kynnast íslenskum kylfingum enn frekar. Jón Júlíus segir mikinn metnað ríkja meðal starfsmanna Golfstöðvarinnar og er stefnan meðal annars tekin á ýmiskonar innlenda dagskrárgerð. „Við erum að vinna í skipulagningu á nýjum innlendum þáttum og munu þeir taka á sig frekari mynd á næstu vikum. Ég get þó upplýst það að lögð hafa verið drög að nýjum íslenskum spjallþætti um golf. Meðal erlendra þátta á dagskrá má nefna Golfing World sem Jón Júlíus segir frábæran þátt. „Þar er fjallað um allar hliðar golfsins. Þátturinn hefur verið mjög vinsæll meðal kylfinga og er sýndur víða um heim. Nýr þáttur er á dagskrá alla virka daga vikunnar og höfðar til allra golfáhugamanna.“ Í febrúar ber Heimsmótið í holukeppni hæst. Í mótinu leika 64 bestu kylfingar heims í holukeppni sem er að sögn Jóns Júlíusar afar skemmtilegt leikform. "Mótið hefst 19. febrúar og taka 64 bestu kylfingar heims þátt. Að auki verða nokkur frábær mót á PGA-mótaröðinni á dagskrá í febrúar. Þá styttist í fyrsta risamót ársins, Masters, sem hefst 10. apríl." Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jón Júlíus Karlsson, fréttamaður á Stöð 2, er verkefnastjóri Golfstöðvarinnar. Hann mun koma að dagskrárstjórn ásamt því að lýsa beinum útsendingum. „Verkefnið er spennandi og ég nýt þeirra forréttinda að fá að vinna við mitt helsta áhugamál,“ segir Jón Júlíus en hann er að eigin sögn þokkalegur kylfingur, með fimm í forgjöf. Hann er félagi í Golfklúbbi Grindavíkur og hefur verið í stjórn klúbbsins síðastliðin þrjú ár. „Í haust var ég svo kjörinn í varastjórn Golfsambands Íslands þannig að ég þekki innviði golfsins á Íslandi nokkuð vel.“ Jón Júlíus er jafnframt næstyngsti stjórnarmaður GSÍ frá upphafi. Hann er 26 ára en Haukur Örn Birgisson, núverandi forseti GSÍ, var 25 ára þegar hann var kjörinn í stjórn. Jón Júlíus hefur starfað við áhugamálið frá árinu 2007. „Ég var í nokkur ár fréttastjóri á golffréttavefnum Kylfingur.is og hef skrifað greinar í tímarit Golfsambandsins, Golf á Íslandi. Síðastliðið sumar fékk ég svo tækifæri til að spreyta mig í sjónvarpi og stýrði þættinum Golfið ásamt Gunnari Hanssyni á RÚV. Það var ákaflega skemmtilegt verkefni og fékk ég tækifæri til að kynnast íslenskum kylfingum enn frekar. Jón Júlíus segir mikinn metnað ríkja meðal starfsmanna Golfstöðvarinnar og er stefnan meðal annars tekin á ýmiskonar innlenda dagskrárgerð. „Við erum að vinna í skipulagningu á nýjum innlendum þáttum og munu þeir taka á sig frekari mynd á næstu vikum. Ég get þó upplýst það að lögð hafa verið drög að nýjum íslenskum spjallþætti um golf. Meðal erlendra þátta á dagskrá má nefna Golfing World sem Jón Júlíus segir frábæran þátt. „Þar er fjallað um allar hliðar golfsins. Þátturinn hefur verið mjög vinsæll meðal kylfinga og er sýndur víða um heim. Nýr þáttur er á dagskrá alla virka daga vikunnar og höfðar til allra golfáhugamanna.“ Í febrúar ber Heimsmótið í holukeppni hæst. Í mótinu leika 64 bestu kylfingar heims í holukeppni sem er að sögn Jóns Júlíusar afar skemmtilegt leikform. "Mótið hefst 19. febrúar og taka 64 bestu kylfingar heims þátt. Að auki verða nokkur frábær mót á PGA-mótaröðinni á dagskrá í febrúar. Þá styttist í fyrsta risamót ársins, Masters, sem hefst 10. apríl."
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira