Drukkinn bóndadrengur lendir í ógöngum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 13:00 Sölvi bjó í Skotlandi um tíma og heillaðist af landi, þjóð og tungumáli. Mynd/Hermann Karlsson „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég bjó úti í Skotlandi fyrir um tíu árum síðan og hef lengi ætlað að klára þessa þýðingu. Nú lét ég verða af því,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson spurður um tildrög þess að hann þýddi ljóðabálkinn Tam o'Shanter eftir Roberts Burns, sem nú er kominn út hjá Gallerýi Brumm.Robert Burns er þjóðskáld Skota og ljóð hans eru mjög skosk, skapaði það vandamál við þýðinguna? „Hann blandar oft saman ensku og skosku sem var og er þjóðtunga þeirra Skota. Oft orti hann reyndar bara á skosku þannig að það er ekki alltaf hlaupið að því að skilja skáldið, en ég var með ágæta fræðilega útgáfu á verkum hans þar sem voru glósur og skýringar og þurfti að lesa dálítið stíft til að komast í gegnum það.“Robert Burns var fæddur 1759, tala ljóð hans til nútímans? „Já, mér finnst það. Hann er mjög skemmtilegt skáld, fyndinn og tímalaus. Sérstaklega skemmtilegur, auðvitað, fyrir þá sem hafa einhver tengsl við Skotland, því skoskur kúltúr, landslag og matur er svo ríkt. Svo ekki sé nú minnst á ævintýrin og tungumálið.“Bjóst þú lengi í Skotlandi? „Fyrst bjó ég þar í eitt og hálft ár og seinna í nokkra mánuði og hef alltaf verið þar með annan fótinn síðan, reyni að heimsækja Edinborg eins oft og ég get.“Var Tam o‘Shanter, sem bálkurinn fjallar um, raunveruleg persóna? „Nei, ég held að hann sé skálduð persóna, en Burns byggir ljóðið á prósafrásögn annars manns og gerir það auðvitað með sínum hætti. Sagan fjallar um ósköp venjulegan bóndadreng sem fer á markaðinn og tefst á kránni á leiðinni heim. Konan hans bíður, ekki par sátt, eftir honum heima en hann leggur ekki af stað heim fyrr en hann er búinn að drekka sig fullan og lendir í miklum ógöngum og óförum á heimleiðinni. Hann álpast inn í kirkju á nornanóttina sjálfa og hittir þar fyrir nornir, drýsla og djöfla sem eru að dansi og skemmtun. Hann verður svo heillaður að hann gerir vart við sig og þar með hefst mikill eltingaleikur. Það má alveg lesa þetta sem existensíalíska lýsingu á ástandi mannsins og það er mikið kjöt á beinunum í þessu kvæði.“Bókin er gefin út af Gallerýi Brumm, hvað er það? „Það er lítið gallerý og forlag sem hóf sinn rekstur í skottinu á Land Rover og framdi gjörninga uppi á fjöllum. Ég stóð fyrir þessu en það hafa ýmsir listamenn verið viðloðandi gallerýið þótt það hafi svo sem ekki látið mikið að sér kveða.“Þú sendir í haust frá þér mikið stórvirki, Stangveiðar á Íslandi og Íslenska vatnabók, var ljóðagerðin og þýðingarnar nokkurs konar hvíld frá því? „Já, eiginlega, ég var bara að draga andann eftir þá útgáfu og notaði þýðinguna til að koma mér niður á jörðina í haust.“Og hvar geta áhugasamir orðið sér úti um Tam o‘Shanter? „Ég er nú ekki búinn að dreifa henni í bókabúðir ennþá, en það er á stefnuskránni að koma henni allavega í búðir í miðbænum. Þangað til geta þeir sem áhugasamir eru sent mér skilaboð á Facebook og tryggt sér eintak.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ég fékk þessa hugmynd þegar ég bjó úti í Skotlandi fyrir um tíu árum síðan og hef lengi ætlað að klára þessa þýðingu. Nú lét ég verða af því,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson spurður um tildrög þess að hann þýddi ljóðabálkinn Tam o'Shanter eftir Roberts Burns, sem nú er kominn út hjá Gallerýi Brumm.Robert Burns er þjóðskáld Skota og ljóð hans eru mjög skosk, skapaði það vandamál við þýðinguna? „Hann blandar oft saman ensku og skosku sem var og er þjóðtunga þeirra Skota. Oft orti hann reyndar bara á skosku þannig að það er ekki alltaf hlaupið að því að skilja skáldið, en ég var með ágæta fræðilega útgáfu á verkum hans þar sem voru glósur og skýringar og þurfti að lesa dálítið stíft til að komast í gegnum það.“Robert Burns var fæddur 1759, tala ljóð hans til nútímans? „Já, mér finnst það. Hann er mjög skemmtilegt skáld, fyndinn og tímalaus. Sérstaklega skemmtilegur, auðvitað, fyrir þá sem hafa einhver tengsl við Skotland, því skoskur kúltúr, landslag og matur er svo ríkt. Svo ekki sé nú minnst á ævintýrin og tungumálið.“Bjóst þú lengi í Skotlandi? „Fyrst bjó ég þar í eitt og hálft ár og seinna í nokkra mánuði og hef alltaf verið þar með annan fótinn síðan, reyni að heimsækja Edinborg eins oft og ég get.“Var Tam o‘Shanter, sem bálkurinn fjallar um, raunveruleg persóna? „Nei, ég held að hann sé skálduð persóna, en Burns byggir ljóðið á prósafrásögn annars manns og gerir það auðvitað með sínum hætti. Sagan fjallar um ósköp venjulegan bóndadreng sem fer á markaðinn og tefst á kránni á leiðinni heim. Konan hans bíður, ekki par sátt, eftir honum heima en hann leggur ekki af stað heim fyrr en hann er búinn að drekka sig fullan og lendir í miklum ógöngum og óförum á heimleiðinni. Hann álpast inn í kirkju á nornanóttina sjálfa og hittir þar fyrir nornir, drýsla og djöfla sem eru að dansi og skemmtun. Hann verður svo heillaður að hann gerir vart við sig og þar með hefst mikill eltingaleikur. Það má alveg lesa þetta sem existensíalíska lýsingu á ástandi mannsins og það er mikið kjöt á beinunum í þessu kvæði.“Bókin er gefin út af Gallerýi Brumm, hvað er það? „Það er lítið gallerý og forlag sem hóf sinn rekstur í skottinu á Land Rover og framdi gjörninga uppi á fjöllum. Ég stóð fyrir þessu en það hafa ýmsir listamenn verið viðloðandi gallerýið þótt það hafi svo sem ekki látið mikið að sér kveða.“Þú sendir í haust frá þér mikið stórvirki, Stangveiðar á Íslandi og Íslenska vatnabók, var ljóðagerðin og þýðingarnar nokkurs konar hvíld frá því? „Já, eiginlega, ég var bara að draga andann eftir þá útgáfu og notaði þýðinguna til að koma mér niður á jörðina í haust.“Og hvar geta áhugasamir orðið sér úti um Tam o‘Shanter? „Ég er nú ekki búinn að dreifa henni í bókabúðir ennþá, en það er á stefnuskránni að koma henni allavega í búðir í miðbænum. Þangað til geta þeir sem áhugasamir eru sent mér skilaboð á Facebook og tryggt sér eintak.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira