Sagður vera næsti Ari Eldjárn Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. febrúar 2014 10:00 „Ég hef verið að fá símtöl eftir þáttinn og þá hefur fólk verið að biðja mig um að segja brandara og svona,“ segir Fannar Halldór Sveinbjörnsson, tvítugur nemi á listabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann vakti mikla lukku fyrir uppistand sitt í fyrsta þætti Ísland Got Talent og hefur myndbandið af honum verið skoðað tæplega átta þúsund sinnum á YouTube. Hann er af mörgum talinn vera næsti Ari Eldjárn. „Ég var mjög hissa að sjá þetta á YouTube og fannst skrítið að vera allt í einu að fá símtöl frá ókunnugu fólki í kjölfarið,“ segir Fannar Halldór. Hann segist vera mikill djókari og að ávallt sé stutt í grínið í kringum hann. Hann langar mikið til þess að feta grínbrautina í framtíðinni. „Mig langar að verða uppistandari og grínleikari. Annars er ég opinn fyrir ansi mörgu en get þó ekki spáð um framtíðina, ég er ekki miðill.“Fannar Halldór langar að feta grínbrautina í framtíðinni.fréttablaðið/gvaHann segir það ekki ólíklegt að hann muni setja inn grínmyndbönd á YouTube í kjölfar athyglinnar sem hann hefur fengið undanfarið. „Ég hef gaman af því að skemmta fólki og langar að gera meira af því. Það er alveg líklegt að ég fari að setja inn grínmyndbönd.“ Hans helstu fyrirmyndir í gríninu eru Laddi, Jim Carrey, Jeff Dunham og Jack Black ásamt fleirum. Ein fleygasta setning Fannars Halldórs í Ísland Got Talent er líklega þegar hann öskrar á dómarana „Come On!“ þegar þau hafa öll neitað honum. „Þetta kom bara ósjálfrátt, mér fannst dómararnir ekki hafa neinn húmor,“ segir Fannar Halldór aðspurður um setninguna fleygu. Hann bætir við að honum hafi þótt Bubbi vera of neikvæður. „Það er alltaf einn mjög erfiður dómari í svona þáttum eins og Simon Cowell í American Idol og Pierce Morgan úr Got Talent-þáttunum.“ Fannar Halldór, sem er upphaflega frá Ísafirði en nú búsettur í Reykjavík, er að fara að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Ég er að fara að fá mér flúr í febrúar og ætla að fá mér listamannslógóið mitt.“ Ísland Got Talent Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Ég hef verið að fá símtöl eftir þáttinn og þá hefur fólk verið að biðja mig um að segja brandara og svona,“ segir Fannar Halldór Sveinbjörnsson, tvítugur nemi á listabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann vakti mikla lukku fyrir uppistand sitt í fyrsta þætti Ísland Got Talent og hefur myndbandið af honum verið skoðað tæplega átta þúsund sinnum á YouTube. Hann er af mörgum talinn vera næsti Ari Eldjárn. „Ég var mjög hissa að sjá þetta á YouTube og fannst skrítið að vera allt í einu að fá símtöl frá ókunnugu fólki í kjölfarið,“ segir Fannar Halldór. Hann segist vera mikill djókari og að ávallt sé stutt í grínið í kringum hann. Hann langar mikið til þess að feta grínbrautina í framtíðinni. „Mig langar að verða uppistandari og grínleikari. Annars er ég opinn fyrir ansi mörgu en get þó ekki spáð um framtíðina, ég er ekki miðill.“Fannar Halldór langar að feta grínbrautina í framtíðinni.fréttablaðið/gvaHann segir það ekki ólíklegt að hann muni setja inn grínmyndbönd á YouTube í kjölfar athyglinnar sem hann hefur fengið undanfarið. „Ég hef gaman af því að skemmta fólki og langar að gera meira af því. Það er alveg líklegt að ég fari að setja inn grínmyndbönd.“ Hans helstu fyrirmyndir í gríninu eru Laddi, Jim Carrey, Jeff Dunham og Jack Black ásamt fleirum. Ein fleygasta setning Fannars Halldórs í Ísland Got Talent er líklega þegar hann öskrar á dómarana „Come On!“ þegar þau hafa öll neitað honum. „Þetta kom bara ósjálfrátt, mér fannst dómararnir ekki hafa neinn húmor,“ segir Fannar Halldór aðspurður um setninguna fleygu. Hann bætir við að honum hafi þótt Bubbi vera of neikvæður. „Það er alltaf einn mjög erfiður dómari í svona þáttum eins og Simon Cowell í American Idol og Pierce Morgan úr Got Talent-þáttunum.“ Fannar Halldór, sem er upphaflega frá Ísafirði en nú búsettur í Reykjavík, er að fara að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Ég er að fara að fá mér flúr í febrúar og ætla að fá mér listamannslógóið mitt.“
Ísland Got Talent Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira