Coen-bræðurnir hata ketti Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 10:00 Lífið er ekki dans á rósum fyrir Llewyn Davis. Nýjasta mynd Coen-bræðranna, þeirra Ethans og Joels, Inside Llewyn Davis, verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Myndin gerist um vetur í New York-borg þar sem tónlistarmaðurinn Llewyn Davis berst við að eiga í sig og á. Félagi hans í tónlistinni, Mike, fremur sjálfsmorð, sólóplata hans Inside Llewyn Davis selst ekkert, hann á engan pening og þarf að sofa á sófanum hjá vinum og kunningjum. Hann reynir hvað sem hann getur til að meika það í tónlistinni og auðvitað blandast vandamál í ástarlífinu inní þá baráttu. Coen-bræður eru kvikmyndaáhugamönnum ekki ókunnugir en síðasta mynd þeirra, True Grit frá árinu 2010, vakti gríðarlega lukku. Þá eru þeir af mörgum taldir eiga heiðurinn að einni bestu mynd allra tíma – Fargo frá árinu 1996. Coen-bræður hafa unnið með sama kvikmyndatökumanninum að nær öllum myndum sínum. Sá heitir Roger Deakins en hann gat ekki unnið við Inside Llewyn Davis þar sem hann var upptekinn í tökum á James Bond-myndinni Skyfall. Hinn franski Bruno Delbonnel var fenginn til verksins í hans stað og hlaut nýlega Óskarstilnefningu fyrir kvikmyndatökuna – sína fjórðu á þrettán árum. Roger hefur hins vegar hlotið ellefu tilnefningar til Óskarsins og voru fimm af þeim fyrir myndir úr smiðju Ethans og Joels.Hér sjást Coen-bræður ásamt Roger Deakins.Það flækti gerð myndarinnar Inside Llewyn Davis talsvert að köttur leikur stórt hluverk. Coen-bræður ráðfærðu sig við dýraþjálfara og héldu sérstakar áheyrnarprufur fyrir gulan kött. Nokkrir kettir voru valdir og var skipst á að nota þá eftir því hverju þeir voru góðir í. Coen-bræður sögðu við blaðamanninn Terry Gross að það hefði verið afar erfitt að vinna með marga ketti á setti og það hefði endað með því að þeim væri mjög illa við ketti í dag. Þá er aðalleikaranum Oscar Isaac einnig meinilla við ketti vegna þess að hann var einu sinni bitinn af ketti og fékk sýkingu í sárið. Inside Llewyn Davis var heimsfrumsýnd í maí á síðasta ári á kvikmyndahátíðinni í Cannes og heillaði gagnrýnendur. Þá er hún tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna – fyrir bestu kvikmyndatöku eins og áður segir og bestu hljóðblöndun. Auk Oscars Isaac eru það Carey Mulligan, Justin Timberlake, John Goodman og Ethan Phillips sem fara með aðalhlutverkin. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Nýjasta mynd Coen-bræðranna, þeirra Ethans og Joels, Inside Llewyn Davis, verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Myndin gerist um vetur í New York-borg þar sem tónlistarmaðurinn Llewyn Davis berst við að eiga í sig og á. Félagi hans í tónlistinni, Mike, fremur sjálfsmorð, sólóplata hans Inside Llewyn Davis selst ekkert, hann á engan pening og þarf að sofa á sófanum hjá vinum og kunningjum. Hann reynir hvað sem hann getur til að meika það í tónlistinni og auðvitað blandast vandamál í ástarlífinu inní þá baráttu. Coen-bræður eru kvikmyndaáhugamönnum ekki ókunnugir en síðasta mynd þeirra, True Grit frá árinu 2010, vakti gríðarlega lukku. Þá eru þeir af mörgum taldir eiga heiðurinn að einni bestu mynd allra tíma – Fargo frá árinu 1996. Coen-bræður hafa unnið með sama kvikmyndatökumanninum að nær öllum myndum sínum. Sá heitir Roger Deakins en hann gat ekki unnið við Inside Llewyn Davis þar sem hann var upptekinn í tökum á James Bond-myndinni Skyfall. Hinn franski Bruno Delbonnel var fenginn til verksins í hans stað og hlaut nýlega Óskarstilnefningu fyrir kvikmyndatökuna – sína fjórðu á þrettán árum. Roger hefur hins vegar hlotið ellefu tilnefningar til Óskarsins og voru fimm af þeim fyrir myndir úr smiðju Ethans og Joels.Hér sjást Coen-bræður ásamt Roger Deakins.Það flækti gerð myndarinnar Inside Llewyn Davis talsvert að köttur leikur stórt hluverk. Coen-bræður ráðfærðu sig við dýraþjálfara og héldu sérstakar áheyrnarprufur fyrir gulan kött. Nokkrir kettir voru valdir og var skipst á að nota þá eftir því hverju þeir voru góðir í. Coen-bræður sögðu við blaðamanninn Terry Gross að það hefði verið afar erfitt að vinna með marga ketti á setti og það hefði endað með því að þeim væri mjög illa við ketti í dag. Þá er aðalleikaranum Oscar Isaac einnig meinilla við ketti vegna þess að hann var einu sinni bitinn af ketti og fékk sýkingu í sárið. Inside Llewyn Davis var heimsfrumsýnd í maí á síðasta ári á kvikmyndahátíðinni í Cannes og heillaði gagnrýnendur. Þá er hún tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna – fyrir bestu kvikmyndatöku eins og áður segir og bestu hljóðblöndun. Auk Oscars Isaac eru það Carey Mulligan, Justin Timberlake, John Goodman og Ethan Phillips sem fara með aðalhlutverkin.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira