Þegar örlögin grípa inn í Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Íslenskir íþróttamenn munu vafalítið fá væna gæsahúð þegar Vetrarólympíuleikarnir verða settir í borginni Sotsjí við Svartahaf síðar í dag. Eftir margra ára þrotlausar æfingar með langtímamarkið í huga er draumurinn orðinn að veruleika. Reyndar ekki hjá öllum. Akureyringurinn María Guðmundsdóttir, besta svigkona Íslands, féll í þýskri skíðabrekku á mánudaginn. Krossband að líkindum slitið í hné og ballið búið í bili. Engin Rússlandsferð. Það sorglega er að skíðakonan, sem verður 21 árs á árinu, var einnig nálægt því að komast á leikana í Vancouver í Kanada fyrir fjórum árum en meiðsli og kvótaskilyrði komu í veg fyrir það. Ég hitti Maríu í fyrsta og eina skiptið hingað til fyrir tveimur vikum í sendiráði Rússa í Garðastræti. Þá var verið að tilkynna hverjir færu til Rússlands fyrir hönd Íslands og var skíðakonan brosmilda vægast sagt spennt. Eftir samtal okkar er ég viss um að þar fer afar metnaðarfull stúlka með stórt hjarta. Ekki minnkaði álit mitt á henni þegar ég ræddi við hana daginn eftir slysið. Þrátt fyrir að vera skiljanlega í molum reyndi María að finna jákvæða hlið á málinu. Erla Ásgeirsdóttir, mjög góð vinkona hennar, fengi að fara í staðinn sem væri frábært fyrir hana. Fyrirmyndarviðhorf hjá afrekskonu skömmu eftir mikið áfall. María hefur ekki ákveðið hvað taki við. Hún útilokar ekki að leggja skíðin á hilluna sem hefur því miður verið algengt hjá íslensku skíðafólki upp úr tvítugu. María hafði hins vegar sýnt það í vetur að hún væri til alls líkleg, tók miklum framförum, og vonandi fyrir íslenskt íþróttalíf að hún snúi aftur í brekkurnar. Mestu skiptir þó auðvitað að hún taki þá ákvörðun sem henni líður best með sjálfri. Það gildir um íþróttafólk sem annað fólk. Slíka ákvörðun þarf ekki að taka í flýti. Þegar áfall dynur yfir er í lagi að gefa sér tíma, velta málunum fyrir sér og taka ákvörðun í sátt við sjálfan sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Íslenskir íþróttamenn munu vafalítið fá væna gæsahúð þegar Vetrarólympíuleikarnir verða settir í borginni Sotsjí við Svartahaf síðar í dag. Eftir margra ára þrotlausar æfingar með langtímamarkið í huga er draumurinn orðinn að veruleika. Reyndar ekki hjá öllum. Akureyringurinn María Guðmundsdóttir, besta svigkona Íslands, féll í þýskri skíðabrekku á mánudaginn. Krossband að líkindum slitið í hné og ballið búið í bili. Engin Rússlandsferð. Það sorglega er að skíðakonan, sem verður 21 árs á árinu, var einnig nálægt því að komast á leikana í Vancouver í Kanada fyrir fjórum árum en meiðsli og kvótaskilyrði komu í veg fyrir það. Ég hitti Maríu í fyrsta og eina skiptið hingað til fyrir tveimur vikum í sendiráði Rússa í Garðastræti. Þá var verið að tilkynna hverjir færu til Rússlands fyrir hönd Íslands og var skíðakonan brosmilda vægast sagt spennt. Eftir samtal okkar er ég viss um að þar fer afar metnaðarfull stúlka með stórt hjarta. Ekki minnkaði álit mitt á henni þegar ég ræddi við hana daginn eftir slysið. Þrátt fyrir að vera skiljanlega í molum reyndi María að finna jákvæða hlið á málinu. Erla Ásgeirsdóttir, mjög góð vinkona hennar, fengi að fara í staðinn sem væri frábært fyrir hana. Fyrirmyndarviðhorf hjá afrekskonu skömmu eftir mikið áfall. María hefur ekki ákveðið hvað taki við. Hún útilokar ekki að leggja skíðin á hilluna sem hefur því miður verið algengt hjá íslensku skíðafólki upp úr tvítugu. María hafði hins vegar sýnt það í vetur að hún væri til alls líkleg, tók miklum framförum, og vonandi fyrir íslenskt íþróttalíf að hún snúi aftur í brekkurnar. Mestu skiptir þó auðvitað að hún taki þá ákvörðun sem henni líður best með sjálfri. Það gildir um íþróttafólk sem annað fólk. Slíka ákvörðun þarf ekki að taka í flýti. Þegar áfall dynur yfir er í lagi að gefa sér tíma, velta málunum fyrir sér og taka ákvörðun í sátt við sjálfan sig.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun