Skylda að geyma og varðveita vídeólist 13. febrúar 2014 10:30 Kristín Scheving MYND/ Steinrún Ótta Stefánsdóttir Listasafn Íslands er nú í óða önn að vinna að stofnun svokallaðrar Vasulka-stofu, en hún kemur til með að varðveita vídeólist. „Það er skylda Íslendinga að flokka þessa list og geyma hana. Mér finnst vera vakning á þessu, en vídeólist hefur fengið að sitja á hakanum. Það eru mörg söfn að gera þetta úti um allan heim. Það er bara komið að þessu,“ segir Kristín Scheving, deildarstjóri Vasulka-stofu, en Steina og Woody Vasulka eru hvatar að stofnun stofunnar. „Steina og Woody Vasulka eru brautryðjendur í vídeólist á heimsvísu. Það er ósk þeirra að sameiginleg saga þeirra og ferill verði að miklum hluta varðveittur á Íslandi, þó að þau hafi verið búsett í Bandaríkjunum um langt skeið. Nú er hægt að nálgast eitthvað af þeirra verkum á söfnum og gagnagrunnum víðs vegar um heiminn, til að mynda í Hollandi og í Kanada. Steinu og Woody fannst leiðinlegt að Ísland væri ekki hluti af þessu alþjóðlega neti sem varðveitir list þeirra,“ segir hún jafnframt.Steina og Woody VasulkaMYND/Sigurður GunnarssonSteina [Steinunn Bjarnadóttir] er fædd og uppalin í Reykjavík en sótti framhaldsnám í fiðluleik til Prag, árin 1959 til 1965. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasulka. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt undir heitinu Tímóteus Pétursson og ári síðar voru þau búin að koma sér fyrir í New York, þar sem þeirra beið að taka virkan þátt í þróun hinnar alþjóðlegu vídeóbyltingar sem þá var í burðarliðnum. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village, á Manhattan, eina þekktustu og virtustu margmiðlunarmiðstöð veraldar. Vorið 1973 yfirgáfu Steina og Woody New York-borg og settust að í Buffalo, þar sem þau gegndu prófessorsstöðu við SUNY. Árið 1981 fluttu þau suður til Nýju-Mexíkó þar sem þau hafa síðan haft lögheimili. Þar er enn að finna myndbanda- og heimildasafn þeirra sem ætlað er að Vasulka-stofa Listasafns Íslands varðveiti ásamt því að safna annarri íslenskri vídeó- og margmiðlunarlist. „Við finnum fyrir miklum áhuga á sögu þeirra,“ segir Kristín. Steina og Woody Vasulka eru bæði á áttræðisaldri. „Nú sem stendur er unnið að yfirfærslu verka þeirra á stafrænt form á nokkrum stöðum. Meðal annars í Bandaríkjunum, og við stefnum á að koma að því starfi í samstarfi við sérfræðinga frá Amsterdam og Noregi bráðlega. Formleg opnun á stofunni verður svo þann 16. október í Listasafni Íslands í tengslum við 130 ára afmæli safnsins,“ segir Kristín að lokum. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Listasafn Íslands er nú í óða önn að vinna að stofnun svokallaðrar Vasulka-stofu, en hún kemur til með að varðveita vídeólist. „Það er skylda Íslendinga að flokka þessa list og geyma hana. Mér finnst vera vakning á þessu, en vídeólist hefur fengið að sitja á hakanum. Það eru mörg söfn að gera þetta úti um allan heim. Það er bara komið að þessu,“ segir Kristín Scheving, deildarstjóri Vasulka-stofu, en Steina og Woody Vasulka eru hvatar að stofnun stofunnar. „Steina og Woody Vasulka eru brautryðjendur í vídeólist á heimsvísu. Það er ósk þeirra að sameiginleg saga þeirra og ferill verði að miklum hluta varðveittur á Íslandi, þó að þau hafi verið búsett í Bandaríkjunum um langt skeið. Nú er hægt að nálgast eitthvað af þeirra verkum á söfnum og gagnagrunnum víðs vegar um heiminn, til að mynda í Hollandi og í Kanada. Steinu og Woody fannst leiðinlegt að Ísland væri ekki hluti af þessu alþjóðlega neti sem varðveitir list þeirra,“ segir hún jafnframt.Steina og Woody VasulkaMYND/Sigurður GunnarssonSteina [Steinunn Bjarnadóttir] er fædd og uppalin í Reykjavík en sótti framhaldsnám í fiðluleik til Prag, árin 1959 til 1965. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasulka. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt undir heitinu Tímóteus Pétursson og ári síðar voru þau búin að koma sér fyrir í New York, þar sem þeirra beið að taka virkan þátt í þróun hinnar alþjóðlegu vídeóbyltingar sem þá var í burðarliðnum. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village, á Manhattan, eina þekktustu og virtustu margmiðlunarmiðstöð veraldar. Vorið 1973 yfirgáfu Steina og Woody New York-borg og settust að í Buffalo, þar sem þau gegndu prófessorsstöðu við SUNY. Árið 1981 fluttu þau suður til Nýju-Mexíkó þar sem þau hafa síðan haft lögheimili. Þar er enn að finna myndbanda- og heimildasafn þeirra sem ætlað er að Vasulka-stofa Listasafns Íslands varðveiti ásamt því að safna annarri íslenskri vídeó- og margmiðlunarlist. „Við finnum fyrir miklum áhuga á sögu þeirra,“ segir Kristín. Steina og Woody Vasulka eru bæði á áttræðisaldri. „Nú sem stendur er unnið að yfirfærslu verka þeirra á stafrænt form á nokkrum stöðum. Meðal annars í Bandaríkjunum, og við stefnum á að koma að því starfi í samstarfi við sérfræðinga frá Amsterdam og Noregi bráðlega. Formleg opnun á stofunni verður svo þann 16. október í Listasafni Íslands í tengslum við 130 ára afmæli safnsins,“ segir Kristín að lokum.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira