Yfir fjögur þúsund mættu á jeppasýningu um helgina Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. febrúar 2014 13:52 Heimskautajeppi tekinn út. Sérstök áhersla var lögð á breytta jeppa á 33 til 44 tommu dekkjum á jeppasýningunni á laugardag. Mynd/Toyota Rúmlega fjögur þúsund gestir sóttu heim Toyota í Kauptúni í Kópavogi á laugardag þar sem fram fór árviss jeppasýning fyrirtækisins í sýningarsal og utandyra. Á staðnum mátti sjá mikið úrval bæði nýrra og eldri Toyota jeppa. Meðal annars var þarna til sýnis sérútbúinn sex hjóla Toyota Hilux jeppa sem Arctic Trucks hefur breytt og gert kláran til heimskautaferða. Jeppasýningar Toyota hafa verið með fjölsóttustu bílasýningum landsins undanfarin ár. Þar gefst enda fágætt tækifæri til að sjá á sama tíma nýjustu jeppana frá Toyota, nýlega breytta og sérútbúna jeppa og úrval eldri bíla. Torfærutröllin var að finna bæði innan og utandyra hjá Toyota í Kópavogi um helgina.Mynd/ToyotaSpáð í spilið.Mynd/ToyotaUngur nemur, gamall temur. Gestir á jeppasýningu Toyota um helgina voru á öllum aldri.Mynd/ToyotaFjölmargir lögðu leið sína í sýningarsalinn í Kauptúni.Mynd/Toyota Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Rúmlega fjögur þúsund gestir sóttu heim Toyota í Kauptúni í Kópavogi á laugardag þar sem fram fór árviss jeppasýning fyrirtækisins í sýningarsal og utandyra. Á staðnum mátti sjá mikið úrval bæði nýrra og eldri Toyota jeppa. Meðal annars var þarna til sýnis sérútbúinn sex hjóla Toyota Hilux jeppa sem Arctic Trucks hefur breytt og gert kláran til heimskautaferða. Jeppasýningar Toyota hafa verið með fjölsóttustu bílasýningum landsins undanfarin ár. Þar gefst enda fágætt tækifæri til að sjá á sama tíma nýjustu jeppana frá Toyota, nýlega breytta og sérútbúna jeppa og úrval eldri bíla. Torfærutröllin var að finna bæði innan og utandyra hjá Toyota í Kópavogi um helgina.Mynd/ToyotaSpáð í spilið.Mynd/ToyotaUngur nemur, gamall temur. Gestir á jeppasýningu Toyota um helgina voru á öllum aldri.Mynd/ToyotaFjölmargir lögðu leið sína í sýningarsalinn í Kauptúni.Mynd/Toyota
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent