Ósvífni Gísla Marteins Atli Fannar Bjarkason skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Mér fannst þetta ömurlegt viðtal, svo það sé nú bara sagt, ömurlegt. Gísli Marteinn var aggressívur. Það er ekki alltaf rétt að fara þessu hörðu leið að fólki til að spyrja. Ef þú færð ekki svörin sem þú kallar eftir, af hverju leitarðu ekki einhverra annarra leiða til þess að ná þessum svörum? Gísli Marteinn hefði til dæmis getað notað sokkabrúður til að stilla upp andstæðum pólum; forsætisráðherra gegn minnihlutanum. Eða forsætisráðherra gegn viðskiptalífinu. Eða forsætisráðherra gegn fjölmiðlum. Eða forsætisráðherra gegn Evrópusambandinu. Hlutverk fjölmiðla er ekki að þjarma að valdhöfum. Ef forsætisráðherra velur að svara ekki spurningum þá má hann hreinlega velja sér svar við spurningu af handahófi og láta það duga. Þetta er ekki umræðuhefð í sjónvarpi sem fólk langar til að sjá. Það vantaði allt Ísland Got Talent og Biggest Loser Ísland í þetta – sem sást á viðbrögðunum við viðtalinu. Eða öllu heldur skortinum. Viðtalið hefur ekki komist að í umræðunni. Forsætisráðherra gerði allt rétt. Í staðinn fyrir að halla sér aftur í stólnum og svara spurningum af yfirvegun og hógværð þá mætti hann tilbúinn til orrustu. Hann spennti alla vöðva líkamans og hallaði sér fram með báða fætur í viðbragðsstöðu. Sókn er besta vörnin – þetta veit forsætisráðherra. Þess vegna var hann tilbúinn að spretta úr stólnum eins og þrautþjálfaður samúræi. ÓsvífniGísla Marteins náði hápunkti þegar hann greip fram í fyrir forsætisráðherra með þeim orðum að hann stýrði viðtalinu. Auðmjúkur reyndi forsætisráðherra að leiðrétta skynvillu þáttarstjórnandans, sem var greinilega búinn að gleyma að eftir síðustu hrókeringu í stjórn Ríkisútvarpsins eru framsóknarmenn með þrjá fulltrúa – jafn marga og minnihlutinn til samans. Það þarf því ekkert sérstaklega frjótt ímyndunarafl til að komast að þeirri niðurstöðu að það var í raun forsætisráðherra sem stýrði viðtalinu. Sem hann undirstrikaði með því að hrósa Gísla fyrir frammistöðuna í lokin og skora svo á hann í störukeppni með heimsþekktu látbragði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun
Mér fannst þetta ömurlegt viðtal, svo það sé nú bara sagt, ömurlegt. Gísli Marteinn var aggressívur. Það er ekki alltaf rétt að fara þessu hörðu leið að fólki til að spyrja. Ef þú færð ekki svörin sem þú kallar eftir, af hverju leitarðu ekki einhverra annarra leiða til þess að ná þessum svörum? Gísli Marteinn hefði til dæmis getað notað sokkabrúður til að stilla upp andstæðum pólum; forsætisráðherra gegn minnihlutanum. Eða forsætisráðherra gegn viðskiptalífinu. Eða forsætisráðherra gegn fjölmiðlum. Eða forsætisráðherra gegn Evrópusambandinu. Hlutverk fjölmiðla er ekki að þjarma að valdhöfum. Ef forsætisráðherra velur að svara ekki spurningum þá má hann hreinlega velja sér svar við spurningu af handahófi og láta það duga. Þetta er ekki umræðuhefð í sjónvarpi sem fólk langar til að sjá. Það vantaði allt Ísland Got Talent og Biggest Loser Ísland í þetta – sem sást á viðbrögðunum við viðtalinu. Eða öllu heldur skortinum. Viðtalið hefur ekki komist að í umræðunni. Forsætisráðherra gerði allt rétt. Í staðinn fyrir að halla sér aftur í stólnum og svara spurningum af yfirvegun og hógværð þá mætti hann tilbúinn til orrustu. Hann spennti alla vöðva líkamans og hallaði sér fram með báða fætur í viðbragðsstöðu. Sókn er besta vörnin – þetta veit forsætisráðherra. Þess vegna var hann tilbúinn að spretta úr stólnum eins og þrautþjálfaður samúræi. ÓsvífniGísla Marteins náði hápunkti þegar hann greip fram í fyrir forsætisráðherra með þeim orðum að hann stýrði viðtalinu. Auðmjúkur reyndi forsætisráðherra að leiðrétta skynvillu þáttarstjórnandans, sem var greinilega búinn að gleyma að eftir síðustu hrókeringu í stjórn Ríkisútvarpsins eru framsóknarmenn með þrjá fulltrúa – jafn marga og minnihlutinn til samans. Það þarf því ekkert sérstaklega frjótt ímyndunarafl til að komast að þeirri niðurstöðu að það var í raun forsætisráðherra sem stýrði viðtalinu. Sem hann undirstrikaði með því að hrósa Gísla fyrir frammistöðuna í lokin og skora svo á hann í störukeppni með heimsþekktu látbragði.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun