Fjórða myndin á heimavelli Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 08:30 Bruce Dern þykir afar góður sem gamalmennið Woody. Kvikmyndin Nebraska verður frumsýnd á Íslandi á morgun en Alexander Payne er leikstjóri myndarinnar. Myndin fjallar um Woody Grant, sem leikinn er af gömlu kempunni Bruce Dern. Hann er afar fyrirferðarmikill maður frá Missouri og er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara á happaþrennu. Svo gott er það ekki, því vinningurinn er hluti af svikamyllu. Sonur Woodys, David, sem leikinn er af Will Forte, samþykkir með semingi að keyra gamla manninn til Nebraska til að innheimta vinninginn. Þá hefst þeirra vegferð, sem reynist svo sannarlega lærdómsrík og ábatasöm, þrátt fyrir að feðgarnir verði ekki ríkari fyrir vikið. Stórleikararnir Gene Hackman, Robert Forster, Jack Nicholson og Robert Duvall komu allir til greina í aðalhlutverkið en á endanum hreppti Bruce Dern hnossið. Leikstjórinn Alexander Payne sér líklega ekki eftir valinu, því Bruce hlaut verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Gullpálmans. Þá er Bruce einnig tilnefndur sem besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í byrjun mars. Myndin hefur alls hlotið sex tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal sem besta myndin. Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston fór einnig í prufu fyrir hlutverk sonar Woodys, en Alexander fannst hann ekki passa í hlutverkið. Alexander hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe-verðlaunanna. Þetta er fjórða mynd hans sem gerist í heimaríki hans, Nebraska í Bandaríkjunum, en hinar þrjár eru Citizen Ruth, Election og About Schmidt. Golden Globes Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Nebraska verður frumsýnd á Íslandi á morgun en Alexander Payne er leikstjóri myndarinnar. Myndin fjallar um Woody Grant, sem leikinn er af gömlu kempunni Bruce Dern. Hann er afar fyrirferðarmikill maður frá Missouri og er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara á happaþrennu. Svo gott er það ekki, því vinningurinn er hluti af svikamyllu. Sonur Woodys, David, sem leikinn er af Will Forte, samþykkir með semingi að keyra gamla manninn til Nebraska til að innheimta vinninginn. Þá hefst þeirra vegferð, sem reynist svo sannarlega lærdómsrík og ábatasöm, þrátt fyrir að feðgarnir verði ekki ríkari fyrir vikið. Stórleikararnir Gene Hackman, Robert Forster, Jack Nicholson og Robert Duvall komu allir til greina í aðalhlutverkið en á endanum hreppti Bruce Dern hnossið. Leikstjórinn Alexander Payne sér líklega ekki eftir valinu, því Bruce hlaut verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Gullpálmans. Þá er Bruce einnig tilnefndur sem besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í byrjun mars. Myndin hefur alls hlotið sex tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal sem besta myndin. Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston fór einnig í prufu fyrir hlutverk sonar Woodys, en Alexander fannst hann ekki passa í hlutverkið. Alexander hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe-verðlaunanna. Þetta er fjórða mynd hans sem gerist í heimaríki hans, Nebraska í Bandaríkjunum, en hinar þrjár eru Citizen Ruth, Election og About Schmidt.
Golden Globes Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein