Fjórða myndin á heimavelli Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 08:30 Bruce Dern þykir afar góður sem gamalmennið Woody. Kvikmyndin Nebraska verður frumsýnd á Íslandi á morgun en Alexander Payne er leikstjóri myndarinnar. Myndin fjallar um Woody Grant, sem leikinn er af gömlu kempunni Bruce Dern. Hann er afar fyrirferðarmikill maður frá Missouri og er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara á happaþrennu. Svo gott er það ekki, því vinningurinn er hluti af svikamyllu. Sonur Woodys, David, sem leikinn er af Will Forte, samþykkir með semingi að keyra gamla manninn til Nebraska til að innheimta vinninginn. Þá hefst þeirra vegferð, sem reynist svo sannarlega lærdómsrík og ábatasöm, þrátt fyrir að feðgarnir verði ekki ríkari fyrir vikið. Stórleikararnir Gene Hackman, Robert Forster, Jack Nicholson og Robert Duvall komu allir til greina í aðalhlutverkið en á endanum hreppti Bruce Dern hnossið. Leikstjórinn Alexander Payne sér líklega ekki eftir valinu, því Bruce hlaut verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Gullpálmans. Þá er Bruce einnig tilnefndur sem besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í byrjun mars. Myndin hefur alls hlotið sex tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal sem besta myndin. Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston fór einnig í prufu fyrir hlutverk sonar Woodys, en Alexander fannst hann ekki passa í hlutverkið. Alexander hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe-verðlaunanna. Þetta er fjórða mynd hans sem gerist í heimaríki hans, Nebraska í Bandaríkjunum, en hinar þrjár eru Citizen Ruth, Election og About Schmidt. Golden Globes Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin Nebraska verður frumsýnd á Íslandi á morgun en Alexander Payne er leikstjóri myndarinnar. Myndin fjallar um Woody Grant, sem leikinn er af gömlu kempunni Bruce Dern. Hann er afar fyrirferðarmikill maður frá Missouri og er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara á happaþrennu. Svo gott er það ekki, því vinningurinn er hluti af svikamyllu. Sonur Woodys, David, sem leikinn er af Will Forte, samþykkir með semingi að keyra gamla manninn til Nebraska til að innheimta vinninginn. Þá hefst þeirra vegferð, sem reynist svo sannarlega lærdómsrík og ábatasöm, þrátt fyrir að feðgarnir verði ekki ríkari fyrir vikið. Stórleikararnir Gene Hackman, Robert Forster, Jack Nicholson og Robert Duvall komu allir til greina í aðalhlutverkið en á endanum hreppti Bruce Dern hnossið. Leikstjórinn Alexander Payne sér líklega ekki eftir valinu, því Bruce hlaut verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Gullpálmans. Þá er Bruce einnig tilnefndur sem besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í byrjun mars. Myndin hefur alls hlotið sex tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal sem besta myndin. Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston fór einnig í prufu fyrir hlutverk sonar Woodys, en Alexander fannst hann ekki passa í hlutverkið. Alexander hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe-verðlaunanna. Þetta er fjórða mynd hans sem gerist í heimaríki hans, Nebraska í Bandaríkjunum, en hinar þrjár eru Citizen Ruth, Election og About Schmidt.
Golden Globes Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira