Gabbaðir lesendur reiðast Ugla Egilsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 13:00 Hvað má segja? "Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá.“ „Þegar lesendum sjálfsævisagna finnst þeir hafa verið gabbaðir á einhvern máta blossar oft upp reiði,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í bókmenntum við Háskóla Íslands, sem verður með bókaspjall sem nefnist Sjálfsævisagan og sannleikurinn á Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld. „Á Bókakaffinu ætla ég að nefna ýmis dæmi úr bókmenntasögunni þar sem einhver verk eru gefin út sem sjálfsævisögur, en eru mestmegnis skáldskapur, og fjalla um viðbrögð lesenda þegar þeir komast að því. Þá fer oft af stað umræða um svik. Það er eins og við gerum allt aðrar væntingar til þessarar tegundar bókmennta heldur en til skáldskapar. Til dæmis þóttist svissneskur höfundur hafa verið í útrýmingarbúðum nasista, en reyndist aldrei hafa komið þangað. Það má líka nefna bók sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Hún heitir Mölbrotinn og er eftir James Frey. Það varð mikið hneyksli í Bandaríkjunum þegar kom í ljós nokkrum árum seinna að bókin, sem var auglýst sem sjálfsævisaga, var meira og minna skáldskapur. Höfundurinn sagðist hafa lent í alls konar hremmingum vegna dópneyslu, sem kom á daginn að var stórlega ýkt. Í ljós kom að höfundurinn hafði sent handritið á milli útgefenda og alltaf fengið neitun, þar til hann sagði að bókin væri sjálfsævisaga. Höfundurinn fór í viðtal til Opruh Winfrey og bað lesendur afsökunar.“ Sjálfsævisagan þarf ekki að vera hreinn uppspuni til þess að svona gagnrýni komi fram. „Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá,“ segir Gunnþórunn. „Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvað við teljum að eigi heima í slíkum bókmenntum og gerum kröfu um sannsögli. En við erum kannski ekkert endilega að hugsa út í að minnið er brigðult og það sem við getum sagt um fortíðina er mjög litað af samtímanum þannig að það er kannski ekki hægt að biðja um sannleika,“ segir Gunnþórunn. Bókakaffið nefnist Lygar, ýkjur og fals, og fer fram í Gerðubergi klukkan 20 í kvöld. Aðgangur ókeypis. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þegar lesendum sjálfsævisagna finnst þeir hafa verið gabbaðir á einhvern máta blossar oft upp reiði,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í bókmenntum við Háskóla Íslands, sem verður með bókaspjall sem nefnist Sjálfsævisagan og sannleikurinn á Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld. „Á Bókakaffinu ætla ég að nefna ýmis dæmi úr bókmenntasögunni þar sem einhver verk eru gefin út sem sjálfsævisögur, en eru mestmegnis skáldskapur, og fjalla um viðbrögð lesenda þegar þeir komast að því. Þá fer oft af stað umræða um svik. Það er eins og við gerum allt aðrar væntingar til þessarar tegundar bókmennta heldur en til skáldskapar. Til dæmis þóttist svissneskur höfundur hafa verið í útrýmingarbúðum nasista, en reyndist aldrei hafa komið þangað. Það má líka nefna bók sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Hún heitir Mölbrotinn og er eftir James Frey. Það varð mikið hneyksli í Bandaríkjunum þegar kom í ljós nokkrum árum seinna að bókin, sem var auglýst sem sjálfsævisaga, var meira og minna skáldskapur. Höfundurinn sagðist hafa lent í alls konar hremmingum vegna dópneyslu, sem kom á daginn að var stórlega ýkt. Í ljós kom að höfundurinn hafði sent handritið á milli útgefenda og alltaf fengið neitun, þar til hann sagði að bókin væri sjálfsævisaga. Höfundurinn fór í viðtal til Opruh Winfrey og bað lesendur afsökunar.“ Sjálfsævisagan þarf ekki að vera hreinn uppspuni til þess að svona gagnrýni komi fram. „Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá,“ segir Gunnþórunn. „Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvað við teljum að eigi heima í slíkum bókmenntum og gerum kröfu um sannsögli. En við erum kannski ekkert endilega að hugsa út í að minnið er brigðult og það sem við getum sagt um fortíðina er mjög litað af samtímanum þannig að það er kannski ekki hægt að biðja um sannleika,“ segir Gunnþórunn. Bókakaffið nefnist Lygar, ýkjur og fals, og fer fram í Gerðubergi klukkan 20 í kvöld. Aðgangur ókeypis.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira