Litla lambið Viktor Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Börn eru fórnarlömb, einstæðir feður eru fórnarlömb, neytendur eru fórnarlömb, sjúklingar eru fórnarlömb, listamenn eru fórnarlömb, samkynhneigðir eru fórnarlömb, útgerðarmenn eru fórnarlömb, lántakendur eru fórnarlömb, fósturforeldrar eru fórnarlömb, konur eru fórnarlömb, gagnrýnendur eru fórnarlömb, hælisleitendur eru fórnarlömb, bændur eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb. Til umfjöllunar eru fórnarlömb dómskerfisins, fórnarlömb læknamistaka, fórnarlömb pýramídasvika, fórnarlömb kynferðisbrota, fórnarlömb menntakerfisins, fórnarlömb klámvæðingar, fórnarlömb alþjóðavæðingar, fórnarlömb þöggunar, fórnarlömb kirkjunnar, fórnarlömb vaxtastefnunnar, fórnarlömb mansals, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb eineltis. En hver kemur fyrir leitið, akandi löturhægt á gljáfægðum kagga, til móts við rísandi sól með rúðuna dregna niður? Er þetta lítið lamb sem rúntar um hverfi borgarinnar, með Sjostakovítsj í græjunum og svalafernu í hægri klaufinni? Lambið virðir fyrir sér vígvöllinn, valkestina, örvæntinguna. Það rýkur úr rústunum og fórnarlömbin engjast um í sárum; sárþjáð andlit þeirra speglast á sólgleraugum lambsins sem fær sér svalasopa og jarmar hlutlausu jarmi. Í heimi fórnarlamba tók þetta lamb að sér að vera sigurvegari. Það fékk ekki margt upp í hendurnar, þótti aldrei neitt afburðalamb. Í raun má segja að það hafi lent í því að verða sigurvegari og hefur liðið fyrir það. Það reyndi eitt sinn að kveikja í sér en ull þess er steinull. Og því spyr ég ykkur: Er þetta lamb ekki bara fórnarlamb eins og allir aðrir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Börn eru fórnarlömb, einstæðir feður eru fórnarlömb, neytendur eru fórnarlömb, sjúklingar eru fórnarlömb, listamenn eru fórnarlömb, samkynhneigðir eru fórnarlömb, útgerðarmenn eru fórnarlömb, lántakendur eru fórnarlömb, fósturforeldrar eru fórnarlömb, konur eru fórnarlömb, gagnrýnendur eru fórnarlömb, hælisleitendur eru fórnarlömb, bændur eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb. Til umfjöllunar eru fórnarlömb dómskerfisins, fórnarlömb læknamistaka, fórnarlömb pýramídasvika, fórnarlömb kynferðisbrota, fórnarlömb menntakerfisins, fórnarlömb klámvæðingar, fórnarlömb alþjóðavæðingar, fórnarlömb þöggunar, fórnarlömb kirkjunnar, fórnarlömb vaxtastefnunnar, fórnarlömb mansals, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb eineltis. En hver kemur fyrir leitið, akandi löturhægt á gljáfægðum kagga, til móts við rísandi sól með rúðuna dregna niður? Er þetta lítið lamb sem rúntar um hverfi borgarinnar, með Sjostakovítsj í græjunum og svalafernu í hægri klaufinni? Lambið virðir fyrir sér vígvöllinn, valkestina, örvæntinguna. Það rýkur úr rústunum og fórnarlömbin engjast um í sárum; sárþjáð andlit þeirra speglast á sólgleraugum lambsins sem fær sér svalasopa og jarmar hlutlausu jarmi. Í heimi fórnarlamba tók þetta lamb að sér að vera sigurvegari. Það fékk ekki margt upp í hendurnar, þótti aldrei neitt afburðalamb. Í raun má segja að það hafi lent í því að verða sigurvegari og hefur liðið fyrir það. Það reyndi eitt sinn að kveikja í sér en ull þess er steinull. Og því spyr ég ykkur: Er þetta lamb ekki bara fórnarlamb eins og allir aðrir?
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun