Séð og heyrt náði aldrei í hann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 12:00 „Það er full ástæða til að rifja upp afrek Geirs áður en hann verður settur í huldumannahópinn,“ segir Hjalti Rögnvaldsson leikari. Fréttablaðið/Pjetur „Ég hef fókusinn á því sem Geir lagði áherslu á í vali sínu á rússneskum skáldum og hann lagði mesta vinnu í að þýða Majakovskí,“ segir Hjalti Rögnvaldsson leikari sem hefur undirbúið dagskrá um ljóðaþýðingar Geirs Kristjánssonar úr rússnesku. Hann verður líka flytjandi hennar. Hjalti segir þýðingarnar hafa birst á víð og dreif í bókum og tímaritum gegnum tíðina. „Ég átti megnið af þessu í mínum hillum. Ætli það sé ekki talið einkenni á bókaormum,“ segir hann kíminn. Geir var fæddur í Héðinsvík á Tjörnesi 1923. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1943 og eftir nám við Háskóla Íslands nam hann slavneskt nám og bókmenntir í Uppsölum í Svíþjóð og síðan bókmenntir í Englandi og Frakklandi. Í Reykjavík vann hann alla tíð við ritstörf auk þess að kenna rússnesku við MÍR. Hann lést 18. september 1991. Að Majakovskí meðtöldum eru það fjórtán skáld sem flutt verður eftir í MÍR á laugardaginn, að sögn Hjalta, allt frá guðföður gullaldar í rússneskri ljóðlist, Alexander Púshkín sem var fæddur 1799. „Tveir eru fæddir 1933, þeir eru yngstir,“ upplýsir hann. Yfirskrift dagskrárinnar, Hin græna eik, er titill bókar sem inniheldur ljóðaþýðingar Geirs eftir rússnesk skáld og nokkra Spánverja en Spánverjarnir koma ekkert við sögu á laugardaginn. „Dagskráin er byggð upp á tengslum Geirs við MÍR og tekur sextíu og sex og hálfa mínútu.“ segir Hjalti og telur fulla ástæðu til að rifja upp afrek Geirs áður en hann verður settur í huldumannahópinn. „Sjálfur var hann dulur, fékk sér aldrei kaffi á auglýsingastofum og Séð og heyrt náði aldrei í hann.“ Meðal merkra verka Geirs eru: • Útvarpsleikritið Snjómokstur var frumflutt af Þorsteini Ö. Stephensen og Rúrik Haraldssyni fyrir um 40 árum og er endurflutt annað slagið. • Smásagnasafnið Stofnunin kom út 1956. • Geir ritstýrði tímaritinu MÍR frá 1950-1959. • Ský í buxum og fleiri kvæði, þýðingar eftir Vladímír Majakovskí 1965. Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég hef fókusinn á því sem Geir lagði áherslu á í vali sínu á rússneskum skáldum og hann lagði mesta vinnu í að þýða Majakovskí,“ segir Hjalti Rögnvaldsson leikari sem hefur undirbúið dagskrá um ljóðaþýðingar Geirs Kristjánssonar úr rússnesku. Hann verður líka flytjandi hennar. Hjalti segir þýðingarnar hafa birst á víð og dreif í bókum og tímaritum gegnum tíðina. „Ég átti megnið af þessu í mínum hillum. Ætli það sé ekki talið einkenni á bókaormum,“ segir hann kíminn. Geir var fæddur í Héðinsvík á Tjörnesi 1923. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1943 og eftir nám við Háskóla Íslands nam hann slavneskt nám og bókmenntir í Uppsölum í Svíþjóð og síðan bókmenntir í Englandi og Frakklandi. Í Reykjavík vann hann alla tíð við ritstörf auk þess að kenna rússnesku við MÍR. Hann lést 18. september 1991. Að Majakovskí meðtöldum eru það fjórtán skáld sem flutt verður eftir í MÍR á laugardaginn, að sögn Hjalta, allt frá guðföður gullaldar í rússneskri ljóðlist, Alexander Púshkín sem var fæddur 1799. „Tveir eru fæddir 1933, þeir eru yngstir,“ upplýsir hann. Yfirskrift dagskrárinnar, Hin græna eik, er titill bókar sem inniheldur ljóðaþýðingar Geirs eftir rússnesk skáld og nokkra Spánverja en Spánverjarnir koma ekkert við sögu á laugardaginn. „Dagskráin er byggð upp á tengslum Geirs við MÍR og tekur sextíu og sex og hálfa mínútu.“ segir Hjalti og telur fulla ástæðu til að rifja upp afrek Geirs áður en hann verður settur í huldumannahópinn. „Sjálfur var hann dulur, fékk sér aldrei kaffi á auglýsingastofum og Séð og heyrt náði aldrei í hann.“ Meðal merkra verka Geirs eru: • Útvarpsleikritið Snjómokstur var frumflutt af Þorsteini Ö. Stephensen og Rúrik Haraldssyni fyrir um 40 árum og er endurflutt annað slagið. • Smásagnasafnið Stofnunin kom út 1956. • Geir ritstýrði tímaritinu MÍR frá 1950-1959. • Ský í buxum og fleiri kvæði, þýðingar eftir Vladímír Majakovskí 1965.
Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira