Ákváðu að skrifa draugasögu í partíi Freyr Bjarnason skrifar 28. febrúar 2014 07:00 Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að undirbúa sameiginlega draugasögu. Fréttablaðið/GVA Glæpasagnahöfundarnir Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að skrifa draugasögu saman sem þær vonast til að komi út fyrir næstu jól. Hún fjallar um hjón sem hafa misst barnið sitt og fara til miðils. Málin taka óvænta stefnu þegar allt annað barn kemur inn á miðilsfundinn og sitja hjónin uppi með það. „Við ræddum þetta upphaflega í einhverju partíi. Við töldum okkur smellpassa sem svona skrif-dúó þar sem við bærum sama eftirnafn,“ segir Yrsa, spurð út í þetta óvænta samstarf. „Íslensk nöfn eru svo löng að það er varla hægt að koma tveimur nöfnum fyrir á bókakápu nema þá að sleppa titli. En núna getum við splæst eftirnafninu okkar saman og verið Sigurðardætur.“ Hún og Lilja hafa þekkst í um fimm ár, eða síðan Yrsa var á samningi hjá bókaforlaginu Bjarti þar sem Lilja er núna. Þær byrjuðu að skrifa söguna í janúar og hefur tilraunin gengið vel hingað til. „Hún er duglegri en ég en ég kem sterk inn bráðlega,“ segir Yrsa hress. Hún viðurkennir að það sé skrítið að skrifa í fyrsta sinn með annarri manneskju. „Það er kannski það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er öðruvísi og mikil tilbreyting.“ Auk þess að skrifa með Lilju er Yrsa að undirbúa sína næstu bók sem á einnig að koma út um næstu jól. Um er að ræða fyrstu bókina í stuttri seríu þar sem ný persóna verður kynnt til sögunnar. Lilja hefur gefið út tvær glæpasögur, Spor og Fyrirgefningu, auk þess sem hún samdi leikritið Stóru börnin sem var frumsýnt í fyrra við góðar undirtektir. Hún er einmitt með annað leikrit í undirbúningi sem hún ætlar að ljúka við í sumar. Lilja segir dásamlegt að vinna með glæpasagnadrottningunni Yrsu sem hefur átt hverja metsölubókina á fætur annarri. „Ég er auðvitað aðdáandi hennar og búin að vera lengi. Hún er frumkvöðull á sínu sviði í svona glæpahryllingi. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig, óreyndan höfund, að skrifa með meistara eins og Yrsu.“ Það leggst vel í Lilju að skrifa í fyrsta sinn með öðrum. „Við erum rétt að komast í gang en þetta er strax að gera sig vel og við erum báðar orðnar dauðspenntar. Það er einmanalegt að skrifa einn en með því að vera tvær saman blandast það saman að skrifa og nautnin af því að lesa glæpasögu. Það kemur manni á óvart stundum það sem kemur frá hinni og það drífur mann áfram líka,“ segir hún. „Yrsa er alveg að hræða úr mér líftóruna.“ Menning Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Glæpasagnahöfundarnir Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að skrifa draugasögu saman sem þær vonast til að komi út fyrir næstu jól. Hún fjallar um hjón sem hafa misst barnið sitt og fara til miðils. Málin taka óvænta stefnu þegar allt annað barn kemur inn á miðilsfundinn og sitja hjónin uppi með það. „Við ræddum þetta upphaflega í einhverju partíi. Við töldum okkur smellpassa sem svona skrif-dúó þar sem við bærum sama eftirnafn,“ segir Yrsa, spurð út í þetta óvænta samstarf. „Íslensk nöfn eru svo löng að það er varla hægt að koma tveimur nöfnum fyrir á bókakápu nema þá að sleppa titli. En núna getum við splæst eftirnafninu okkar saman og verið Sigurðardætur.“ Hún og Lilja hafa þekkst í um fimm ár, eða síðan Yrsa var á samningi hjá bókaforlaginu Bjarti þar sem Lilja er núna. Þær byrjuðu að skrifa söguna í janúar og hefur tilraunin gengið vel hingað til. „Hún er duglegri en ég en ég kem sterk inn bráðlega,“ segir Yrsa hress. Hún viðurkennir að það sé skrítið að skrifa í fyrsta sinn með annarri manneskju. „Það er kannski það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er öðruvísi og mikil tilbreyting.“ Auk þess að skrifa með Lilju er Yrsa að undirbúa sína næstu bók sem á einnig að koma út um næstu jól. Um er að ræða fyrstu bókina í stuttri seríu þar sem ný persóna verður kynnt til sögunnar. Lilja hefur gefið út tvær glæpasögur, Spor og Fyrirgefningu, auk þess sem hún samdi leikritið Stóru börnin sem var frumsýnt í fyrra við góðar undirtektir. Hún er einmitt með annað leikrit í undirbúningi sem hún ætlar að ljúka við í sumar. Lilja segir dásamlegt að vinna með glæpasagnadrottningunni Yrsu sem hefur átt hverja metsölubókina á fætur annarri. „Ég er auðvitað aðdáandi hennar og búin að vera lengi. Hún er frumkvöðull á sínu sviði í svona glæpahryllingi. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig, óreyndan höfund, að skrifa með meistara eins og Yrsu.“ Það leggst vel í Lilju að skrifa í fyrsta sinn með öðrum. „Við erum rétt að komast í gang en þetta er strax að gera sig vel og við erum báðar orðnar dauðspenntar. Það er einmanalegt að skrifa einn en með því að vera tvær saman blandast það saman að skrifa og nautnin af því að lesa glæpasögu. Það kemur manni á óvart stundum það sem kemur frá hinni og það drífur mann áfram líka,“ segir hún. „Yrsa er alveg að hræða úr mér líftóruna.“
Menning Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira