Mikilvægt að spyrja spurninga um stefnuna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. mars 2014 11:00 Jón Páll Eyjólfsson: "Er þetta vandamál í dag?“ Vísir/GVA Að mínu mati er nauðsynlegt að finna út í hvaða rými umræðan á að eiga sér stað,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri, einn frummælenda á Málþingi sem Leiklistarsamband Íslands stendur fyrir í samvinnu við sviðslistadeild LHÍ í Tjarnarbíói í kvöld. „Hún þarf að eiga sér stað í þannig rými að þegar henni er lokið viti menn hvar breytingin á að verða. Það er ekki nóg að ræða hlutina og senda síðan jákvæða strauma út í kosmosið, það breytir engu.“ Yfirskrift málþingsins er Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa og tilefnið er sú staða sem ráðning nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins og að síðar á þessu ári verður staða Þjóðleikhússtjóra auglýst laus til umsóknar skapar í íslensku leikhúslífi. „Allur geirinn tók þátt í umræðu í sambandi við sviðslistalögin sem lögð voru fram á síðasta þingi en ekki afgreidd. Það þarf að breyta sviðslistalögunum og lögunum um Þjóðleikhúsið ef það á breyta stefnu þess,“ segir Jón Páll. „Nálgun mín er einfaldlega þessi: Er þetta vandamál í dag? Og ef þetta er vandamál hver er ástæðan fyrir því? Ég held að menn séu almennt mjög sáttir við rekstur Þjóðleikhússins eins og leiklistarlögin eru í dag og ef við göngum út frá þeim er ekkert vandamál til staðar. Ef við viljum hins vegar hafa áhrif á stefnu opinberu leikhúsanna þá annað hvort vinnum við að lagabreytingu varðandi Þjóðleikhúsið eða göngum í Leikfélag Reykjavíkur til að hafa áhrif á stefnu Borgarleikhússins.“ Jón Páll segir grunninn að erindi sínu vera sóttan í þær ræður sem fluttar voru við opnun Þjóðleikhússins á sínum tíma. „Þar liggja sterkar vísbendingar um hverjir órarnir varðandi leikhúsið voru upphaflega, hvert hlutverk þess átti að vera og hver sýnin á það var. Þar eru færð rök fyrir því hvers vegna það er nauðsynlegt að eiga Þjóðleikhús og upp úr þessu þarf að semja einhvers konar stefnuskrá leikhússins. Það er að segja ef löngunin til þess er fyrir hendi.“Eva Rún Snorradóttir: „Mikilvægt að tala saman og hrista upp í málunum.“Fréttablaðið/StefánAnnar frummælandi á málþinginu, Eva Rún Snorradóttir úr framandverkaflokknum Kviss Búmm Bang, segist fagna þessu framtaki mjög. „Mér finnst þetta alveg frábært og finnst að það ætti að halda svona málþing fimm sinnum á ári,“ segir hún. „Ég held að allir í bransanum séu að átta sig á því hvað það eru mikil tækifæri framundan og hversu mikilvægt það er að við tölum saman um þetta og hristum svolítið upp í málunum.“ Eva Rún er á svipuðum nótum og Jón Páll og segist fyrst og fremst ætla að setja fram alls konar spurningarmerki. „Mér finnst það mjög mikilvægt að við skoðum alla starfsemi leikhúsanna með spurningarformerkjum.“ Auk þeirra Jóns Páls og Evu Rúnar eru frummælendur þær Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fv. leikhússtjóri og Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar LHÍ. Fundarstjóri er Magnús Þór Þorbergsson, lektor í leiklistarfræðum við LHÍ.Málþingið hefst klukkan átta í kvöld í Tjarnarbíói. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Að mínu mati er nauðsynlegt að finna út í hvaða rými umræðan á að eiga sér stað,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri, einn frummælenda á Málþingi sem Leiklistarsamband Íslands stendur fyrir í samvinnu við sviðslistadeild LHÍ í Tjarnarbíói í kvöld. „Hún þarf að eiga sér stað í þannig rými að þegar henni er lokið viti menn hvar breytingin á að verða. Það er ekki nóg að ræða hlutina og senda síðan jákvæða strauma út í kosmosið, það breytir engu.“ Yfirskrift málþingsins er Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa og tilefnið er sú staða sem ráðning nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins og að síðar á þessu ári verður staða Þjóðleikhússtjóra auglýst laus til umsóknar skapar í íslensku leikhúslífi. „Allur geirinn tók þátt í umræðu í sambandi við sviðslistalögin sem lögð voru fram á síðasta þingi en ekki afgreidd. Það þarf að breyta sviðslistalögunum og lögunum um Þjóðleikhúsið ef það á breyta stefnu þess,“ segir Jón Páll. „Nálgun mín er einfaldlega þessi: Er þetta vandamál í dag? Og ef þetta er vandamál hver er ástæðan fyrir því? Ég held að menn séu almennt mjög sáttir við rekstur Þjóðleikhússins eins og leiklistarlögin eru í dag og ef við göngum út frá þeim er ekkert vandamál til staðar. Ef við viljum hins vegar hafa áhrif á stefnu opinberu leikhúsanna þá annað hvort vinnum við að lagabreytingu varðandi Þjóðleikhúsið eða göngum í Leikfélag Reykjavíkur til að hafa áhrif á stefnu Borgarleikhússins.“ Jón Páll segir grunninn að erindi sínu vera sóttan í þær ræður sem fluttar voru við opnun Þjóðleikhússins á sínum tíma. „Þar liggja sterkar vísbendingar um hverjir órarnir varðandi leikhúsið voru upphaflega, hvert hlutverk þess átti að vera og hver sýnin á það var. Þar eru færð rök fyrir því hvers vegna það er nauðsynlegt að eiga Þjóðleikhús og upp úr þessu þarf að semja einhvers konar stefnuskrá leikhússins. Það er að segja ef löngunin til þess er fyrir hendi.“Eva Rún Snorradóttir: „Mikilvægt að tala saman og hrista upp í málunum.“Fréttablaðið/StefánAnnar frummælandi á málþinginu, Eva Rún Snorradóttir úr framandverkaflokknum Kviss Búmm Bang, segist fagna þessu framtaki mjög. „Mér finnst þetta alveg frábært og finnst að það ætti að halda svona málþing fimm sinnum á ári,“ segir hún. „Ég held að allir í bransanum séu að átta sig á því hvað það eru mikil tækifæri framundan og hversu mikilvægt það er að við tölum saman um þetta og hristum svolítið upp í málunum.“ Eva Rún er á svipuðum nótum og Jón Páll og segist fyrst og fremst ætla að setja fram alls konar spurningarmerki. „Mér finnst það mjög mikilvægt að við skoðum alla starfsemi leikhúsanna með spurningarformerkjum.“ Auk þeirra Jóns Páls og Evu Rúnar eru frummælendur þær Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fv. leikhússtjóri og Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar LHÍ. Fundarstjóri er Magnús Þór Þorbergsson, lektor í leiklistarfræðum við LHÍ.Málþingið hefst klukkan átta í kvöld í Tjarnarbíói. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira