Handmálaðar ullarpeysur Sóllilju slá í gegn Ritstjórn Lífsins skrifar 7. mars 2014 16:00 Sóllilja Baltasarsdóttir Vísir/Daníel Mig hefur alltaf langað til að vera í hönnun en síðan ég man eftir mér hef ég verið að sauma og breyta fötum,“ segir Sóllilja Baltasarsdóttir sem nýverið stofnaði fatamerki í eigin nafni. Það má segja að Sóllilja hafi hálfpartinn verið knúin til að stofna fatamerkið en eftir að hún birti mynd af peysu úr sinni smiðju rigndi fyrirspurnunum yfir hana. Um er að ræða ullarpeysur með handmáluðum vængjum á bakinu. „Þetta byrjaði þannig að ég fékk saumavél frá pabba mínum í jólagjöf og hann spurði mig hvort ég gæti ekki saumað eitthvað á hann. Þannig að ég bjó til ullarpeysu, málaði vængi aftan á og gaf honum í afmælisgjöf,“ segir Sóllilja, en faðir hennar er kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur sem hefur varla farið úr peysunni en hann er nú staddur í Róm við tökur á myndinni Everest. Sóllilja er sjálf nýkomin frá Róm þar sem hún heimsótti föður sinn. „Ég tók mynd af pabba á tökustað í peysunni sem vakti fáránlega athygli og ég fékk um 100 fyrirspurnir um peysuna. Það var því ekkert annað í stöðunni en að búa til merki og keyra þetta af stað.“Engar tvær peysur eru eins enda vængirnir handmálaðir á hverja peysu. Hægt er að panta sér peysu, sem er fáanleg í tveimur mismunandi sniðum, í gegnum Facebook-síðu merkisins. Sóllilja er 18 ára gömul og nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Í augnablikinu er stefnan tekin á fatahönnun eftir stúdent og þá helst út fyrir landsteinana. „Mig langar helst í Parsons í New York. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu og bæta vörum við merkið.“ Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Mig hefur alltaf langað til að vera í hönnun en síðan ég man eftir mér hef ég verið að sauma og breyta fötum,“ segir Sóllilja Baltasarsdóttir sem nýverið stofnaði fatamerki í eigin nafni. Það má segja að Sóllilja hafi hálfpartinn verið knúin til að stofna fatamerkið en eftir að hún birti mynd af peysu úr sinni smiðju rigndi fyrirspurnunum yfir hana. Um er að ræða ullarpeysur með handmáluðum vængjum á bakinu. „Þetta byrjaði þannig að ég fékk saumavél frá pabba mínum í jólagjöf og hann spurði mig hvort ég gæti ekki saumað eitthvað á hann. Þannig að ég bjó til ullarpeysu, málaði vængi aftan á og gaf honum í afmælisgjöf,“ segir Sóllilja, en faðir hennar er kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur sem hefur varla farið úr peysunni en hann er nú staddur í Róm við tökur á myndinni Everest. Sóllilja er sjálf nýkomin frá Róm þar sem hún heimsótti föður sinn. „Ég tók mynd af pabba á tökustað í peysunni sem vakti fáránlega athygli og ég fékk um 100 fyrirspurnir um peysuna. Það var því ekkert annað í stöðunni en að búa til merki og keyra þetta af stað.“Engar tvær peysur eru eins enda vængirnir handmálaðir á hverja peysu. Hægt er að panta sér peysu, sem er fáanleg í tveimur mismunandi sniðum, í gegnum Facebook-síðu merkisins. Sóllilja er 18 ára gömul og nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Í augnablikinu er stefnan tekin á fatahönnun eftir stúdent og þá helst út fyrir landsteinana. „Mig langar helst í Parsons í New York. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu og bæta vörum við merkið.“
Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira