Fluttu heilt hús frá Selfossi til Eyrarbakka Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 09:12 Herzog er ekkert lamb að leika sér við. „Ísland á að vera Noregur í myndinni en landið nýtur sín samt sem áður mjög vel,“ segir Ragnar Agnarsson, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Fyrirtækið samframleiddi norsku kvikmyndina Dead Snow: Red vs. Dead, sem var tekin upp hér á landi í fyrrasumar. Myndin verður frumsýnd á Íslandi á morgun. „Það var ódýrara fyrir aðstandendur myndarinnar að gera myndina hér. Gjaldmiðillinn er hagstæður og þeir fá tuttugu prósenta endurgreiðslu af framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu. Að auki er íslenskt starfsfólk í kvikmyndabransanum frábært – á heimsmælikvarða,“ bætir Ragnar við. „Við sáum tækifæri í þessari mynd og teljum að hún eigi eftir að fara víða. Við höfum trú á verkefninu en myndinni hefur verið vel tekið alls staðar og aðsóknin í Noregi hefur verið mjög góð,“ segir Ragnar um ástæðuna að baki því að Sagafilm framleiddi myndina. Myndin hefur nú þegar verið sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum og var frumsýnd í Noregi fyrir stuttu. Myndin var tekin upp víðs vegar um landið – þar á meðal í stúdíói Sagafilm á Laugavegi, í Hvalfirði, Hafnarfirði, á Eyrarbakka og Stokkseyri. Ýmislegt gekk á í tökum og þurfti meðal annars að ferja heilt hús á milli staða. „Við fengum lánað hús á Selfossi og fluttum það á Eyrarbakka. Það var meiri háttar vesen og við þurftum að loka götum. En það var algjörlega þess virði.“Ragnar segir allt ferlið hafa verið afar ánægjulegt.Um fjögur hundruð manns alls staðar að úr heiminum komu að framleiðslunni en myndin fjallar um Martin sem lifir af árás nasistauppvakninga. Hann vaknar á sjúkrahúsi og lögreglan trúir ekki sögu hans um þessar blóðþyrstu verur og telur að Martin hafi myrt vini sína. Hann missti annan handlegginn en hægt var að græða á hann nýjan handlegg. Fljótlega kemur þó í ljós að handleggurinn er af aðalmanninum í hersveit nasistauppvakninga, Herzog, og býr mikið ofurafl í handleggnum. Norska fyrirtækið Tappeluft framleiðir myndina ásamt Sagafilm og hugsanlegt er að þessi tvö fyrirtæki haldi samstarfinu áfram. „Við vorum öll mjög ánægð með samstarfið. Við erum að skoða nokkur verkefni en ekkert sem ég get sagt frá á þessari stundu,“ segir Ragnar. Leikstjóri myndarinnar er Tommy Wirkola sem leikstýrði einnig fyrstu myndinni, Dead Snow, sem sló óvænt í gegn. Í kjölfarið leikstýrði hann Hollywood-myndinni Hansel & Gretel: Witch Hunters og vinnur nú að myndinni What Happened to Monday? með sænsku leikkonunni Noomi Rapace í aðalhlutverki. Með helstu hlutverk í Dead Snow: Red vs. Dead fara Amrita Acharia, Jocelyn DeBoer, Ørjan Gamst, Vegar Hoel og Martin Starr. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ísland á að vera Noregur í myndinni en landið nýtur sín samt sem áður mjög vel,“ segir Ragnar Agnarsson, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Fyrirtækið samframleiddi norsku kvikmyndina Dead Snow: Red vs. Dead, sem var tekin upp hér á landi í fyrrasumar. Myndin verður frumsýnd á Íslandi á morgun. „Það var ódýrara fyrir aðstandendur myndarinnar að gera myndina hér. Gjaldmiðillinn er hagstæður og þeir fá tuttugu prósenta endurgreiðslu af framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu. Að auki er íslenskt starfsfólk í kvikmyndabransanum frábært – á heimsmælikvarða,“ bætir Ragnar við. „Við sáum tækifæri í þessari mynd og teljum að hún eigi eftir að fara víða. Við höfum trú á verkefninu en myndinni hefur verið vel tekið alls staðar og aðsóknin í Noregi hefur verið mjög góð,“ segir Ragnar um ástæðuna að baki því að Sagafilm framleiddi myndina. Myndin hefur nú þegar verið sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum og var frumsýnd í Noregi fyrir stuttu. Myndin var tekin upp víðs vegar um landið – þar á meðal í stúdíói Sagafilm á Laugavegi, í Hvalfirði, Hafnarfirði, á Eyrarbakka og Stokkseyri. Ýmislegt gekk á í tökum og þurfti meðal annars að ferja heilt hús á milli staða. „Við fengum lánað hús á Selfossi og fluttum það á Eyrarbakka. Það var meiri háttar vesen og við þurftum að loka götum. En það var algjörlega þess virði.“Ragnar segir allt ferlið hafa verið afar ánægjulegt.Um fjögur hundruð manns alls staðar að úr heiminum komu að framleiðslunni en myndin fjallar um Martin sem lifir af árás nasistauppvakninga. Hann vaknar á sjúkrahúsi og lögreglan trúir ekki sögu hans um þessar blóðþyrstu verur og telur að Martin hafi myrt vini sína. Hann missti annan handlegginn en hægt var að græða á hann nýjan handlegg. Fljótlega kemur þó í ljós að handleggurinn er af aðalmanninum í hersveit nasistauppvakninga, Herzog, og býr mikið ofurafl í handleggnum. Norska fyrirtækið Tappeluft framleiðir myndina ásamt Sagafilm og hugsanlegt er að þessi tvö fyrirtæki haldi samstarfinu áfram. „Við vorum öll mjög ánægð með samstarfið. Við erum að skoða nokkur verkefni en ekkert sem ég get sagt frá á þessari stundu,“ segir Ragnar. Leikstjóri myndarinnar er Tommy Wirkola sem leikstýrði einnig fyrstu myndinni, Dead Snow, sem sló óvænt í gegn. Í kjölfarið leikstýrði hann Hollywood-myndinni Hansel & Gretel: Witch Hunters og vinnur nú að myndinni What Happened to Monday? með sænsku leikkonunni Noomi Rapace í aðalhlutverki. Með helstu hlutverk í Dead Snow: Red vs. Dead fara Amrita Acharia, Jocelyn DeBoer, Ørjan Gamst, Vegar Hoel og Martin Starr.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira