Gamlinginn olli miklum kvíða Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2014 14:30 Tekjur af Gamlingjanum nema nú þegar 22 milljónum dollara, um 2,6 milljörðum króna. Vísir/Vilhelm „Bókin var vinsæl og við vorum með gott handrit. En myndin var óheyrilega dýr á sænskan mælikvarða. Við þurftum að fá fimm hundruð þúsund manns á myndina til að koma út á núlli. Venjulega eru ekki nema sjö til átta myndir í heild sem fara yfir það á hverju ári í Svíþjóð og í mesta lagi ein til tvær sænskar. Þannig að við vorum frekar kvíðin með hvernig myndinni gengi,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson. Hann er einn af aðalframleiðendum sænsku myndarinnar Gamlinginn, sem heitir á frummálinu Hundraåringen som klev ut genom fönstret… Myndin hefur náð þeim áfanga að vera best sótta sænska mynd síðustu tveggja áratuga í Svíþjóð og tekjuhæsta mynd allra tíma. „Þetta eru ótrúlegar viðtökur,“ bætir Sigurjón við. Tæplega ein og hálf milljón manna hafa séð myndina í Svíþjóð og um 455 þúsund á hinum Norðurlöndunum. Þá verður myndin frumsýnd í þrjú hundruð kvikmyndahúsum í Þýskalandi um helgina. Sigurjón er nýkominn frá Nýja-Sjálandi þar sem tökum á myndinni Z for Zachariah lauk nýverið. Sigurjón vann myndina í samstarfi við Zik Zak og fyrirtæki leikarans Tobeys Maguire, Material Pictures. Hann undirbýr nú næstu verkefni en vill lítið gefa upp. „Við erum komin langt með undirbúning fyrir mynd byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Óskar Axelsson leikstýrir henni og vonandi verður það næsta mynd. Ég get lítið sagt um leikaravalið nema að það er athyglisvert og mun koma á óvart.“Aðsóknarmestu myndir Svía:1.Sällskapsresan (1980) – 2.038.5892.Att angöra en brygga (1965) – 1.955.7253.Emil i Lönneberga (1971) – 1.652.7914.Ronja Rövardotter (1984) – 1.645.7765.Utvandrarna (1971) – 1.585.0426.Tjorven och Skrållan (1965) – 1.545.4057.Sällskapsresan II – Snowroller(1985) – 1.538.9588. Den ofrivillige golfaren (1991) – 1.525.3479. Hundraåringen som klev ut genom fönstret… (2013) – 1.502.61910. SOS – en segelsällskapsresa (1988) – 1.501.982 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Bókin var vinsæl og við vorum með gott handrit. En myndin var óheyrilega dýr á sænskan mælikvarða. Við þurftum að fá fimm hundruð þúsund manns á myndina til að koma út á núlli. Venjulega eru ekki nema sjö til átta myndir í heild sem fara yfir það á hverju ári í Svíþjóð og í mesta lagi ein til tvær sænskar. Þannig að við vorum frekar kvíðin með hvernig myndinni gengi,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson. Hann er einn af aðalframleiðendum sænsku myndarinnar Gamlinginn, sem heitir á frummálinu Hundraåringen som klev ut genom fönstret… Myndin hefur náð þeim áfanga að vera best sótta sænska mynd síðustu tveggja áratuga í Svíþjóð og tekjuhæsta mynd allra tíma. „Þetta eru ótrúlegar viðtökur,“ bætir Sigurjón við. Tæplega ein og hálf milljón manna hafa séð myndina í Svíþjóð og um 455 þúsund á hinum Norðurlöndunum. Þá verður myndin frumsýnd í þrjú hundruð kvikmyndahúsum í Þýskalandi um helgina. Sigurjón er nýkominn frá Nýja-Sjálandi þar sem tökum á myndinni Z for Zachariah lauk nýverið. Sigurjón vann myndina í samstarfi við Zik Zak og fyrirtæki leikarans Tobeys Maguire, Material Pictures. Hann undirbýr nú næstu verkefni en vill lítið gefa upp. „Við erum komin langt með undirbúning fyrir mynd byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Óskar Axelsson leikstýrir henni og vonandi verður það næsta mynd. Ég get lítið sagt um leikaravalið nema að það er athyglisvert og mun koma á óvart.“Aðsóknarmestu myndir Svía:1.Sällskapsresan (1980) – 2.038.5892.Att angöra en brygga (1965) – 1.955.7253.Emil i Lönneberga (1971) – 1.652.7914.Ronja Rövardotter (1984) – 1.645.7765.Utvandrarna (1971) – 1.585.0426.Tjorven och Skrållan (1965) – 1.545.4057.Sällskapsresan II – Snowroller(1985) – 1.538.9588. Den ofrivillige golfaren (1991) – 1.525.3479. Hundraåringen som klev ut genom fönstret… (2013) – 1.502.61910. SOS – en segelsällskapsresa (1988) – 1.501.982
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira