Listamiðstöð opnuð í Tjarnarbíói Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. mars 2014 12:30 Guðmundur Ingi: "Þá verður hægt að koma hér hvenær sem er og eiga í einhvers konar samtali við listamenn hússins.“ Vísir/Vilhelm „Um áramótin var formlega ákveðið að Reykjavíkurborg gerði formlegan samning til þriggja ára við sjálfstæðu leikhúsin um rekstur Tjarnarbíós,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. „Sá samningur gerir okkur í fyrsta sinn kleift að hugsa til framtíðar. Nú er búið að fyrirbyggja hljóðmengun frá húsinu og við erum að fá rekstrar- og vínveitingaleyfi. Frá og með laugardeginum erum við því hætt að reka húsið á undanþágu upp á von og óvon heldur er hér komin í gang alvöru listamiðstöð.“ Það vekur athygli í auglýsingum um opnunarhátíðina á laugardaginn að talað er um listviðburði í mismundandi rýmum hússins, hvaða rými eru það? „Hér eru alls konar rými sem hingað til hafa helst verið nýtt sem dótageymslur,“ segir Guðmundur. „Við höfum undanfarið unnið hörðum höndum við að hreinsa út, taka til og flytja starfsemi og munum á laugardaginn tilkynna að frá og með 1. apríl verði hér fólk í vinnustofum allt árið um kring. Að minnsta kosti fjórir listamenn eða hópar munu á hverjum tíma hafa hér vinnuaðstöðu þannig að hér verður alvöru sköpunarmiðstöð. Eina kvöðin er sú að viðkomandi listamenn eða hópar þurfa einu sinni í viku að deila því sem þeir eru að gera með gestum kaffihússins og barsins.“ Þannig að þetta verður alhliða listamiðstöð, ekki bara tengd leiklist? „Já, nýaldan í leikhúsi á Íslandi, sem er reyndar 20-30 árum á eftir Evrópu, gengur út á það að vinna þvert á listgreinar og afmá mörkin á milli þeirra. Og við trúum því og treystum að það sem geti komið út úr þessu verði eitthvað stærra og stórkostlegra en við eigum að venjast. Við erum að hvetja fólk til að hjálpast að og vinna saman, vinna með þjóðfélaginu en ekki fyrir það.“ Á opnunarhátíðinni á laugardaginn kemur fram fjöldi listamanna, um 25 atriði að sögn Guðmundar, og dagskráin stendur í fjóra tíma, frá klukkan 19 til 23, er ekki hætta á að gestir eigi í erfiðleikum með að velja á milli þeirra atriða sem þeir vilja fylgjast með? „Nei, nei. Þetta er í sjöunda skiptið sem Vinnslan stendur fyrir svona uppákomu þannig að við erum orðin ansi sjóuð í þessari umferðarstjórnun,“ segir Guðmundur. „Gestir ættu allavega að ná því að sjá um níutíu prósent af því sem er í gangi. Frá og með 1. apríl er svo stefnt að því að allt verði komið á fullt og fólk að vinna hér í öllum hornum þannig að þá verður hægt að koma hér hvenær sem er og eiga í einhvers konar samtali við listamenn hússins.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Um áramótin var formlega ákveðið að Reykjavíkurborg gerði formlegan samning til þriggja ára við sjálfstæðu leikhúsin um rekstur Tjarnarbíós,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. „Sá samningur gerir okkur í fyrsta sinn kleift að hugsa til framtíðar. Nú er búið að fyrirbyggja hljóðmengun frá húsinu og við erum að fá rekstrar- og vínveitingaleyfi. Frá og með laugardeginum erum við því hætt að reka húsið á undanþágu upp á von og óvon heldur er hér komin í gang alvöru listamiðstöð.“ Það vekur athygli í auglýsingum um opnunarhátíðina á laugardaginn að talað er um listviðburði í mismundandi rýmum hússins, hvaða rými eru það? „Hér eru alls konar rými sem hingað til hafa helst verið nýtt sem dótageymslur,“ segir Guðmundur. „Við höfum undanfarið unnið hörðum höndum við að hreinsa út, taka til og flytja starfsemi og munum á laugardaginn tilkynna að frá og með 1. apríl verði hér fólk í vinnustofum allt árið um kring. Að minnsta kosti fjórir listamenn eða hópar munu á hverjum tíma hafa hér vinnuaðstöðu þannig að hér verður alvöru sköpunarmiðstöð. Eina kvöðin er sú að viðkomandi listamenn eða hópar þurfa einu sinni í viku að deila því sem þeir eru að gera með gestum kaffihússins og barsins.“ Þannig að þetta verður alhliða listamiðstöð, ekki bara tengd leiklist? „Já, nýaldan í leikhúsi á Íslandi, sem er reyndar 20-30 árum á eftir Evrópu, gengur út á það að vinna þvert á listgreinar og afmá mörkin á milli þeirra. Og við trúum því og treystum að það sem geti komið út úr þessu verði eitthvað stærra og stórkostlegra en við eigum að venjast. Við erum að hvetja fólk til að hjálpast að og vinna saman, vinna með þjóðfélaginu en ekki fyrir það.“ Á opnunarhátíðinni á laugardaginn kemur fram fjöldi listamanna, um 25 atriði að sögn Guðmundar, og dagskráin stendur í fjóra tíma, frá klukkan 19 til 23, er ekki hætta á að gestir eigi í erfiðleikum með að velja á milli þeirra atriða sem þeir vilja fylgjast með? „Nei, nei. Þetta er í sjöunda skiptið sem Vinnslan stendur fyrir svona uppákomu þannig að við erum orðin ansi sjóuð í þessari umferðarstjórnun,“ segir Guðmundur. „Gestir ættu allavega að ná því að sjá um níutíu prósent af því sem er í gangi. Frá og með 1. apríl er svo stefnt að því að allt verði komið á fullt og fólk að vinna hér í öllum hornum þannig að þá verður hægt að koma hér hvenær sem er og eiga í einhvers konar samtali við listamenn hússins.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira