Vinnsla á Prometheus 2 farin af stað Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2014 10:30 Ekki er ljóst hvort leikarar fyrstu myndarinnar verði í framhaldsmyndinni. Fox og Ridley Scott hafa ráðið Michael Green til að skrifa handrit að Prometheus 2, framhaldsmynd af Prometheus sem frumsýnd var árið 2012. Michael hefur unnið við handrit í sjónvarpsþáttum á borð við Smallville og Heroes. Ekki er komin dagsetning á hvenær framhaldsmyndin lítur dagsins ljós. Ridley Scott leikstýrði þeirri fyrstu en óljóst er hvort hann mun setjast aftur í leikstjórastólinn. Rétt eftir að fyrsta myndin var frumsýnd tilkynnti hann að Prometheus yrði þríleikur.Noomi Rapace, Michael Fassbender, Guy Pearce, Idris Elba og Charlize Theron léku aðalhlutverkin í Prometheus en hún halaði inn rúmlega þrjú hundruð milljónir dollara á heimsvísu þegar hún var í bíó, 36,5 milljarða króna. Prometheus var að hluta til tekin upp hér á landi en tökur fóru fram í júlí árið 2011 við rætur Heklu. Íslenskt landslag gegndi veigamiklu hlutverki í myndinni og þótti tæknileg vinnsla kvikmyndarinnar skara fram úr. Tengdar fréttir Mælir með Prometheus Leikarinn Michael Fassbender telur að myndin Prometheus verði mynd ársins 2012 en eins og flestir vita var myndin að hluta til tekin upp á Íslandi. Fassbender, sem leikur í mynd Ridley Scott ásamt leikkonunum Noomi Rapace og Charlize Theron, hrósar handritinu sérstaklega. „Handritið er svakalega vel unnið og áhugavert. Þetta er alvöru thriller sem allir verða að sjá,“ segir Fassbender í viðtali við breska InStyle en hann hafði mikla ánægju af því að vinna undir leikstjórn Scotts en Prometheus á að vera undanfari Alien-myndanna. 19. janúar 2012 10:30 Prometheus verður þríleikur Svo virðist sem að breski leikstjórinn Ridley Scott sé ekki reiðubúinn að yfirgefa söguheim Prometheus. Hann tilkynnti í dag að tvær framhaldsmyndir væru í bígerð. 2. ágúst 2012 22:07 Framhald af Prometheus Leikstjórinn Ridley Scott vill taka upp framhald myndarinnar Prometheus, þrátt fyrir að enn eigi eftir að frumsýna fyrstu myndina sem var að hluta til tekin upp hérlendis síðasta sumar. 14. febrúar 2012 11:00 Sigourney hefur mikla trú á Prometheus 22. september 2011 08:00 Óvíst með framhald Prometheus Ekki hefur verið ákveðið hvort framhald verður gert af spennumyndinni Prometheus. Þetta segir handritshöfundurinn Damon Lindelof. Prometheus fór beint á toppinn yfir aðsóknarmestu myndir Bretlands um síðustu helgi og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. 10. júní 2012 23:00 Prometheus kynnt í París Aðstandendur kvikmyndarinnar Prometheus fóru til Parísar á dögunum þar sem þeir kynntu myndina fyrir fjölmiðlafólki. Myndarinnar hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu en hún er ekki frumsýnd fyrr en í byrjun júlí. Íslendingar bíða margir hverjir spenntir en hluti af tökunum fór fram hér á landi, meðal annars við Dettifoss. 14. apríl 2012 05:00 Prometheus með betri þrívídd en Avatar Benedict Wong, sem leikur Ravel í spennumyndinni Prometheus, er mjög spenntur fyrir útkomunni. "Ef þú varst hrifinn af þrívíddinni í Avatar þá verðurðu enn hrifnari af þrívíddinni í þessari mynd. Hún er í sérflokki,“ sagði Wong. "Þeir notuðu RED-myndavélar og tæknimennirnir voru mjög spenntir fyrir þeim.“ 27. febrúar 2012 21:00 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fox og Ridley Scott hafa ráðið Michael Green til að skrifa handrit að Prometheus 2, framhaldsmynd af Prometheus sem frumsýnd var árið 2012. Michael hefur unnið við handrit í sjónvarpsþáttum á borð við Smallville og Heroes. Ekki er komin dagsetning á hvenær framhaldsmyndin lítur dagsins ljós. Ridley Scott leikstýrði þeirri fyrstu en óljóst er hvort hann mun setjast aftur í leikstjórastólinn. Rétt eftir að fyrsta myndin var frumsýnd tilkynnti hann að Prometheus yrði þríleikur.Noomi Rapace, Michael Fassbender, Guy Pearce, Idris Elba og Charlize Theron léku aðalhlutverkin í Prometheus en hún halaði inn rúmlega þrjú hundruð milljónir dollara á heimsvísu þegar hún var í bíó, 36,5 milljarða króna. Prometheus var að hluta til tekin upp hér á landi en tökur fóru fram í júlí árið 2011 við rætur Heklu. Íslenskt landslag gegndi veigamiklu hlutverki í myndinni og þótti tæknileg vinnsla kvikmyndarinnar skara fram úr.
Tengdar fréttir Mælir með Prometheus Leikarinn Michael Fassbender telur að myndin Prometheus verði mynd ársins 2012 en eins og flestir vita var myndin að hluta til tekin upp á Íslandi. Fassbender, sem leikur í mynd Ridley Scott ásamt leikkonunum Noomi Rapace og Charlize Theron, hrósar handritinu sérstaklega. „Handritið er svakalega vel unnið og áhugavert. Þetta er alvöru thriller sem allir verða að sjá,“ segir Fassbender í viðtali við breska InStyle en hann hafði mikla ánægju af því að vinna undir leikstjórn Scotts en Prometheus á að vera undanfari Alien-myndanna. 19. janúar 2012 10:30 Prometheus verður þríleikur Svo virðist sem að breski leikstjórinn Ridley Scott sé ekki reiðubúinn að yfirgefa söguheim Prometheus. Hann tilkynnti í dag að tvær framhaldsmyndir væru í bígerð. 2. ágúst 2012 22:07 Framhald af Prometheus Leikstjórinn Ridley Scott vill taka upp framhald myndarinnar Prometheus, þrátt fyrir að enn eigi eftir að frumsýna fyrstu myndina sem var að hluta til tekin upp hérlendis síðasta sumar. 14. febrúar 2012 11:00 Sigourney hefur mikla trú á Prometheus 22. september 2011 08:00 Óvíst með framhald Prometheus Ekki hefur verið ákveðið hvort framhald verður gert af spennumyndinni Prometheus. Þetta segir handritshöfundurinn Damon Lindelof. Prometheus fór beint á toppinn yfir aðsóknarmestu myndir Bretlands um síðustu helgi og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. 10. júní 2012 23:00 Prometheus kynnt í París Aðstandendur kvikmyndarinnar Prometheus fóru til Parísar á dögunum þar sem þeir kynntu myndina fyrir fjölmiðlafólki. Myndarinnar hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu en hún er ekki frumsýnd fyrr en í byrjun júlí. Íslendingar bíða margir hverjir spenntir en hluti af tökunum fór fram hér á landi, meðal annars við Dettifoss. 14. apríl 2012 05:00 Prometheus með betri þrívídd en Avatar Benedict Wong, sem leikur Ravel í spennumyndinni Prometheus, er mjög spenntur fyrir útkomunni. "Ef þú varst hrifinn af þrívíddinni í Avatar þá verðurðu enn hrifnari af þrívíddinni í þessari mynd. Hún er í sérflokki,“ sagði Wong. "Þeir notuðu RED-myndavélar og tæknimennirnir voru mjög spenntir fyrir þeim.“ 27. febrúar 2012 21:00 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Mælir með Prometheus Leikarinn Michael Fassbender telur að myndin Prometheus verði mynd ársins 2012 en eins og flestir vita var myndin að hluta til tekin upp á Íslandi. Fassbender, sem leikur í mynd Ridley Scott ásamt leikkonunum Noomi Rapace og Charlize Theron, hrósar handritinu sérstaklega. „Handritið er svakalega vel unnið og áhugavert. Þetta er alvöru thriller sem allir verða að sjá,“ segir Fassbender í viðtali við breska InStyle en hann hafði mikla ánægju af því að vinna undir leikstjórn Scotts en Prometheus á að vera undanfari Alien-myndanna. 19. janúar 2012 10:30
Prometheus verður þríleikur Svo virðist sem að breski leikstjórinn Ridley Scott sé ekki reiðubúinn að yfirgefa söguheim Prometheus. Hann tilkynnti í dag að tvær framhaldsmyndir væru í bígerð. 2. ágúst 2012 22:07
Framhald af Prometheus Leikstjórinn Ridley Scott vill taka upp framhald myndarinnar Prometheus, þrátt fyrir að enn eigi eftir að frumsýna fyrstu myndina sem var að hluta til tekin upp hérlendis síðasta sumar. 14. febrúar 2012 11:00
Óvíst með framhald Prometheus Ekki hefur verið ákveðið hvort framhald verður gert af spennumyndinni Prometheus. Þetta segir handritshöfundurinn Damon Lindelof. Prometheus fór beint á toppinn yfir aðsóknarmestu myndir Bretlands um síðustu helgi og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. 10. júní 2012 23:00
Prometheus kynnt í París Aðstandendur kvikmyndarinnar Prometheus fóru til Parísar á dögunum þar sem þeir kynntu myndina fyrir fjölmiðlafólki. Myndarinnar hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu en hún er ekki frumsýnd fyrr en í byrjun júlí. Íslendingar bíða margir hverjir spenntir en hluti af tökunum fór fram hér á landi, meðal annars við Dettifoss. 14. apríl 2012 05:00
Prometheus með betri þrívídd en Avatar Benedict Wong, sem leikur Ravel í spennumyndinni Prometheus, er mjög spenntur fyrir útkomunni. "Ef þú varst hrifinn af þrívíddinni í Avatar þá verðurðu enn hrifnari af þrívíddinni í þessari mynd. Hún er í sérflokki,“ sagði Wong. "Þeir notuðu RED-myndavélar og tæknimennirnir voru mjög spenntir fyrir þeim.“ 27. febrúar 2012 21:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp