Þungarokkstónleikar með leikrænu ívafi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. apríl 2014 11:00 "Þetta eru tónleikar, þeir spila plötuna alla í gegn, en trúðarnir hjálpa þeim.” Mynd/Lárus Sigurðarson "Hljómsveitin Skálmöld spilar plötuna Baldur á sviðinu og svo koma þrír trúðar og hjálpa henni að flytja söguna af Baldri. Þeir koma inn á milli laga, segja frá því sem er um að vera, leika atburðarásina og karakterana í verkinu og segja frá örlögum Baldurs í gegnum allt verkið,“ útskýrir Halldór Gylfason leikstjóri þolinmóður þegar hann fær þá spurningu, örugglega í hundraðasta skipti, hvað hann sé að vilja með trúða í þungarokkssýningu. „Þetta er hart og flott og groddalegt rokk og svo koma einlæg, opin barnsleg hjörtu inn á milli. Mjólka dramað, fara inn í harminn og gleðina af fullri alvöru. Það er engum hlátur í huga enda fjallar sagan um dauða og harm og trúðar eru einna bestir í því að túlka harm.“ Spurður hvernig gengið hafi að púsla þessum andstæðum saman segir Halldór það hafa gengið ótrúlega vel. „Þessir strákar í Skálmöld eru svo næs. Miklir fagmenn, góðir í samstarfi og til í allt. Opnir fyrir öllum pælingum. Auðvitað höfðu þeir áhyggjur af því að við ætluðum að fara að vera með fíflalæti og rugl. Eitthvert grín og sprell með trúðslátum. En það er alls ekki pælingin. Við berum mjög djúpa virðingu fyrir verkinu og fyrst og síðast er þetta svo sannarlega ekkert grín.“ Halldór segist hikstalaust flokka sýninguna sem tónleika en ekki leiksýningu. „Þetta eru tónleikar, þeir spila plötuna alla í gegn, en trúðarnir hjálpa þeim. Við skulum segja að þetta séu tónleikar með leikrænu ívafi.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Hljómsveitin Skálmöld spilar plötuna Baldur á sviðinu og svo koma þrír trúðar og hjálpa henni að flytja söguna af Baldri. Þeir koma inn á milli laga, segja frá því sem er um að vera, leika atburðarásina og karakterana í verkinu og segja frá örlögum Baldurs í gegnum allt verkið,“ útskýrir Halldór Gylfason leikstjóri þolinmóður þegar hann fær þá spurningu, örugglega í hundraðasta skipti, hvað hann sé að vilja með trúða í þungarokkssýningu. „Þetta er hart og flott og groddalegt rokk og svo koma einlæg, opin barnsleg hjörtu inn á milli. Mjólka dramað, fara inn í harminn og gleðina af fullri alvöru. Það er engum hlátur í huga enda fjallar sagan um dauða og harm og trúðar eru einna bestir í því að túlka harm.“ Spurður hvernig gengið hafi að púsla þessum andstæðum saman segir Halldór það hafa gengið ótrúlega vel. „Þessir strákar í Skálmöld eru svo næs. Miklir fagmenn, góðir í samstarfi og til í allt. Opnir fyrir öllum pælingum. Auðvitað höfðu þeir áhyggjur af því að við ætluðum að fara að vera með fíflalæti og rugl. Eitthvert grín og sprell með trúðslátum. En það er alls ekki pælingin. Við berum mjög djúpa virðingu fyrir verkinu og fyrst og síðast er þetta svo sannarlega ekkert grín.“ Halldór segist hikstalaust flokka sýninguna sem tónleika en ekki leiksýningu. „Þetta eru tónleikar, þeir spila plötuna alla í gegn, en trúðarnir hjálpa þeim. Við skulum segja að þetta séu tónleikar með leikrænu ívafi.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira