Syngur og safnar fé til rannsókna á ættarsjúkdómi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 13:30 Dagbjört Andrésdóttir sópran. Fréttablaðið/GVA „Ég verð í Laugarneskirkju, mér finnst svo góður hljómur í henni,“ segir Dagbjört Andrésdóttir sópran sem heldur klassíska tónleika annað kvöld klukkan 20 í tilefni þess að hún er að kveðja Söngskóla Domus Vox. Efnisskráin samanstendur af trúarlegri tónlist, þýskum ljóðum og aríum úr óperum. „Þetta eru Bach, Mozart og þessir gömlu snillingar,“ segir hún brosandi og tekur fram að Antonía Hevesi spili undir á píanó. „Ég er vikulega í tímum hjá Antoníu, hún er algerlega dásamleg manneskja.“ Dagbjört tileinkar tónleikana föður sínum, Andrési Svavarssyni, sem lést síðasta haust úr arfgengri heilablæðingu og í leiðinni gengst hún fyrir söfnun á fé til rannsókna á þeim sjúkdómi. Þegar það er nefnt göfugt verkefni segir hún eftir andartaks þögn: „Ég mundi ekki segja göfugt. Ég þarf að gera þetta. Það er nauðsynlegt.“ Arfgeng heilablæðing er séríslenskur sjúkdómur og fjármagn skortir til rannsókna á honum, að sögn Dagbjartar. Eðlilegt er að hún hafi af því áhyggjur. Eftir að faðir hennar fékk fyrstu blæðingu árið 2007 fylgdist hún með minnkandi kröftum hans, andlegum og líkamlegum, uns yfir lauk. Föðursystir hennar og föðuramma létust báðar úr sjúkdómnum. Föðurbróðir hennar er lamaður öðrum megin og orðinn óskýr í tali og um síðustu helgi dó sonur hans, 33 ára gamall, frá konu og þremur ungum börnum. „Hann hné niður og kom aldrei til meðvitundar en var búinn að fá nokkrar aðkenningar áður,“ segir Dagbjört og kveðst eiga annan frænda, 25 ára, með skerta getu vegna sjúkdómsins. Búið er að finna genið sem veldur arfgengri heilablæðingu og Dagbjört vonar að auknar rannsóknir leiði til fyrirbyggjandi úrræða. Sjálf veit hún ekki hvort hún ber genið. „Meðan ekkert er hægt að gera vil ég ekki vita hvort ég lifi skemur en aðrir,“ segir hún alvarleg. Hún er tuttugu og tveggja ára og byrjaði að syngja ellefu ára gömul í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti Pálmadóttur. Tvívegis söng hún einsöng með kórnum úti á Ítalíu og oft á skólatónleikum hér heima þar sem fleiri komu fram. „Ég er búin að fylgja Möggu sleitulaust í ellefu ár og held því áfram þó ég hætti í skólanum því ég er í kvennakórnum Vox Feminae,“ segir Dagbjört sem er ákveðin í að halda áfram söngnámi. Dagbjört glímir við fötlun sem áfall í fæðingu orsakaði og gerir það að verkum að sumar taugar hennar eru skemmdar, þar á meðal sjóntaug. Það hefur hamlað henni í námi, að eigin sögn, einkum varðandi tónfræðina. „Ég á erfitt með að vinna úr því sem ég sé. Til dæmis sé ég línurnar fimm á nótnastrengnum sem eina stóra, breiða línu,“ segir hún einlæg. Hvernig fer hún þá að því að læra söng? „Eyrað er orðið þjálfað og það bjargar mér. Ég hef mikinn áhuga og hef líka fengið frábæran stuðning hjá hinum yndislegu konum í Söngskóla Domus Vox. Hjá þeim fær hver og einn að njóta sín eins og hann er. Það koma alveg tímar sem ég er rosa fúl yfir þessu sem mig vantar en svo hristi ég það af mér og held áfram.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég verð í Laugarneskirkju, mér finnst svo góður hljómur í henni,“ segir Dagbjört Andrésdóttir sópran sem heldur klassíska tónleika annað kvöld klukkan 20 í tilefni þess að hún er að kveðja Söngskóla Domus Vox. Efnisskráin samanstendur af trúarlegri tónlist, þýskum ljóðum og aríum úr óperum. „Þetta eru Bach, Mozart og þessir gömlu snillingar,“ segir hún brosandi og tekur fram að Antonía Hevesi spili undir á píanó. „Ég er vikulega í tímum hjá Antoníu, hún er algerlega dásamleg manneskja.“ Dagbjört tileinkar tónleikana föður sínum, Andrési Svavarssyni, sem lést síðasta haust úr arfgengri heilablæðingu og í leiðinni gengst hún fyrir söfnun á fé til rannsókna á þeim sjúkdómi. Þegar það er nefnt göfugt verkefni segir hún eftir andartaks þögn: „Ég mundi ekki segja göfugt. Ég þarf að gera þetta. Það er nauðsynlegt.“ Arfgeng heilablæðing er séríslenskur sjúkdómur og fjármagn skortir til rannsókna á honum, að sögn Dagbjartar. Eðlilegt er að hún hafi af því áhyggjur. Eftir að faðir hennar fékk fyrstu blæðingu árið 2007 fylgdist hún með minnkandi kröftum hans, andlegum og líkamlegum, uns yfir lauk. Föðursystir hennar og föðuramma létust báðar úr sjúkdómnum. Föðurbróðir hennar er lamaður öðrum megin og orðinn óskýr í tali og um síðustu helgi dó sonur hans, 33 ára gamall, frá konu og þremur ungum börnum. „Hann hné niður og kom aldrei til meðvitundar en var búinn að fá nokkrar aðkenningar áður,“ segir Dagbjört og kveðst eiga annan frænda, 25 ára, með skerta getu vegna sjúkdómsins. Búið er að finna genið sem veldur arfgengri heilablæðingu og Dagbjört vonar að auknar rannsóknir leiði til fyrirbyggjandi úrræða. Sjálf veit hún ekki hvort hún ber genið. „Meðan ekkert er hægt að gera vil ég ekki vita hvort ég lifi skemur en aðrir,“ segir hún alvarleg. Hún er tuttugu og tveggja ára og byrjaði að syngja ellefu ára gömul í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti Pálmadóttur. Tvívegis söng hún einsöng með kórnum úti á Ítalíu og oft á skólatónleikum hér heima þar sem fleiri komu fram. „Ég er búin að fylgja Möggu sleitulaust í ellefu ár og held því áfram þó ég hætti í skólanum því ég er í kvennakórnum Vox Feminae,“ segir Dagbjört sem er ákveðin í að halda áfram söngnámi. Dagbjört glímir við fötlun sem áfall í fæðingu orsakaði og gerir það að verkum að sumar taugar hennar eru skemmdar, þar á meðal sjóntaug. Það hefur hamlað henni í námi, að eigin sögn, einkum varðandi tónfræðina. „Ég á erfitt með að vinna úr því sem ég sé. Til dæmis sé ég línurnar fimm á nótnastrengnum sem eina stóra, breiða línu,“ segir hún einlæg. Hvernig fer hún þá að því að læra söng? „Eyrað er orðið þjálfað og það bjargar mér. Ég hef mikinn áhuga og hef líka fengið frábæran stuðning hjá hinum yndislegu konum í Söngskóla Domus Vox. Hjá þeim fær hver og einn að njóta sín eins og hann er. Það koma alveg tímar sem ég er rosa fúl yfir þessu sem mig vantar en svo hristi ég það af mér og held áfram.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp