Var uppgötvuð í H&M Baldvin Þormóðsson skrifar 3. apríl 2014 11:00 Sigrún Eva kann vel við sig í New York. mynd/Frederik Lentz Andersen-Euroman „Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jónsdóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir fyrirsætan sem var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festival. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningarpallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið. Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtudeginum og fór strax í myndatöku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn sýndi ég síðan fyrir Cintamani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setjast niður og anda.Var send til Kóreu Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt foreldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sigrún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelmina Models þar sem hún starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna. Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveðinni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsingum sem birtust í kóreskum tímaritum.Sigrún Eva sýndi á RFF fyrir hönnuði á borð við Magnea.mynd/einkasafn„Þetta var rosalega fyndið. Ég vissi voðalega lítið um Kóreu,“ segir Sigrún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhaldsskólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima." Varðandi framtíðina segir fyrirsætan hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir hún sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“ RFF Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jónsdóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir fyrirsætan sem var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festival. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningarpallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið. Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtudeginum og fór strax í myndatöku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn sýndi ég síðan fyrir Cintamani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setjast niður og anda.Var send til Kóreu Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt foreldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sigrún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelmina Models þar sem hún starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna. Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveðinni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsingum sem birtust í kóreskum tímaritum.Sigrún Eva sýndi á RFF fyrir hönnuði á borð við Magnea.mynd/einkasafn„Þetta var rosalega fyndið. Ég vissi voðalega lítið um Kóreu,“ segir Sigrún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhaldsskólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima." Varðandi framtíðina segir fyrirsætan hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir hún sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“
RFF Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira