Ljóðin bjarga lífi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. apríl 2014 14:00 Ásdís Óladóttir: "Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskapur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ „Ég er mjög íhaldssöm hvað það varðar og fer ekkert út fyrir ljóðið. Það er minn staður,“ segir Ásdís Óladóttir sem í dag sendir frá sér sína sjöundu ljóðabók, Innri rödd úr annars höfði. Ásdís hefur skrifað ljóð síðan hún var átján ára og segist lítið hafa reynt við önnur form, það hafi ekki heillað hana. „Mér líkar langbest við ljóðið,“ segir hún. „Þetta knappa form þar sem hægt er að segja mikið í fáum orðum.“ Í bókinni er að finna 35 ljóð og yrkisefnin eru margvísleg; mánuðir, árstíðir, hversdagsmyndir og svo heilmikill bálkur sem heitir Næturgalinn, sem lýsir geðrænum sjúkdómi. „Ég er með geðklofa og er að fjalla um mína upplifun af honum,“ segir Ásdís. „Ég hef glímt við þann sjúkdóm í 26 ár og það má eiginlega segja að ljóðin hafi bjargað mér í gegnum þá glímu. Þau hafa verið haldreipi mitt í lífinu. Ég gat ekki lesið í nokkur ár sökum radda í höfðinu og varð að skrifa mig út úr því ástandi. Að skrifa ljóðin gaf mér tilgang í lífinu. Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskapur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ Ásdís segist alltaf hafa verið opin hvað varðar sjúkdóminn, enda finnist henni erfiðara að þegja um hann heldur en tala. Hún segist auðvitað hafa orðið vör við fordóma, en þeir séu þó á undanhaldi. „Mér finnst ég heldur ekkert hafa að fela og þetta er alvarlegur sjúkdómur sem oft hefur verið reynt að þagga umræðu um og það finnst mér ekki rétt. En þetta er sem betur fer að breytast. Velgengni Engla alheimsins hefur opnað augu margra, sem er gott, þótt sú mynd af sjúkdómnum sem þar er dregin upp sé mjög röng í dag. Meðhöndlun hans var mjög lítil í þá daga, en þetta hefur gjörbreyst með nýjum lyfjum. Í dag getur fólk lifað tiltölulega eðlilegu lífi þrátt fyrir geðklofa. Þetta er ekkert vandamál fyrir mig núorðið, en mér finnst samt ástæða til að tala opið og hreinskilnislega um þau áhrif sem sjúkdómurinn hefur.“ Útgáfu bókarinnar, Innri rödd úr annars höfði, verður fagnað í Iðu-Zimsen klukkan 17 í dag og Ásdís segir alla velkomna. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mjög íhaldssöm hvað það varðar og fer ekkert út fyrir ljóðið. Það er minn staður,“ segir Ásdís Óladóttir sem í dag sendir frá sér sína sjöundu ljóðabók, Innri rödd úr annars höfði. Ásdís hefur skrifað ljóð síðan hún var átján ára og segist lítið hafa reynt við önnur form, það hafi ekki heillað hana. „Mér líkar langbest við ljóðið,“ segir hún. „Þetta knappa form þar sem hægt er að segja mikið í fáum orðum.“ Í bókinni er að finna 35 ljóð og yrkisefnin eru margvísleg; mánuðir, árstíðir, hversdagsmyndir og svo heilmikill bálkur sem heitir Næturgalinn, sem lýsir geðrænum sjúkdómi. „Ég er með geðklofa og er að fjalla um mína upplifun af honum,“ segir Ásdís. „Ég hef glímt við þann sjúkdóm í 26 ár og það má eiginlega segja að ljóðin hafi bjargað mér í gegnum þá glímu. Þau hafa verið haldreipi mitt í lífinu. Ég gat ekki lesið í nokkur ár sökum radda í höfðinu og varð að skrifa mig út úr því ástandi. Að skrifa ljóðin gaf mér tilgang í lífinu. Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskapur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ Ásdís segist alltaf hafa verið opin hvað varðar sjúkdóminn, enda finnist henni erfiðara að þegja um hann heldur en tala. Hún segist auðvitað hafa orðið vör við fordóma, en þeir séu þó á undanhaldi. „Mér finnst ég heldur ekkert hafa að fela og þetta er alvarlegur sjúkdómur sem oft hefur verið reynt að þagga umræðu um og það finnst mér ekki rétt. En þetta er sem betur fer að breytast. Velgengni Engla alheimsins hefur opnað augu margra, sem er gott, þótt sú mynd af sjúkdómnum sem þar er dregin upp sé mjög röng í dag. Meðhöndlun hans var mjög lítil í þá daga, en þetta hefur gjörbreyst með nýjum lyfjum. Í dag getur fólk lifað tiltölulega eðlilegu lífi þrátt fyrir geðklofa. Þetta er ekkert vandamál fyrir mig núorðið, en mér finnst samt ástæða til að tala opið og hreinskilnislega um þau áhrif sem sjúkdómurinn hefur.“ Útgáfu bókarinnar, Innri rödd úr annars höfði, verður fagnað í Iðu-Zimsen klukkan 17 í dag og Ásdís segir alla velkomna.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp