Við orgelið í hálfa öld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2014 14:00 "Ég hef alltaf haft gaman af því að umgangast fólk og meðan ég er svo heppinn að hafa orku og ánægju af starfinu þá held ég áfram,“ segir Jón Stefánsson. Fréttablaðið/GVA „Það er víst komið að þessu þótt ótrúlegt sé. Svona líður tíminn ef maður lifir af,“ segir Jón Stefánsson um 50 ára starfsafmæli sitt við Langholtskirkju. Hann tekur vel beiðni um símaviðtal og segir best að hespa því af. Vitnar í gamla sögu. „Það var karl í Mývatnssveitinni að leggja af stað í göngur og sagði: „Það er best að byrja á því að éta nestið, það er þá eitthvað frá.“ „Já, það eru fimmtíu ár frá því ég settist fyrst á orgelbekk hér. Það var 4. apríl 1964. Hann fékk hjartaáfall hann Helgi Þorláksson skólastjóri sem var hér organisti á þeim tíma. Þá var hringt í doktor Róbert Abraham Ottósson, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, og hann beðinn að bjarga málum. Það voru tvær fermingarmessur daginn eftir. Ég var á fyrsta ári í Tónskóla þjóðkirkjunnar og Tónlistarskólanum en var reyndar orðinn nokkuð vanur orgelleik því þegar ég var í fornámi spilaði ég hálfsmánaðarlega í messum hjá Óháða söfnuðinum um eins og hálfs árs skeið. Var líka alinn upp við orgelleik norður í Mývatnssveit, afi var þar organisti. Svo ég sló til þegar til mín var leitað.“ Jón kveðst hafa leyst af í Langholtskirkju þar til hann fór norður í Mývatnsveit í sína sumarvinnu. „Ég var oft að vinna í kaupfélaginu en eitt besta sumarið mitt var ég að sjá um netaveiðina fyrir búið í Vogum – meðan veiðiskapur í Mývatni var hlunnindi. Þá var ég oft sex til átta klukkutíma á dag úti á vatni og kom með um 200 bleikjur að landi,“ rifjar hann upp. Í ágúst 1964 fékk Jón upphringingu af sóknarnefndarfundi í Langholtssókn, honum var boðin organistastaðan og þáði hana með þökkum. „Hér hef ég svo verið síðan nema tvívegis farið í framhaldsnám, fyrst til München og svo til Vínarborgar.“ Skyldi Jón ætla að halda veglega upp á þessi tímamót? „Já, við ætlum að vera með tilstand í messunni á morgun af þessu tilefni. Kórarnir þrír sem ég stjórna fá allir hlutverk í messunni, Gradualekór Langholtskirkju, Graduale Nobili með stóru stelpunum og Kór Langholtskirkju. Aðalhátíðin verður samt í maí þegar tveir síðarnefndu kórarnir flytja Mattheusarpassíuna ásamt tveimur hljómsveitum. Passían er með stærri bitum.“ Það er sem sagt ekkert slegið af. „Ekki í bili. Ég hef alltaf haft gaman af því að umgangast fólk og meðan ég er svo heppinn að hafa orku og ánægju af starfinu þá held ég áfram.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það er víst komið að þessu þótt ótrúlegt sé. Svona líður tíminn ef maður lifir af,“ segir Jón Stefánsson um 50 ára starfsafmæli sitt við Langholtskirkju. Hann tekur vel beiðni um símaviðtal og segir best að hespa því af. Vitnar í gamla sögu. „Það var karl í Mývatnssveitinni að leggja af stað í göngur og sagði: „Það er best að byrja á því að éta nestið, það er þá eitthvað frá.“ „Já, það eru fimmtíu ár frá því ég settist fyrst á orgelbekk hér. Það var 4. apríl 1964. Hann fékk hjartaáfall hann Helgi Þorláksson skólastjóri sem var hér organisti á þeim tíma. Þá var hringt í doktor Róbert Abraham Ottósson, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, og hann beðinn að bjarga málum. Það voru tvær fermingarmessur daginn eftir. Ég var á fyrsta ári í Tónskóla þjóðkirkjunnar og Tónlistarskólanum en var reyndar orðinn nokkuð vanur orgelleik því þegar ég var í fornámi spilaði ég hálfsmánaðarlega í messum hjá Óháða söfnuðinum um eins og hálfs árs skeið. Var líka alinn upp við orgelleik norður í Mývatnssveit, afi var þar organisti. Svo ég sló til þegar til mín var leitað.“ Jón kveðst hafa leyst af í Langholtskirkju þar til hann fór norður í Mývatnsveit í sína sumarvinnu. „Ég var oft að vinna í kaupfélaginu en eitt besta sumarið mitt var ég að sjá um netaveiðina fyrir búið í Vogum – meðan veiðiskapur í Mývatni var hlunnindi. Þá var ég oft sex til átta klukkutíma á dag úti á vatni og kom með um 200 bleikjur að landi,“ rifjar hann upp. Í ágúst 1964 fékk Jón upphringingu af sóknarnefndarfundi í Langholtssókn, honum var boðin organistastaðan og þáði hana með þökkum. „Hér hef ég svo verið síðan nema tvívegis farið í framhaldsnám, fyrst til München og svo til Vínarborgar.“ Skyldi Jón ætla að halda veglega upp á þessi tímamót? „Já, við ætlum að vera með tilstand í messunni á morgun af þessu tilefni. Kórarnir þrír sem ég stjórna fá allir hlutverk í messunni, Gradualekór Langholtskirkju, Graduale Nobili með stóru stelpunum og Kór Langholtskirkju. Aðalhátíðin verður samt í maí þegar tveir síðarnefndu kórarnir flytja Mattheusarpassíuna ásamt tveimur hljómsveitum. Passían er með stærri bitum.“ Það er sem sagt ekkert slegið af. „Ekki í bili. Ég hef alltaf haft gaman af því að umgangast fólk og meðan ég er svo heppinn að hafa orku og ánægju af starfinu þá held ég áfram.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp