Nýtt og gamalt í Bíó Paradís Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 18:00 Indversk kvikmyndahátíð hófst í Bíó Paradís á þriðjudag og stendur til 13. apríl. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2012. Á hátíðinni í ár eru kynntar til leiks sex nýlegar kvikmyndir og ein klassísk kvikmynd í nýútkominni þrívíddarútgáfu, karrívestrinn Sholay sem er af mörgum talinn meðal bestu indversku kvikmyndanna á tuttugustu öldinni. Meðal kvikmynda sem sýndar eru á hátíðinni er English Vinglish eða Enskunámið eins og hún heitir á íslensku. Hún fjallar um unga húsmóður sem er mjög fær í að gera indverska eftirréttinni „laddoo“. Henni finnst hún ekki vera metin að verðleikum heima hjá sér vegna þess að hana skortir enskukunnáttu. Þegar hún er beðin að koma til New York til þess að undirbúa brúðkaup frænku sinnar fær hún óvænt tækifæri til þess að bæta sig í enskunni og styrkja sjálfsálitið í leiðinni. Hún fer að endurskoða líf sitt í framhaldi af því og sambandið við fjölskylduna. Myndin er byggð á ævi móður leikstjórans, Sanjay Leela Bhansali, og lýsir vel erfiðleikum og skondnum uppákomum sem nýbúi í ókunnri stórborg má búast við. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Indversk kvikmyndahátíð hófst í Bíó Paradís á þriðjudag og stendur til 13. apríl. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2012. Á hátíðinni í ár eru kynntar til leiks sex nýlegar kvikmyndir og ein klassísk kvikmynd í nýútkominni þrívíddarútgáfu, karrívestrinn Sholay sem er af mörgum talinn meðal bestu indversku kvikmyndanna á tuttugustu öldinni. Meðal kvikmynda sem sýndar eru á hátíðinni er English Vinglish eða Enskunámið eins og hún heitir á íslensku. Hún fjallar um unga húsmóður sem er mjög fær í að gera indverska eftirréttinni „laddoo“. Henni finnst hún ekki vera metin að verðleikum heima hjá sér vegna þess að hana skortir enskukunnáttu. Þegar hún er beðin að koma til New York til þess að undirbúa brúðkaup frænku sinnar fær hún óvænt tækifæri til þess að bæta sig í enskunni og styrkja sjálfsálitið í leiðinni. Hún fer að endurskoða líf sitt í framhaldi af því og sambandið við fjölskylduna. Myndin er byggð á ævi móður leikstjórans, Sanjay Leela Bhansali, og lýsir vel erfiðleikum og skondnum uppákomum sem nýbúi í ókunnri stórborg má búast við.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira