Toppurinn að vera fullorðinn Sara McMahon skrifar 15. apríl 2014 08:58 Þegar ég var barn hlakkaði ég til þess að verða fullorðin. Mér fannst svalt að sjá fólk halda á innkaupapoka, heimilispóstinum og bisa við að opna útidyrnar heima hjá sér. Mér fannst töff að ganga með seðlaveski og horfa á fréttatíma RÚV. Mér fannst fullorðið fólk geggjað og ég gat ekki beðið eftir því að verða tekin í fullorðinna manna tölu. Hiðóhjákvæmilega gerðist og áður en ég vissi af var ég orðin fullorðin. Ég keypti fasteign, skila skattskýrslu minni á hverju ári, held lífi í plöntum og bý til sósur frá grunni. Draumur minn hafði ræst en skyndilega fannst mér ekki nóg að vera bara fullorðin – mig langaði líka að verða fullkomlega sjálfbjarga fullorðinn einstaklingur. Full bjartsýni hóf ég ætlunarverk mitt. Árið 2009 lærði ég að taka slátur og sníða vambir. Í fyrra lærði ég að smíða rúm úr pallettum… alvöru rúm á fótum sem stendur enn. Sama ár kenndi vinkona mín mér réttu aðferðina við að stytta buxur með broti í. Eldri starfsmaður í BYKO eyddi dágóðum tíma í að sýna mér hvernig eigi að beita sög þannig að það flísist sem minnst úr viðnum. Samstarfsmaður minn kenndi mér á tækniundrið sem kallað er snjallsími og góður vinur kenndi mér að tengja rafmagn. Umsíðustu helgi bættist svo enn í reynslubanka minn því ég fékk að aðstoða foreldra mína við að skipta um eldhúsinnréttingu. Með þolinmæðina að vopni útskýrði stjúpi minn fyrir mér hvert handtakið á fætur öðru og þótt ég sé ekki fullnuma í eldhúsuppsetningum, þá er ég komin með þokkalegan grunn. Næstamál á dagskrá er að dobla hann tengdaföður minn til að kenna mér handtökin við að hamfletta rjúpu. Ég vil einnig læra grunninn í pípulögnum. Það er toppurinn að vera fullorðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun
Þegar ég var barn hlakkaði ég til þess að verða fullorðin. Mér fannst svalt að sjá fólk halda á innkaupapoka, heimilispóstinum og bisa við að opna útidyrnar heima hjá sér. Mér fannst töff að ganga með seðlaveski og horfa á fréttatíma RÚV. Mér fannst fullorðið fólk geggjað og ég gat ekki beðið eftir því að verða tekin í fullorðinna manna tölu. Hiðóhjákvæmilega gerðist og áður en ég vissi af var ég orðin fullorðin. Ég keypti fasteign, skila skattskýrslu minni á hverju ári, held lífi í plöntum og bý til sósur frá grunni. Draumur minn hafði ræst en skyndilega fannst mér ekki nóg að vera bara fullorðin – mig langaði líka að verða fullkomlega sjálfbjarga fullorðinn einstaklingur. Full bjartsýni hóf ég ætlunarverk mitt. Árið 2009 lærði ég að taka slátur og sníða vambir. Í fyrra lærði ég að smíða rúm úr pallettum… alvöru rúm á fótum sem stendur enn. Sama ár kenndi vinkona mín mér réttu aðferðina við að stytta buxur með broti í. Eldri starfsmaður í BYKO eyddi dágóðum tíma í að sýna mér hvernig eigi að beita sög þannig að það flísist sem minnst úr viðnum. Samstarfsmaður minn kenndi mér á tækniundrið sem kallað er snjallsími og góður vinur kenndi mér að tengja rafmagn. Umsíðustu helgi bættist svo enn í reynslubanka minn því ég fékk að aðstoða foreldra mína við að skipta um eldhúsinnréttingu. Með þolinmæðina að vopni útskýrði stjúpi minn fyrir mér hvert handtakið á fætur öðru og þótt ég sé ekki fullnuma í eldhúsuppsetningum, þá er ég komin með þokkalegan grunn. Næstamál á dagskrá er að dobla hann tengdaföður minn til að kenna mér handtökin við að hamfletta rjúpu. Ég vil einnig læra grunninn í pípulögnum. Það er toppurinn að vera fullorðinn.