Bubba gerir allt á sinn hátt Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Bubba Watson með ættleidda soninn Caleb Watson eftir sigur á Masters 2014 á Augusta-vellinum. Vísir/Getty Gerry Lester „Bubba“ Watson er ekki steyptur í golfmótið. Þegar hann var lítill drengur sagaði faðir Bubba ofan af níu-járni fyrir hann og sendi hann út í garð með litla loftbolta. Hann fékk stutta kennslu frá föður sínum um hvernig halda skyldi á kylfunni og sveifla. Meira var það ekki. Bubba Watson hefur ekki sótt sér neina golfkennslu síðan. Hann kenndi sér sjálfur og er nú orðinn tvöfaldur Masters-meistari eftir frábæra frammistöðu á Augusta National-vellinum á sunnudaginn þar sem hann hafði betur í baráttunni við hinn unga Jordan Spieth. Bubba fékk græna jakkann aftur, í annað sinn á þremur árum, og er þar með kominn í hóp með mönnum á borð við Ben Hogan, Byron Nelson, Tom Watson og Seve heitnum Ballesteros. Hóp sem flestir væru til í að tilheyra. Bubba afgreiddi þá mýtu algjörlega að hann væri eitthvert „one hit wonder“.Spilar golf á sinn hátt Sigurinn á Masters að þessu sinni var ekki jafn dramatískur og fyrir tveimur árum þegar hann bauð upp á eitt ótrúlegasta högg golfsögunnar í bráðabana. Nú var hann reyndi kylfingurinn sem hélt haus og talaði um það alla helgina að hitta flatirnar. Á sama tíma brotnaði Spieth. Það var þó ekki þar með sagt að Bubba væri ekki lengur sá skemmtilegi og óútreiknanlegi kylfingur sem golfheimurinn er fyrir löngu byrjaður að elska. Hann sagðist eftir mótið oftar hafa beðið kylfusvein sinn um ráð og spurt hver væri skynsamlegasti kosturinn. Bubba fór þó ekki alltaf eftir ráðleggingunum. Það er bara ekki hans stíll. Besta dæmið um það var á 15. holu á lokahringnum þegar hann missti boltann aðeins út fyrir braut. Í staðinn fyrir að leggja hann örugglega inn á brautina aftur og nota þriðja höggið til að setja sig eins nálægt pinna og hægt var negldi Bubba boltanum bara inn á flöt úr erfiðri stöðu. Þetta myndi engum öðrum detta í hug í þessari stöðu. „Ég geri allt á minn hátt,“ sagði Bubba Watson eftir sigurinn á sunnudaginn. Hann laug engu.Bubba Watson púttar á 18. flöt.Vísir/GettyErfitt að verja titilinn Bubba náði aðeins 50. sæti á síðasta Masters-móti þegar hann kom til að verja titilinn. Það reyndist honum um megn. Hann var í raun enn að átta sig á því sem hann hafði afrekað ári áður. Bubba hafði komið svo langa leið og unnið stærsta mótið. „Þið verðið að átta ykkur á því hvaðan ég kem. Pabbi vann í byggingarvinnu og mamma vann tvö störf til að ég gæti stundað golf,“ sagði Bubba. Hann var þá einnig nýbúinn að ættleiða soninn Caleb með konu sinni Angie. Eiginkona Bubba tilkynnti honum á fyrsta stefnumóti að hún gæti ekki eignast börn og þurftu þau því að grípa til ættleiðingar. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir fengu þau Caleb og það sem var að gerast utan vallar var einfaldlega of mikið fyrir hinn tilfinningaríka Bubba Watson. „Ég þurfti að læra að greiða úr mínum málum á minn hátt. Það tók mig bara svolítið langan tíma að finna einbeitinguna og drifkraftinn aftur sem kom mér aftur hingað,“ sagði Bubba Watson sem faðmaði son sinn og konu og grét af gleði eins og svo oft áður þegar sigurpúttið steinlá á 18. flötinni á Augusta-vellinum.Hráir hæfileikar „Hann er svo hugmyndaríkur og snjall spilari. Hann er með svo hráa og náttúrulega hæfileika. Bubba er eiginlega snillingur en samt maður sem hefur þurft að hafa fyrir sínu,“ sagði Paul Azinger, fyrrverandi fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, um Bubba um helgina er hann var að lýsa mótinu á einni sjónvarpsstöðinni. Bubba er svo sannarlega hrár. Sveiflan hans er langt frá því að vera falleg eins og svissneska klukkuspilið sem margir mótherjar hans bjóða upp á. Bubba slær boltann og slær hann fast. Hann slær líka lengst á mótaröðinni en um helgina fóru teighöggin hans að meðaltali 280 metra. „Maður verður bara að nota sína sveiflu. Það er það sem ég segi við alla. Ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vinna mót. Mér er alveg sama þó sveiflan sé ljót. Ég vil bara vinna og sem betur fer er ég búinn að gera það tvisvar hérna,“ sagði Bubba eftir Masters-mótið en hann vildi þó lítið vera að láta nefna sig í sömu setningu og aðrar hetjur sem unnið hafa mótið tvisvar. „Ég er bara að reyna að halda PGA-kortinu mínu. Ef fólk segir að ég sé góður spilari þá er það bara flott. En ég spila ekki golf til að heyra fólk segja hversu frábær ég er. Ég spila golf því ég elska það,“ sagði Bubba Watson. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Gerry Lester „Bubba“ Watson er ekki steyptur í golfmótið. Þegar hann var lítill drengur sagaði faðir Bubba ofan af níu-járni fyrir hann og sendi hann út í garð með litla loftbolta. Hann fékk stutta kennslu frá föður sínum um hvernig halda skyldi á kylfunni og sveifla. Meira var það ekki. Bubba Watson hefur ekki sótt sér neina golfkennslu síðan. Hann kenndi sér sjálfur og er nú orðinn tvöfaldur Masters-meistari eftir frábæra frammistöðu á Augusta National-vellinum á sunnudaginn þar sem hann hafði betur í baráttunni við hinn unga Jordan Spieth. Bubba fékk græna jakkann aftur, í annað sinn á þremur árum, og er þar með kominn í hóp með mönnum á borð við Ben Hogan, Byron Nelson, Tom Watson og Seve heitnum Ballesteros. Hóp sem flestir væru til í að tilheyra. Bubba afgreiddi þá mýtu algjörlega að hann væri eitthvert „one hit wonder“.Spilar golf á sinn hátt Sigurinn á Masters að þessu sinni var ekki jafn dramatískur og fyrir tveimur árum þegar hann bauð upp á eitt ótrúlegasta högg golfsögunnar í bráðabana. Nú var hann reyndi kylfingurinn sem hélt haus og talaði um það alla helgina að hitta flatirnar. Á sama tíma brotnaði Spieth. Það var þó ekki þar með sagt að Bubba væri ekki lengur sá skemmtilegi og óútreiknanlegi kylfingur sem golfheimurinn er fyrir löngu byrjaður að elska. Hann sagðist eftir mótið oftar hafa beðið kylfusvein sinn um ráð og spurt hver væri skynsamlegasti kosturinn. Bubba fór þó ekki alltaf eftir ráðleggingunum. Það er bara ekki hans stíll. Besta dæmið um það var á 15. holu á lokahringnum þegar hann missti boltann aðeins út fyrir braut. Í staðinn fyrir að leggja hann örugglega inn á brautina aftur og nota þriðja höggið til að setja sig eins nálægt pinna og hægt var negldi Bubba boltanum bara inn á flöt úr erfiðri stöðu. Þetta myndi engum öðrum detta í hug í þessari stöðu. „Ég geri allt á minn hátt,“ sagði Bubba Watson eftir sigurinn á sunnudaginn. Hann laug engu.Bubba Watson púttar á 18. flöt.Vísir/GettyErfitt að verja titilinn Bubba náði aðeins 50. sæti á síðasta Masters-móti þegar hann kom til að verja titilinn. Það reyndist honum um megn. Hann var í raun enn að átta sig á því sem hann hafði afrekað ári áður. Bubba hafði komið svo langa leið og unnið stærsta mótið. „Þið verðið að átta ykkur á því hvaðan ég kem. Pabbi vann í byggingarvinnu og mamma vann tvö störf til að ég gæti stundað golf,“ sagði Bubba. Hann var þá einnig nýbúinn að ættleiða soninn Caleb með konu sinni Angie. Eiginkona Bubba tilkynnti honum á fyrsta stefnumóti að hún gæti ekki eignast börn og þurftu þau því að grípa til ættleiðingar. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir fengu þau Caleb og það sem var að gerast utan vallar var einfaldlega of mikið fyrir hinn tilfinningaríka Bubba Watson. „Ég þurfti að læra að greiða úr mínum málum á minn hátt. Það tók mig bara svolítið langan tíma að finna einbeitinguna og drifkraftinn aftur sem kom mér aftur hingað,“ sagði Bubba Watson sem faðmaði son sinn og konu og grét af gleði eins og svo oft áður þegar sigurpúttið steinlá á 18. flötinni á Augusta-vellinum.Hráir hæfileikar „Hann er svo hugmyndaríkur og snjall spilari. Hann er með svo hráa og náttúrulega hæfileika. Bubba er eiginlega snillingur en samt maður sem hefur þurft að hafa fyrir sínu,“ sagði Paul Azinger, fyrrverandi fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, um Bubba um helgina er hann var að lýsa mótinu á einni sjónvarpsstöðinni. Bubba er svo sannarlega hrár. Sveiflan hans er langt frá því að vera falleg eins og svissneska klukkuspilið sem margir mótherjar hans bjóða upp á. Bubba slær boltann og slær hann fast. Hann slær líka lengst á mótaröðinni en um helgina fóru teighöggin hans að meðaltali 280 metra. „Maður verður bara að nota sína sveiflu. Það er það sem ég segi við alla. Ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vinna mót. Mér er alveg sama þó sveiflan sé ljót. Ég vil bara vinna og sem betur fer er ég búinn að gera það tvisvar hérna,“ sagði Bubba eftir Masters-mótið en hann vildi þó lítið vera að láta nefna sig í sömu setningu og aðrar hetjur sem unnið hafa mótið tvisvar. „Ég er bara að reyna að halda PGA-kortinu mínu. Ef fólk segir að ég sé góður spilari þá er það bara flott. En ég spila ekki golf til að heyra fólk segja hversu frábær ég er. Ég spila golf því ég elska það,“ sagði Bubba Watson.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira