Vil helst að verkin veki sögur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2014 13:30 "Það er alltaf eitthvað að gerast, eitthvað sem stangast á í grunninn,“ segir Heimir. Fréttablaðið/Vilhelm Hráslaginn bítur inn að beini þar sem við Heimir Björgúlfsson myndlistarmaður stöndum fyrir utan Týsgallerí og bíðum eftir að opnað verði fyrir okkur. „Þetta er dálítið ólíkt því sem ég á að venjast,“ viðurkennir Heimir sem býr í Los Angeles, „Ég var búinn að gleyma hvað veðurfarið breytist ört hér heima en í gær fékk ég sýnishorn af flestum tegundum.“ Heimir er að opna tvær einkasýningar nú um helgina, í Týsgalleríi og Kunstchlager. Titlarnir eru stórir, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg og Þrjú tonn af sandi í tveimur hlutum. „Maður verður nú að hafa íslenskan brag á þessu. Hvort tveggja er línur úr textum og svo segi ég „það hálfa væri nóg“ í tíma og ótíma, útskýrir listamaðurinn brosandi. Skrá yfir sýningar Heimis er upp á nokkrar blaðsíður og verk hans eru víða. „Ég er alltaf að,“ viðurkennir hann. „Vinnan kemur samt dálítið í törnum þannig að sum tímabil er ég meira upptekinn en önnur og það getur orðið aðeins of mikið. En þetta er það sem ég vil gera og verð þá líka að sinna því. Sel vel? já, en það er upp og niður líka. Þetta er eins og rússíbani.“ Hann kveðst hafa lært í Amsterdam og búið þar eftir námið en farið í vinnustofuferð árið 2005 til Los Angeles. „Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði en ílengdist, þannig að þar hef ég búið frá 2006 og á þar konu, mexíkansk/ameríska. Hún er ekki með mér núna en hefur komið hingað tvisvar. Við giftum okkur hér á landi.“ Þegar við komum inn í galleríið fer Heimir að taka utan af verkunum sínum. Á sumum þeirra eru framandlegir fuglar. „Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða fuglafræðingur. Var dálítið ruglaður með það,“ segir hann og sýnir fleiri myndir. „Ég er alltaf að leita að einhverju í umhverfinu sem vekur forvitni, að það veki sögur – eða möguleika á sögum. Umhverfið er auðvitað alltaf upplifun hvers og eins. Hér kemur svo titilverkið á sýningunni, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg!“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hráslaginn bítur inn að beini þar sem við Heimir Björgúlfsson myndlistarmaður stöndum fyrir utan Týsgallerí og bíðum eftir að opnað verði fyrir okkur. „Þetta er dálítið ólíkt því sem ég á að venjast,“ viðurkennir Heimir sem býr í Los Angeles, „Ég var búinn að gleyma hvað veðurfarið breytist ört hér heima en í gær fékk ég sýnishorn af flestum tegundum.“ Heimir er að opna tvær einkasýningar nú um helgina, í Týsgalleríi og Kunstchlager. Titlarnir eru stórir, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg og Þrjú tonn af sandi í tveimur hlutum. „Maður verður nú að hafa íslenskan brag á þessu. Hvort tveggja er línur úr textum og svo segi ég „það hálfa væri nóg“ í tíma og ótíma, útskýrir listamaðurinn brosandi. Skrá yfir sýningar Heimis er upp á nokkrar blaðsíður og verk hans eru víða. „Ég er alltaf að,“ viðurkennir hann. „Vinnan kemur samt dálítið í törnum þannig að sum tímabil er ég meira upptekinn en önnur og það getur orðið aðeins of mikið. En þetta er það sem ég vil gera og verð þá líka að sinna því. Sel vel? já, en það er upp og niður líka. Þetta er eins og rússíbani.“ Hann kveðst hafa lært í Amsterdam og búið þar eftir námið en farið í vinnustofuferð árið 2005 til Los Angeles. „Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði en ílengdist, þannig að þar hef ég búið frá 2006 og á þar konu, mexíkansk/ameríska. Hún er ekki með mér núna en hefur komið hingað tvisvar. Við giftum okkur hér á landi.“ Þegar við komum inn í galleríið fer Heimir að taka utan af verkunum sínum. Á sumum þeirra eru framandlegir fuglar. „Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða fuglafræðingur. Var dálítið ruglaður með það,“ segir hann og sýnir fleiri myndir. „Ég er alltaf að leita að einhverju í umhverfinu sem vekur forvitni, að það veki sögur – eða möguleika á sögum. Umhverfið er auðvitað alltaf upplifun hvers og eins. Hér kemur svo titilverkið á sýningunni, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg!“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira