Lengsta myndin um Kóngulóarmanninn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2014 08:30 Kóngulóarmaðurinn kemst að því að eitt tengir alla óvini hans: OScorp-fyrirtækið. Kvikmyndin The Amazing Spider-Man 2 verður frumsýnd á Íslandi á morgun, föstudag. Í myndinni rannsakar Peter Parker, sjálfur Kóngulóarmaðurinn, ýmislegt varðandi dularfulla fortíð föður síns með hjálp vinar síns, Harrys Osborn. Harry þessi er leikinn af Dane DeHaan en hann breytist í Græna púkann, erkióvin Kóngulóarmannsins. Allt í allt tók þrjá og hálfan tíma að farða Harry fyrir hlutverk púkans og það tók hann um það bil klukkutíma að klæða sig í búninginn sem er rúmlega tuttugu kíló að þyngd. Leikarinn Jamie Foxx leikur óvin Kóngulóarmannsins, Electro, og Chris Cooper leikur annar óvin hans, Norman Osborn. Þeir hafa báðir unnið Óskarsverðlaun, Jamie fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir Ray árið 2005 og Chris fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir Adaptation árið 2003. Þetta þýðir að þeir eru fyrstu tveir Óskarsverðlaunahafarnir til að leika illmenni í mynd um Kóngulóarmanninn. The Amazing Spider-Man 2 var eingöngu tekin upp í New York og er þetta viðamesta kvikmyndaframleiðsla sem hefur átt sér stað í borginni. Myndin er 142 mínútur að lengd sem gerir hana að lengstu kvikmynd um Kóngulóarmanninn til þessa.Emma Stone fer með hlutverk Gwen Stacy eins og í fyrri myndinni en sú stúlka á tryggan stað í hjarta Peters. Sem fyrr er það Andrew Garfield sem leikur Kóngulóarmanninn en gaman er að segja frá því að Emma og Andrew eru einnig par í raunveruleikanum. Leikstjórn myndarinnar er í höndum Marcs Webb sem leikstýrði einnig fyrri myndinni og kvikmyndinni (500) Days of Summer.Á hjarta hans Gwen Stacy heillar Kóngulóarmanninn.Urðu ástfangin á setti Emma Stone og Andrew Garfield felldu hugi saman á tökustað kvikmyndarinnar The Amazing Spider-Man árið 2011. Andrew segist hafa fallið fyrir Emmu um leið og hún kom í prufu fyrir myndina. „Það var eins og ég vaknaði þegar hún gekk inn. Hún var síðasta manneskjan til að lesa og mér var farið að leiðast. En síðan kom hún inn og það var eins og ég hefði farið í flúðasiglingu og langaði ekki að halda mér í. Það var spennandi og villt í tökunum. Ég varð að vera nálægt henni og ég gat ekki leyft henni að sleppa,“ sagði Andrew í viðtali við Teen Vogue þegar fyrri myndin var frumsýnd. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin The Amazing Spider-Man 2 verður frumsýnd á Íslandi á morgun, föstudag. Í myndinni rannsakar Peter Parker, sjálfur Kóngulóarmaðurinn, ýmislegt varðandi dularfulla fortíð föður síns með hjálp vinar síns, Harrys Osborn. Harry þessi er leikinn af Dane DeHaan en hann breytist í Græna púkann, erkióvin Kóngulóarmannsins. Allt í allt tók þrjá og hálfan tíma að farða Harry fyrir hlutverk púkans og það tók hann um það bil klukkutíma að klæða sig í búninginn sem er rúmlega tuttugu kíló að þyngd. Leikarinn Jamie Foxx leikur óvin Kóngulóarmannsins, Electro, og Chris Cooper leikur annar óvin hans, Norman Osborn. Þeir hafa báðir unnið Óskarsverðlaun, Jamie fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir Ray árið 2005 og Chris fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir Adaptation árið 2003. Þetta þýðir að þeir eru fyrstu tveir Óskarsverðlaunahafarnir til að leika illmenni í mynd um Kóngulóarmanninn. The Amazing Spider-Man 2 var eingöngu tekin upp í New York og er þetta viðamesta kvikmyndaframleiðsla sem hefur átt sér stað í borginni. Myndin er 142 mínútur að lengd sem gerir hana að lengstu kvikmynd um Kóngulóarmanninn til þessa.Emma Stone fer með hlutverk Gwen Stacy eins og í fyrri myndinni en sú stúlka á tryggan stað í hjarta Peters. Sem fyrr er það Andrew Garfield sem leikur Kóngulóarmanninn en gaman er að segja frá því að Emma og Andrew eru einnig par í raunveruleikanum. Leikstjórn myndarinnar er í höndum Marcs Webb sem leikstýrði einnig fyrri myndinni og kvikmyndinni (500) Days of Summer.Á hjarta hans Gwen Stacy heillar Kóngulóarmanninn.Urðu ástfangin á setti Emma Stone og Andrew Garfield felldu hugi saman á tökustað kvikmyndarinnar The Amazing Spider-Man árið 2011. Andrew segist hafa fallið fyrir Emmu um leið og hún kom í prufu fyrir myndina. „Það var eins og ég vaknaði þegar hún gekk inn. Hún var síðasta manneskjan til að lesa og mér var farið að leiðast. En síðan kom hún inn og það var eins og ég hefði farið í flúðasiglingu og langaði ekki að halda mér í. Það var spennandi og villt í tökunum. Ég varð að vera nálægt henni og ég gat ekki leyft henni að sleppa,“ sagði Andrew í viðtali við Teen Vogue þegar fyrri myndin var frumsýnd.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira